Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 102
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011102
„mín köllUn er að hJálpa og reyna að láta gott af mér leiða“
aðfErð
Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt í rannsókninni, bæði við gagnasöfnun og úr-
vinnslu gagna. Sú rannsóknaraðferð þykir heppileg þegar markmiðið er að kynnast
sýn þátttakenda á eigið líf og að hlýða á reynslu þeirra (Taylor og Bogdan, 1998). Hér
er um að ræða viðtalsrannsókn. Byggt er á fræðilegu sjónarhorni fyrirbærafræðinnar
sem felur í sér áherslu á að túlka hvernig hver manneskja leitast við að skilja reynslu
sína og leggur merkingu í líf sitt (Heidegger, 1962/1927).
Þátttakendur
Þátttakendur í rannsókninni eru fimm ungmenni á aldrinum 14–20 ára, þrír piltar og
tvær stúlkur. Yngri þátttakendurnir eru í grunnskóla en þeir eldri ýmist í framhalds-
skóla eða hafa nýlokið framhaldsskóla. Ungmennin voru markvisst valin með það í
huga að þau hefðu reynslu af þátttöku í sjálfboðaliðastarfi (Creswell, 2007). Til þess
að velja þátttakendur var haft samband við ýmsa aðila sem koma að skipulagningu
sjálfboðaliðastarfs og bentu þeir á ungmenni sem mögulega gætu orðið viðmælendur.
Dulnefni eru hér notuð við að kynna hvert þeirra: Skúli 14 ára var sjálfboðaliði
í æskulýðsstarfi kirkjunnar, nemendaráðgjafi og í nemendaráði í grunnskóla; Tinna
15 ára var sjálfboðaliði í æskulýðsfélagi Þjóðkirkjunnar sem leiðbeinandi í æskulýðs-
starfi og sunnudagaskóla, auk þess að starfa í kirkjuhljómsveit. Hún hafði einnig tekið
þátt í ýmsum verkefnum á vegum æskulýðsfélagsins eins og að útdeila matarpökkum
fyrir Mæðrastyrksnefnd; Helga 17 ára tók þátt í margs konar sjálfboðaliðastarfi, bæði
í skóla og á vegum félaga, og hafði starfað í félags- og stefnumótunarstarfi ungs fólks
á vegum Reykjavíkurborgar, bæði í ungmennaráði og Reykjavíkurráði; Gunnar 19 ára
starfaði sem sjálfboðaliði í fjölþættum verkefnum hjá Rauða krossinum og í skáta-
hreyfingunni; og Ari nýorðinn 20 ára starfaði sem sjálfboðaliði í æskulýðsstarfi Þjóð-
kirkjunnar, í Palestínu, í kynningarstarfi á Íslandi um Palestínu og í ungliðahreyfingu
stjórnmálaflokks.
Framkvæmd
Ungmennin sem leitað var til samþykktu öll að taka þátt og foreldrar þeirra ung-
menna sem voru yngri en 18 ára veittu sömuleiðis leyfi sitt fyrir þátttöku barna sinna.
Tilkynnt var um rannsóknina til Persónuverndar.
Tekin voru hálfopin einstaklingsviðtöl við ungmennin og fóru viðtölin ýmist fram
í húsnæði sjálfboðaliðastarfsins eða á vinnustað spyrjanda. Í viðtölunum við þau var
leitað eftir reynslu þeirra af sjálfboðaliðastarfi. Áhersla var lögð á að laða fram hvernig
þau telja áhuga sinn á sjálfboðaliðastarfi hafa vaknað og hvers vegna þau sinna sjálf-
boðaliðastörfum nú, hver markmið þeirra og gildi eru og hvort þau sjá þátttöku sína
í samhengi við borgaralega þátttöku sína í framtíðinni. Viðtölin voru afrituð orðrétt.
öllum nöfnum var breytt, sem og öðru sem mögulegt er að rekja til viðmælenda.