Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 5
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 5
frá ritstjóra
Í þessu hefti Uppeldis og menntunar eru sex ritrýndar greinar og þrír ritdómar. Ritrýndu
greinarnar eru um ólík efni á sviði menntunarfræða: Raddir ungs fólks um stærð-
fræðinám, síðbúið brotthvarf úr háskólanámi, líf og störf ungra innflytjenda á Íslandi,
reynslu grunnskólabarna af leikskóla, sjálfboðaliðastarf ungmenna og loks um áhrif
af virknimati og stuðningsáætlunum. Tveir ritdómanna eru um sama ritið og er annar
þeirra léttlesinn um texta bókar sem er ritdæmd í heild í öðrum ritdómi.
Tímaritið hlaut fyrr á árinu þá viðurkenningu að vera metið sem svokallað 15 stiga
tímarit í stigamatskerfi háskólafólks, því það uppfyllir nú 17 skilyrði af 18 sem tímarit
eru metin eftir. Þetta er tímaritinu og okkur sem að því stöndum hvatning til að halda
áfram því góða starfi sem fyrri ritnefndir og ritstjórar byggðu upp.
Tímaritið hefur smám saman verið að færa sig yfir í það kerfi að höfundar skili
greinum þegar þeim hentar en miða síður við sérstakan skilafrest fyrir einstök hefti.
Enn er þó tilgreindur skilafrestur tvisvar á ári, þ.e. 1. mars og 1. september, en reynsl-
an sýnir að heppilegast er að höfundar skili greinum jafnóðum og þær eru tilbúnar.
Leiðbeiningar til höfunda og ritrýna og upplýsingar um frágang handrita eru á vef
tímaritsins, vefsetur.hi.is/uppeldi_og_menntun.
Uppeldi og menntun er nú aðgengilegt á Tímarit.is og verður hvert hefti birt ári eftir
að það er gefið út á pappír. Þessum tímamótum var fagnað með samkomu í bókasafni
Menntavísindasviðs í september. Með útgáfu þessa heftis er því jafnframt fagnað að
tímaritið hefur komið út óslitið í 20 ár.
Ritnefnd þakkar öllum sem hafa lagt hönd á plóg við útgáfu þessa heftis: höfundum,
ónefndum ritrýnum, þeim sem sjá um útgáfuna, prenta tímaritið og dreifa því til
áskrifenda.