Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 110

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 110
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011110 „mín köllUn er að hJálpa og reyna að láta gott af mér leiða“ Ég held að rosalega mörg vandamál byrji bara með … svona ójafnrétti. Hjálpsemi og samkennd. Hjálpsemi kemur fram sem rauður þráður eða þema þegar ungmennin ræða sjálfboðaliðastörf sín. Þá fléttast samkennd þeirra iðulega við frá- sögnina. Við sjáum dæmi um það hjá Ara þegar hann ræðir upplifun sína á aðstæðum íbúa Palestínu: [Þau eru] bara föst í þessum lélegu lífsgæðum … Þar eru kannski sextíu börn í einum bekk … þannig að menntunin … skilar sér ekkert … Fyrir utan hvað þetta [sjálfboðaliðastarfið] er gefandi fyrir mann sjálfan þá náttúru- lega er maður að hjálpa öðrum. Það þurfa allir á hjálp að halda og það þarf einhver að sinna því starfi … Þetta er bara skylda okkar og hver hefur sína köllun og mín köllun er að hjálpa og reyna að láta gott af mér leiða. Eins og sjá má kemur Ari hér inn á siðferðilegan þátt sjálfboðaliðastarfs í samfélaginu. Hjálpsemi og samkennd kemur á svipaðan hátt fram hjá hinum ungmennunum þótt í öðru samhengi sé. Tinna og Skúli ræða til dæmis um mikilvægi þess að rétta „fátækum börnum“ hjálparhönd. Skúli nefnir jafnframt aðstoð til handa samnemend- um sínum og hvernig hann vill nýta reynslu sína af því að hafa verið lagður í einelti: Ég get notað þessa reynslu mína til að hjálpa öðrum … Ef einhver lendir í einelti þá veit maður hvað hann er að ganga í gegnum og maður getur betur sett sig í hans spor. Tinna ræðir jafnframt um lífsgildi sín og segir: Frá því ég byrjaði í æskó, þá var það eitthvað svona ‚ég vil engin stríð‘ og svona, en núna [er það] bara að safna fyrir þá sem eiga bágt. Þeim líður illa … Það að hjálpa öðrum finnst mér mikilvægt. Samkennd Gunnars og hjálpsemi kemur m.a. fram í sjálfboðaliðastarfi hans sem stuðningsaðili drengs með þroskahömlun. Honum finnst brýnt að drengurinn fái tækifæri til að umgangast fleiri en fjölskyldu sína „til að hann eigi einhvern svona meiri vin … hann er rosalega afskiptur“. Og í tengslum við starfið hjá Rauða kross- inum segir hann: „Það er náttúrulega alltaf góð tilfinning að geta hjálpa öðrum … Ég vil allavega frekar gefa af mér heldur en að vera byrði á samfélaginu.“ Þá birtist sam- kennd Helgu einna skýrast þegar hún ræðir aðstoð við minnihlutahópa sem henni er sérstaklega umhugað um að njóti sömu réttinda og aðrir. Ábyrgðarkennd. Ábyrgðarkennd ungmennanna er áberandi. Flest þeirra (Ari, Gunnar, Helga, Tinna) nefna þá ábyrgð að vera virk og láta til sín taka. Ábyrgðarkennd þeirra kemur einnig fram í orðum þeirra um að vera góðar fyrirmyndir og sýna gott fordæmi enda starfa mörg þeirra með sér yngri börnum og ungmennum. Ari ræðir nauðsyn þess að hann sem „leiðbeinandi“ sé „fyrirmynd krakkanna“. Gunnar tekur í sama streng og ræðir jafnframt mikilvægi þess að vera í „góðu samstarfi við foreldra“ þeirra og halda þeim „upplýstum“ um starfið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.