Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Side 121
ÞJ.ÓÐRÆKNISSAMTÖK ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
119
leyti vestan við landeign Hudsons-
flóa félagsins, Colony stræti, og
suður undir Assiniboine-á. Yar
hún grösug og gróðursæl, en eigi
að sama skapi hæg yfirferðar
haust og vor, eða ef illa viðraði.
Hú]i varð eins konar þrautalend-
ing, örþrotastaður þeirra, er fárra
áttu kosta kjör. En það var rúnit
á “Sléttunni” og víðsýnt til
beggja handa. Til er ágæt lýsing
af “Sléttunni” frá þeim árum í
sögunni “Vonir” eftir skáldið
Einar H. Kvaran. Sveitamaður
kemur að heiman. Hann er búinn
að gjöra sér glæsilegar vonir um
framtíðina. Unnusta hans var far-
in árinu áður, á undan honum til
Winnipeg, þar átti hann von á að
hitta hana. En hann er naumast
kominn ofan úr innflytjendalest-
inni, þegar draumar hans eru
orðnir að reyk og vonirnar lijaðn-
aðar eins og bóla. Hann varð sem
högdofa í bili, en er hann rankaði
við sér “lagði hann af stað út í
þennan ókunnuga bæ, án þess hann
hefði hugmynd um hvað hann var
að fara. Og nú þutu hugsanirnar
upp í huga hans. — Endurminn-
ingin þyrlaðist upp í huga hans
um sæg af ljúfum vonum, sem nú
höfðu allar dáið — eins og líka
allar vonir deyja — og af dýrðleg-
um loftköstulum, sem dagurinn í
dag hafði farið með, eins og lífið
fer með alla loftkastala — hafði
blásið um koll og fevkt út í hvl-
dýpi tilveruleysisins-----------og
honum fanst hann sjálfur verða
svo lítill.” 1 þessum hugleiðing-
um gengur liann vestur úr bæ. —
“Hann fann, að það var farið að
verða mýkra undir fæti, en það
liafði verið. Ilann var farinn að
ganga á grasi í stað trjáborðanna.
Án þess að vita af því, hafði hann
gengið vestur úr bænum og nokk-
uð langt vestur á sléttuna. Hann
staðnæmdist og litaðist um. Alt í
kring um hann var sléttan, græn
hjá honum, fagurgul þegar frá
dró, endalaus til norðurs og vest-
urs. Langt suður frá skógarbelti
úti í sjóndeildarhringnum. Fyrir
ofan skógarbeltið skýja bólstrar
líkastir óteljandi fjallahnjúkum,
sem allir voru hvítleitir í norð-
vestri, dökkir að austan,--------
norðurloftið alt heiðríkt, nema
hvað feykilöng skýtunga teygði
sig austur eftir, eins og hún ætlaði
að sleikja grámóðuna uppi yfir
bænum. En undir sólunni á vestur-
loftinu stóðu grisjuleg, rauð ský
með blágrænum rákum og blettum
á milli. Engin rödd á sléttunni,
ekkert hljóð^ nema hvað friðandi
klukkna-hljómur barst að evrum
lians innan rir bænum, því að
klukknahljómur berst lengra, en
nokkur annar borgar hávaði.------
Friður slétttunnar fékk vald yfir
honum. Ástríðurnar levstust
sundur og’ runnu saman eins og
skýjabólstrarnir á suðurloftinu. —
— Og svo flevgði hann sér niður á
sléttuna og grét.----Það var ekki
karlmannlegt, en hann þurfti ekki
að skannnast sín. Það hevrði það
enginn nema sléttan, — sléttan,
sléttan, sem héðan af átti að verða
eina unnustan hans og sem er flest-
um unnustum betri; —---------Því
hún snýr aldrei við manni bakinu
--------og deyr aldrei burt frá