Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Síða 127
AUGLÝSINGAR.
3
Notið gott útsœði
1927
Rigningarnar haustið 1926, reyndust útsæðisbirgðunum í
Manitoba mjög skaðlegar. Skemdir á útsæði urðu ekki að eins
í Manitoba, heidur einnig mjög víða annars staðar í Norður-
Ameríku. Sérstaklega er nauðsynlegt, að eyða engum höfrum,
sem góðir eru tJil útsæðis, en þó má hið sama segja um allar
aðrar korntegundir. Engar korntegundir, sem eru af réttri
tegund, hréinar og að öllu hentugar til útsæðis, ættu með nokkru
móti að vera seldar til mölunar eða skepnufóðurs, fyr en trygg-
ing er fengin fyrir því, að nægilegt sé eftir til útsæðis.
Nokkrar bendingar til bændanna
1. Reynið frjósemi alls útsæðis. Það má gera heima.
Takið 100 korn af hverri tegund, án þess að velja nokkur úr.
Sáið þeim í blómapotta, sem góð mold er í. Geymið þá á hlýjum
stað og sólskini og reynið þannig, hvernig útsæðið er. Sáið
ekki í akra yðar því útsæði, sem ekki nær eðlilegum þroska.
2. Hreinsið vandlega alt útsæði, áður en notað er, í þeim
maskínum, sem til þess eru gerðar. Ef þér getið ekki keypt
slíka vél sjálfur, þá gangið í félag með nágranna yðar, eða fáið
aS nota hans maskínu. SáitS ekki illgresissæði með hveitinu.
3. Ef korn yðar er blend'ingur af ýmsum tegundum, þá fáið
yður dálítið af hreinu útsæði, sáið því í hreint land og notið þá
uppskeru til útsæðis.
4. Verið vissir um, að drepa allan mélbruna í útsæðinu.
5. Skrifið Publications Branch, Manitoba Department of
Agriculture, 'Winnipeg, Manitoba, og biðjið um þessi tvö rit:
“Good Seed Pays” og “Prevention of Cereal Smuts”. Þau kosta
ekkert.
Manitoba Department of Agriculture and Imimgration,
HON A, PREFONTAINE,
Ráðherra.