Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 60

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 60
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201160 líf og störf Ungra innflytJenda Í viðtölunum við ungmennin var spurt um ýmis atriði er snerta daglegt líf þeirra en einnig var leitast við að draga fram sögu þeirra og reynslu frá því fyrri rannsókn höfundar lauk árið 2005 með því að gefa þeim gott svigrúm til að tjá sig í viðtölunum. Ungmennin voru m.a. spurð um stöðu þeirra í dag, hvort þau stunduðu nám eða atvinnu, hvernig búsetu þeirra væri háttað og hvernig staða fjölskyldunnar væri, m.a. með tilliti til atvinnu. Þau tjáðu sig um nám og störf, félagshóp og félagslíf, svo og tengsl sín við íslenskt samfélag og upprunaland sitt. Ungmennin voru enn fremur beðin um að segja frá skólagöngu sinni og íslenskunámi og hvað þau teldu að hefði mátt betur fara í því ferli. Loks var spurt um náms- og starfsáhuga þeirra og framtíðar- áform, hvort einhverjar hindranir væru fyrir því að þau fengju óskir sínar varðandi nám og starf uppfylltar og þá hverjar helstar. Viðtölin voru afrituð, marglesin og lykluð. Við gagnagreininguna var þemalyklun beitt og leitað að meginstefjum í gögnunum (Flick, 2006). Þau mynda þemu sem gerð er grein fyrir í niðurstöðukaflanum. niðurstöður Niðurstöðum úr viðtölunum við ungmennin níu má skipta í fjóra meginþætti; aðlögun að nýju samfélagi, reynslu af skólagöngu, tungumál og framtíðarsýn. Aðlögun að nýju samfélagi og félagslegt net Ungmennin í rannsókninni segja að þau hafi aðlagast vel íslensku samfélagi og að í því eigi þau framtíðarmöguleika, mun fremur en í upprunalöndum sínum. Þau taka þó fram að þau séu ekki Íslendingar, heldur líti á sig í senn sem Íslendinga og að þau tilheyri upprunalandi sínu. Ein stúlkan segist vera „svona fifty fifty“. önnur segir: Ég er búin að vera hér í níu ár … úti 15, hér níu ár … Helmingur af lífi mínu var hér … Það er dálítið erfitt núna … ég fer á hverju ári til [upprunalandsins], svona tvær vikur, þrjár vikur eða mánuð, bara misjafnt. En, nú finnst mér erfitt að búa úti … Nú er ég svo vön að búa á Íslandi og hvernig er á Íslandi … Sum ungmennanna líta þó fremur á sig sem nokkurs konar heimsborgara og þau hin sömu leggja áherslu á að þau vilji ferðast um í framtíðinni og jafnvel búa í öðrum löndum. Einn piltanna segist gjarnan vilja búa og starfa í mörgum löndum, segist tengja sig við Ísland í dag fremur en upprunalandið, en vera þó fyrst og fremst heims- borgari: Ég ætla fyrst að klára hérna … kannski búa hvar sem er, mér er alveg sama … þar sem enskan er notuð af því að ég elska hana svo mikið … bara vinna þar og ferðast … fara hvert sem ég get, ekki vera … á einum stað … frekar breyta og sjá eitthvað nýtt. Flest ungmennin segjast halda í hefðir frá heimalöndunum með fjölskyldum sínum og öðrum samlöndum sínum á Íslandi. Þeim finnst mikilvægt að viðhalda hefðum og siðum og nefna í því samhengi einnig trúarlegar hátíðir og í nokkrum tilvikum iðkun trúarbragða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.