Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 53

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 53
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 53 Hanna raGnarsdóttir Menntavísindasviði Háskóla íslands Uppeldi og menntun 20. árgangur 2. hefti 2011 Líf og störf ungra innflytjenda Reynsla ungmenna af tíu ára búsetu á Íslandi Í greininni er fjallað um helstu niðurstöður rannsóknar meðal níu ungmenna af erlendum uppruna sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu . Markmiðið var að afla upplýsinga um reynslu þeirra af lífi og starfi í íslensku samfélagi undanfarin ár . Sérstök áhersla var á upplifun þeirra á skólagöngu á Íslandi og hvernig þau teldu að íslenskir skólar gætu betur komið til móts við inn- flytjendabörn . Ítarleg einstaklingsviðtöl voru tekin við níu ungmenni á aldrinum 15–24 ára, sex stúlkur og þrjá pilta . Tvö þeirra eru af evrópskum uppruna og sjö af asískum . Í greininni er leitast við að draga fram sögu þeirra og reynslu síðan höfundur tók viðtöl við sömu ungmenni á árunum 2002–2005 . Helstu niðurstöður benda til þess að ungmennin hafi náð að aðlagast íslensku samfélagi og þau líti framtíðina björtum augum . Þau telja reynslu sína af tveimur menningarheimum og tungumálakunnáttu veita sér styrk . Nokkur þeirra eiga enn í erfiðleikum með íslensku í námi sínu . Þau telja að betur megi styðja við íslenskunám innflytjenda í fram- haldsskólum og stuðla þurfi að auknum félagslegum tengslum nemenda af ólíkum uppruna . Efnisorð: Ungmenni af erlendum uppruna, aðlögun, menningarleg sjálfsmynd, framtíðarsýn inn gang ur Ungir innflytjendur á Íslandi eru áhugaverður hópur en í honum er m.a. að finna eina fjölbreyttustu og fjölmennustu kynslóð innflytjenda á Íslandi (Hagstofa Íslands, 2011). Í hópi ungra innflytjenda eru börn sem komu til Íslands á fyrstu árum ævi sinnar og hafa gengið í íslenska leik- og grunnskóla frá upphafi en einnig ungmenni sem flust hafa til landsins á miðri grunnskólagöngu sinni eða í lok hennar. Árið 2002 hófst rannsókn höfundar með tíu fjölskyldum innflytjenda og stóð hún til 2005 (Hanna Ragnarsdóttir, 2007, 2008). Í þessum fjölskyldum, sem bjuggu á höfuð- borgarsvæðinu, voru í upphafi rannsóknar alls nítján börn á leik- og grunnskólaaldri. Rannsóknin sneri að reynslu fjölskyldnanna af íslensku samfélagi og skólagöngu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.