Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 118
116
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hefði aS veröleikum unnið sér, sjálfment-
aður maöur, og hvílík nauösyn bæri til
þess aS gáfur hans fengju aS nóta sin,
en á því væru engar horfur, ef honum
kæmi ekki einhversstaöar styrkur aS. Bar
hann síðan fram tillögu, studda af séra Fr.
A. Friðrikssyni, aS skipa skyldi þriggja
manna nefnd til þess aö gangast fyrir því
í nafni félagsins, ef til vill í samráöi viö
aSra, aS Björgvin GuSmundssyni yrSi á
einhvern hátt séS farborSa til mentunar
í list sinni. Var þessi tillaga samþykt í
einu hljóSi. 1 nefndina voru skipaðir séra
Fr. A. FriSriksson, Einar P. Jónsson og
dr. Jóhannes P. Pálsson.
Þá baS sér hljóSs hr. Bergþór E- John-
son. ÞakkaSi hann fyrir þann heiSur, er
þingiS hefSi sýnt sér, meS því aS kjósa
sig til vara-forseta, en kvaSst vilja biöja
um lausn frá því starfi, þar eö hann teldi
sig of óreyndan félagsmann. Heföi hann
og ekki veriS viSstaddur, er embættis-
mannakosningin fór fram. LagSi P. S.
Pálsson til, en hr. F. Swanson studdi, aS
þessi afsökun væri tekin gild. Var þaö
samþykt í einu hljóSi.
Var því næst gengiS til vara-forseta-
kosninga á ný. Á. Eggertsson stakk upp á
J. J. Bildfell í þaS embætti, Mrs. S. Swan-
son studdi. Sr. Guömundur Árnason stakk
upp á sr. A. E- Kristjánssyni, en Ingi-
björg Björnsson studdi. Séra Albert E.
Kristjánsson baS sig afsakaSan frá end-
urskoSunarembættinu. Var þaS samþykt
meS 28 atkvæSum gegn 14. Var þá geng-
iS til kosninga og J. J. Bíldfell kosinn
varaforseti meS 32 atkv. en séra A. E.
Kristjánsson lilaut 25.
Þá lagSi Sigfús Halldórs frá Höfnum
til, en J. S. Gillies studdi, aS kjósa Ólaf
Pétursson endurskoSunarmann í staS séra
A. E. Kristjánssonar. Var þaö samþ. í
einu hljóSi.
Þá bar séra Rögnv. Pétursson fram
málaleitun frá GuSmundi lögmanni Grims-
syni, þess efnis, aS ÞjóöræknisfélagiS
styrkti á einhvern hátt ungfrú Thorstínu
Jackson, til þess aS gefa út sögu Dakota-
nýlendunnar. — Var samþ. aS vísa þvi
máli til stjórnarnefndarinnar.
Sigfús Halldórs frá Höfnum gat um
þátttöku Islendinga félagsins “Visir” í Chi-
cago, í hannyrSa og listasýningu þeirri, er
stofnaö væri til þar í borg í apríl í vor.
LagSi hann til, en Fr. Swanson studdi, aS
ÞjóSræknisfélagiS kysi Mrs. R. Péturs-
son og Mrs. J. J. Bíldfell, fyrir sína hönd,
til þess aö vinna aS undirbúningi þessar-
ar sýningar, ásamt þeim nefndarkonum, er
ýms önnur íslenzk félög hér í borginni
heföu til þess kosið, til styrktar Vísis-
nefndinni. Var þessi tillaga samþykt í einu
hljóSi.
MeS því aS þá lágu ekki fleiri mál fyr-
ir þinginu, baö forseti ritara aS lesa fund-
argerS þessa síSasta fundar. Var hún sam-
þykt óbreytt, samkvæmt tillögu frá Árna
Eggertssyni, er Fr. Swanson studdi. AS
því búnu þakkaSi forseti þingmönnum
fyrir samvinnuna og sagöi slitiö hinu sjö-
unda ársþingi ÞjóSræknisfélagsins.
í umboöi stjórnarnefndar.
Sigfús Haldórs frá Höfnwn.
ritari.