Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 39

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 39
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 39 hrafnhildUr V. k Jartansdóttir, kristJana stella blöndal og sif einarsdóttir Hrannar sagði aftur á móti að viðmót kennara gagnvart nemendum hefði verið eins misjafnt og þeir voru margir. Honum fannst aðgengi að kennurum nokkuð gott en fjarlægð á milli nemenda og kennara í fjölmennum námskeiðum mikil. Enda þótt námsval viðmælenda hafi ekki verið vel ígrundað voru þeir sammála um að námið hefði verið skemmtilegt. Þeir töldu sig hafa eflst og þroskast á náms- tímanum og lært margt gagnlegt sem nýttist þeim bæði í starfi og í lífinu almennt. Þeir höfðu mjög óljósar hugmyndir um störf sem þeir gætu leitað í að námi loknu og háskólanámið var því ekki meðvitað skref til að ná starfstengdum markmiðum. Þeir ílengdust í viðkomandi námi vegna þess að það var ,,skemmtilegt“ og ,,áhugavert“ fremur en að þeir hefðu velt því fyrir sér hversu hagnýtt það væri á vinnumarkaði. Þetta kom til dæmis fram í máli Gísla, en hann valdi nám eingöngu út frá áhuga: Þetta er náttúrulega bara fræðigrein, þú veist, þetta er náttúrulega ópraktískasta nám í bransanum … Ég hafði engan starfsvettvang í huga, ég hugsa ekkert þannig. Fyrir mér er nám ekkert, þú veist, að velja einhvern vettvang og starfa við hann alla ævi. Gísli sagði sína nánustu hafa undrast mjög námsval sitt og ekki fundist hann velja hagnýtt nám. Hann hafi því iðulega þurft að réttlæta námsvalið bæði fyrir fjölskyldu og vinum: Það fannst öllum það hneykslanlegt bara að ég hefði verið að velja þetta nám í hérna hvað getum við sagt, stærsta uppgangstíma Íslandssögunnar. Ég hef svona aðeins öðruvísi lífsviðhorf heldur en margir aðrir sem ég þekki og þú veist mikill þrýst- ingur ,,af hverju fórstu ekki að læra viðskiptafræði, viðskiptafræði, viðskiptafræði, viðskiptafræði“. Ég hef engan áhuga á því, sko bara ekki vott. … Ég þurfti að réttlæta fyrir öðrum að það eru ekki allir eins og að það hafa ekki allir áhuga á sama hlutnum. Hanna tók í sama streng og sagði að námið sem hún lagði stund á veitti lítil sem engin réttindi á vinnumarkaði. Hún orðaði það sem svo að ,,svona gráða segi ekki neitt“ og væri ,,fljótandi menntun“ sem hefði ekki tengsl við ákveðinn starfsvettvang. Hún taldi þetta hafa virkað letjandi á sig og ef hún hefði valið starfsréttindanám á heilbrigðis- vísindasviði, sem hana langaði alltaf til að leggja stund á, hefði hún líklega lokið námi: Þá hefði ég örugglega klárað. Ég meina, ég hefði ekki hætt og sleppt lokaverkefninu, þá hefði ég ekkert fengið vinnu. Þú veist, það hlýtur að ýta á mann. Námstíminn og aðdragandi brotthvarfs úr námi Viðmælendur eiga það sameiginlegt að þeim gekk ágætlega í háskólanáminu og hafa sjaldan eða aldrei fallið á prófi. Þeir skilgreindu sig sem nemendur sem vinna í skorpum og þrír þeirra orðuðu það sem svo að þeir hefðu verið ,,fastir” í þeim vinnu- brögðum sem þeir vöndu sig á í framhaldsskóla. Tími í tengslum við námið var lítið skipulagður og þeir áttu það til að fresta verkefnum fram á síðustu stundu eða fara fram yfir skiladaga. Þeir töldu styrkleika sína í námi vera þá að þeir væru fljótir að til- einka sér nýtt efni, læsu hratt og ættu auðvelt með að taka próf. Ritgerðaskrif vöfðust hins vegar fyrir nokkrum þeirra. Almennt nýttu þeir sér ekki þá stoðþjónustu sem er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.