Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 14

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 14
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201114 raddir Ungs fólks Um stærðfræðinám rannsóknargögnin kom fram að í þeim lægi mikið af upplýsingum um viðhorf ungs fólks til stærðfræði og stærðfræðináms almennt. Höfundum þótti því áhugavert að endurgreina gögnin með nýja rannsóknarspurningu að leiðarljósi: Hvaða sjónarmið og hugmyndir hefur ungt fólk um stærðfræði og stærðfræðinám? Lögð er áhersla á að greina raddir unga fólksins sem tók þátt í rannsóknunum og ná utan um inntak umræð- unnar. Leitað er eftir þeim mynstrum sem þar má finna. Í þessum hluta er fyrst greint stuttlega frá viðmælendum beggja rannsókna. Því næst eru markmið og rannsókn- arsnið hvorrar rannsóknar kynnt. Síðan er gerð grein fyrir því hvernig gögnin voru greind aftur og fléttuð saman. Í lokin eru sett fram þau þemu sem höfundar greindu í gögnunum. Viðmælendur Viðmælendur í báðum rannsóknum voru nemendur fæddir árið 1987. Þeir voru allir í 10. bekk skólaárið 2002–2003 (og tóku því þátt í PISA 2003) og allir hófu þeir fram- haldsnám haustið 2003. Samtals var rætt við 23 einstaklinga, 14 stúlkur og 9 drengi. Viðmælendur áttu auk þess það sameiginlegt að hafa almennt gengið vel í skóla, hafa staðið sig vel á samræmdu prófi í stærðfræði vorið 2003 og notið stuðnings foreldra í námi sínu. Ekki var leitað eftir öðrum bakgrunnsupplýsingum, eins og um efnahags- legan bakgrunn og menntun foreldra. Viðmælendum var í upphafi gerð grein fyrir eðli rannsóknarinnar. Rannsakendur sögðu viðmælendum að nafnleyndar væri gætt og litið væri á viðtölin sem trúnaðarupplýsingar. Í báðum rannsóknum voru viðmælendur sjálfboðaliðar. Óskað hafði verið eftir sjálfboðaliðum með því að fara inn í nokkra nemendahópa. Það var ýmist gert þannig að höfundar fengu sjálfir sjálfboðaliða úr afmörkuðum nem- endahópi eða einn sjálfboðaliði fékk fleiri með sér í viðtal. Í rannsókn Guðbjargar voru tekin einstaklingsviðtöl við fjórar stúlkur úr Reykjavík vorið 2003 þegar þær voru að ljúka grunnskóla og síðan aftur árið 2008 þegar þær höfðu lokið framhaldsskóla. Í rannsókn Ólafar var rætt við 19 nemendur, 10 stúlkur og 9 drengi, víðs vegar að af landinu í fjórum hópviðtölum og tveimur einstaklingsviðtölum. Viðtölin voru tekin vorið 2007 þegar viðmælendur voru á síðasta ári í framhaldsskóla. Rannsóknin Viðhorf til stærðfræðináms Í rannsókninni Viðhorf til stærðfræðináms (Guðbjörg Pálsdóttir, 2004, 2008) er sjónum beint að viðhorfum íslenskra stúlkna til stærðfræði og stærðfræðináms. Við rannsókn- ina var beitt eigindlegri rannsóknaraðferð og voru tekin nokkur einstaklingsviðtöl við fjóra sjálfboðaliða, eins og fram kom hér að framan. Lýsingar og vangaveltur þeirra voru skoðaðar í ljósi hugmynda um stærðfræði og stærðfræðinám og niðurstaðna nýlegra erlendra rannsókna á viðhorfum stúlkna til stærðfræði og stærðfræðináms. Í upphafi voru tekin óformleg viðtöl við stúlkurnar en síðan fengu þær þrjú bréf með spurningum sem þær svöruðu í tölvupósti. Spurningarnar í hverju bréfi voru unnar á grundvelli fyrri samskipta. Út frá bréfasamskiptunum voru viðhorf hverrar stúlku skráð sem saga. Stúlkunum var sýnd túlkunin og hún rædd við þær. Í því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.