Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 150

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 150
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011150 Vil J inn í Verki – bókin öll hafði takmörkuð tækifæri til menntunar og var jafnvel þvingað til að gangast undir ófrjósemisaðgerðir. Þessi fyrsti hluti bókarinnar kom mér skemmtilega á óvart og þótti mér gagnlegt að lesa um sögu styrktarfélagsins og málaflokksins í samhengi við örar samfélagsbreytingar og pólitískt andrúmsloft. Annar hluti bókarinnar, Félag verður til 1958–1970, fjallar um fyrstu ár félagsins, stofnun þess og uppbyggingu. Eins og fram hefur komið var félagið stofnað af foreldr- um barna með þroskahömlun og áhugafólki um málaflokkinn. Eitt af mikilvægustu verkefnum styrktarfélagsins var að vinna markvisst að breyttum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun. Höfundur bókarinnar fjallar ítarlega um þá fordóma og þau neikvæðu viðhorf sem félagið þurfti að berjast gegn og þau fjölbreyttu fræðsluverk- efni sem félagsmenn tóku sér fyrir hendur, eins og útgáfu bóka og Tímarits Styrktar- félags vangefinna. Félög starfa því miður sjaldnast á viljanum eintómum og var því fyrstu árin lögð mikil áhersla á fjáröflun til að tryggja áframhaldandi starfsemi félags- ins. Á því ári sem þessi ritdómur er skrifaður fagnar dagvistunin Lyngás fjörutíu ára starfsafmæli sínu og er elsta þjónustustofnun styrktarfélagsins. Í upphafi var aðsókn- in að dagheimilinu dræm því eins og áður hefur komið fram var algengt að börn og ungmenni væru vistuð á altækum stofnunum, en með ári hverju fjölgaði skjólstæðing- unum og starfsemin efldist. Í dag sækja fötluð börn og ungmenni, sem ekki geta nýtt sér almenn úrræði, þjónustu og þjálfun til Lyngáss. Hugmyndin að dagvistun eða dagheimili fyrir fötluð börn í stað vistunar á sólarhringsstofnunum þótti róttæk og markar bæði tímamót í sögu styrktarfélagsins og málaflokksins. Árangursríkt starf – umbreytingar 1971–1980 nefnist þriðji hluti bókarinnar og þar bendir Hilma á aukna umræðu og áhuga á málefnum fatlaðs fólks á áttunda áratugnum. Hilma hefur skoðað ítarlega blaðaumfjöllunina í aðdraganda samþykktar Alþingis á lögum um aðstoð við þroskahefta árið 1979 og dregur fram þátttöku styrktarfélagsins í þeim breytingum sem urðu á málaflokknum á þessum árum. Greint er frá stofnun Bjarkaráss og Lækjaráss og þróun starfsins á Lyngási. Þó að stofnun dagheimila og þau mikilvægu skref sem styrktarfélagið tók í átt til búsetubreytinga með tilkomu sambýla séu allrar athygli verð viðurkenni ég að mér þótti skemmtilegast að lesa um fjögurra mánaða námskeið í almennri háttprýði sem „ein aðalstjarnan í íslenska dans- heiminum, Unnur Arngrímsdóttir“ hélt á Bjarkarási árið 1976 (bls. 155) því það lýsir svo vel tíðarandanum og líklegt er að sams konar námskeið hafi verið í boði á þessum tíma fyrir ófatlað fólk. Og vænst þótti mér um að sjá skemmtilega mynd af æskuvini mínum, Ólafi Björgvinssyni, við húsið Læk sem var tímabundið notað sem dagvistun fyrir ungt fólk með þroskahömlun eða fram undir lok níunda áratugarins. Þriðji hluti bókarinnar er mjög viðamikill og tekur til fjölbreyttra þátta málaflokksins, svo sem dagvistunar, búsetu og hagsmunabaráttu. Fjórði hluti bókarinnar nefnist Fagvæðing – ríkisvæðing 1981–1997, en þegar hér er komið sögu hefur málaflokkurinn, eins og Hilma segir, verið „ríkisvæddur“ og þar með þungu fargi létt af fólki með þroskahömlun, foreldrum þess og fjölskyldum. Velferðarkerfið átti að tryggja réttindi fatlaðs fólks til samfélagsþátttöku til jafns við ófatlað fólk og er til að mynda réttindagæsla nú stór þáttur í starfi þroskaþjálfa. Samt sem áður þarf fólk með þroskahömlun sjálft og þeirra nánustu áfram að standa vörð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.