Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Side 119
Þjóðræknissamtök íslendinga í Vesturheimi,
Eftir scra Rögnvald Pétursson.
AðalstöSvar Islendinga á hinum
allra fyrstu árum þeirra í Winni-
peg, voru niður við Rauðá,, norðan
við ármótin, á flötum Hudsonsflóa-
félagsins1), og á tanga er áin sveig-
ir fyrir og er nokkuru norðar og
nefnist Douglastangi, eftir hinu
forna ættarnafni Selkirk lávarðar.
Reistu þeir sér þar nokkurir
bráðabyrgðar skýli við árbakkann
á árunum 1876—79, eða leigðu sér
smáhýsi, er þegar voru smíðuð.
Bygðin var mest austan við Aðal-
strsíti bæjarins. Atvinnurekstur
var helztur þar við ána. Allur
flutningur að og’ frá hinum unga
höfuðstað, fór eftir ánni. Þar stóðu
sögunarmylnur, hveitimylnur og
vörugeymsluhús af ýmsu tagi.
Hinar ýmsu samgöngur við út-
heiminn (suður til Bandaríkjanna)
voru með hjólskipum, er gengu eft-
ir ánni. Pósti var ekið á viku-
fresti suður. Yar fyrst byrjað á
jámbrautarlagningu sumarið 1877
og fyrstu skóflustungunni varpað
upp á brautarstæðið 13. júlí. Var
brautin mæld út frá St. Boniface
og nefndist Canadian Pacific Pem-
bina Line. Ekki var brautargerð-
inni komið lengra um haustið en
það, að fyrstu naglarnir voru rekn-
ir í trjáböndin 29. sept., en það
gerði Dufferin jarl, ríkisstjóri
Canada, er þá var gestkomandi í
1) Sbr. “Sagu íslenzku nýlendunnar í
Wpeg-.” eftir séra PriSr. J. Bergmann.
Almianak ó. s. T.horgéirssonar Wpeg 1902
bls. 42.
bænum. Var slegið upp veizlu mik-
illi um kveldið til minningar um
þessa atliöfn, og spáði jarlinn því
þá, að eigi myndi langt um líða,
þangað til járnbrautir kvísluðust
út frá bænum í allar áttir, og að
bærinn tæki þeim framförum, að
hann kæmist í helztu stórborga-
röð landsins. Ilefir það þótt ræt-
ast, þótt þess væri þá all-langt að
bíða. Með fyrsta gufuvagninn var
komið á skipi sunnan úr Banda-
ríkjum áður en ísa lagði um liaust-
ið (10. okt.). Snemma vetrar árið
eftir — 3. desember 1878 — var
brautargjörðinni lokið suður til
Dominion City og hún tengd St.
Paul brautinni. Fyrsta farþeg’ja-
lest að sunnan kom eftir henni 7.
desember og fór suður daginn eft-
ir, en vöruflutningalest á aðfanga-
dag jóla. Síðasta póstferð á sleða
suður var gjörð þá um áramótin
og ók sunnanpóstur inn til St.
Boniface á þrettándadag jóla
1879 og fór ekki út aftur. Var
póstur sendur daginn eftir með
járnbrautinni, og' hefir svo verið
síðan.2)
Atvinnugreinar voru eigi fjöl-
skrúðugar á þessum árum, var lít-
ið um stóriðnað, stóriiýsasmíðar
eða annað, er að borgarlífi lýtur.
Helzta atvinnu veittu mylnufélög-
in og Hudsonsflóa félagið. Kom-
ust nokkrir Islendingar í vinnu
2) Sbr. HlolMy iS. (Seama/n: “Manitoba,
Landmarks anid red itetter days.” Wpeg
1920.