Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 86
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201186
horft Um öxl
Tilgangur rannsóknarinnar var að þróa og dýpka skilning á þeirri merkingu sem
börn leggja í leikskóladvölina í þeim tilgangi að bæta líf barna í leikskólum. Niður-
stöður rannsóknarinnar sýna að þótt börnin hafi átt margt sameiginlegt var einnig
töluverður munur á sjónarmiðum einstakra barna. Warming (2005) og fleiri hafa bent
á að ekki sé hægt að tala almennt um sjónarmið barna því þau eru margbreytileg og
ólík og háð þeirri menningu, samfélagi og sögu sem þau tilheyra. Niðurstöður þess-
arar rannsóknar sýna hvernig þessi börn minntust leikskólans á þeim tíma sem rann-
sóknin var gerð og endurspegla sjónarmið þeirra á þeim tíma.
Jafnframt því sem leitað var eftir sjónarmiðum barnanna í rannsókninni var sjónum
beint að viðhorfum fullorðna fólksins í lífi þeirra. Þannig var lögð áhersla á að skoða
margháttaða túlkun og varpa ljósi á ólíka sýn á sömu aðstæður í því augnamiði að
hvetja til ígrundunar og hafa áhrif á starfshætti. Með því að taka virkan þátt í gagna-
söfnun sem meðrannsakendur og fá tækifæri til að ígrunda sameiginlega samræður
og minningar barnanna gafst leikskólakennurunum tækifæri til að endurskoða ýmsa
þætti í starfi sínu.
athugasEmdir
Leikskólasvið Reykjavíkurborgar og Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands veittu styrki
til þessarar rannsóknar sem hér með eru þakkaðir. Kennurunum og börnunum sem
tóku þátt í rannsókninni er þakkað gott samstarf.
1 Notuð eru dulnefni fyrir börnin. R merkir rannsakandi eða sá sem tekur viðtalið.
Í tilfelli barnanna voru það leikskólakennararnir en annars höfundur þessarar
greinar.
hEimildir
Barker, J. og Weller, S. (2003). “Is it fun?” Developing children centered research meth-
ods. International Journal of Sociology and Social Policy, 23(1–2), 33–58.
Brooker, L. (2002). Starting school: Young children learning cultures. Buckingham: Open
University Press.
Broström, S. (1999). En god skolestart: Fælles ansvar for fælles udvikling. Århus: Systime.
Broström, S. (2002). Jeg går i første! Fra børnehave til børnehaveklasse til 1. klasse.
Skolestart, 32(1), 7–9.
Bühler-Niederberger, D. og Van Krieken, R. (2008). Persisting inequalities: Childhood
between global influences and local traditions. Childhood, 15(2), 147–155.
Ceglowski, D. A. og Bacigalupa, C. (2007). “[I] play a lot”: Children’s perceptions of
child care. Journal of Research in Childhood Education, 22(2), 173–188.
Christensen, P. og James, A. (2000). Researching children and childhood: Cultures
of communication. Í P. Christensen og A. James (ritstjórar), Research with children:
Perspectives and practices (bls. 1–8). New York: Falmer.