Neytendablaðið - 01.12.1983, Page 31

Neytendablaðið - 01.12.1983, Page 31
verslunum, láta taka vörurnar til baka eða heimta að þær yrðu sóttar og neita að greiða fyrir gallaðar vörur, en þær voru margar á þessum árum. Kvörtunarþjónustan hér- lendis var í höndum Neytenda- samtakanna og var hún mjög góð, lögfræðingur samtakanna hringdi í seljanda og þar með náði hann strax árangri á með- an neytandinn beið. Hugarástand kaupenda og seljenda hér í Reykjavík var öðruvísi en í New York og mér raunar óskiljanlegt. í „góðum og fínum“ verslunum var verð aldrei á vörum í gluggunum. Þegar ég spurði vinkonu mína sem vann í metravöruverslun fékk ég furðulegt svar: „Séu vörur verðmerktar mun væntanlegur kaupandi athuga verð í glugg- um annarra verslana, en nú verður hann að koma inn, spyrja um verð og þá fer hann síður út án þess að versla jafn- vel þótt honum þyki varan dýr“ Það var skömm að hugsa um verð, en sem betur fer hefur nú verið sett reglugerð sem skyldar verslanir til að verð- merkja í búðargluggum. Annað fann ég síðar. Fólkið skammaðist sín þegar það trúði röngum upplýsingum. Á árunum 1974/1975 fengu Neyt- endasamtökin upplýsingar um að ýmsir höfðu keypt upp- þvottavélar í þeirri trú að hægt væri að tengja þessar vélar við venjulega 10A ístungu. Nokkrir kaupendur létu frem- ur leggja nýjan rafstreng oft með mikilli fyrirhöfn, fremur en að skila vélinni til baka. NS gripu inn í og heimtuðu réttar Frá áramótum ganga í gildi nýjar reglur um verðupplýsingar á brauðum. Pá þarf auk nettóþyngdar og einingarverðs, að geta um verð pr. kg. upplýsingar, skriflegar eða prentaðar og hótuðu að fara í mál. Ég held að slíkt sé að mestu úr sögunni nú, auk þess sem nú er almennt gert ráð fyrir rafmagnsstreng sem getur tekið 16A auk rafstrengs fyrir eldavél. Annað mál, sem kom til kasta Neytendasamtakanna var matareitrun. Á árunum 1972 til 1977 var reglulega keypt matvara til gerlarann- sóknar og margar kjötvörur eða tilbúin salöt dæmd gölluð eða ósöluhæf af Matvælaeftir- litinu. í einu tilviki fannst hrá medisterpylsa sem úrskurðuð var eitruð af rannsóknaraðila. í nokkur ár voru fulltrúar Neytendasamtakanna í ráð- gjafanefnd Viðskiptaráðuneyt- isins t.d. þegar ákveðið var að pökkunar- og söludagur ætti að vera greinilega merktur á unnum kjötvörum. Einnig fjallaði nefndin um löggjöf um samkeppnishömlur o.fl.. Því miður var þessi nefnd lögð niður fyrir nokkrum árum. Fulltrúar Neytendasamtak- anna hafa einnig starfað í stöðlunarnefnd Iðnþróunar- stofnunar. Staðallinn ST 80/ 1978 um meðferðarmerkingu á fatnaði var þá ákveðinn. Hver eru verkefnin framundan? Nú eru 30 ár liðin frá stofn- un Neytendasamtakanna og þá vaknar sú spurning hver séu helstu verkefni samtakanna. Hér á eftir má sjá nokkrar til- lögur undirritaðs. a) Betri samvinna við Norður- lönd. Nota má miklu betur allar upplýsingar sem hægt er að fá á þessum vettvangi með birtingu í Neytenda- blaðinu eða dagblöðum. b) Samvinna við Iðnþróunar- stofnun til þess að fá sam- þykkt lög á Alþingi um að staðallinn ST 80 (um með- ferðarmerkingu á fatnaði) verði lögfestur. c) Endurreisa matvælarann- sóknir, enda merki um að matareitrun sé að verða al- gengari að því er sagt er. d) Fá stjórnarmenn eða aðra félagsmenn til að ganga um bæinn og athuga hvort verðmerkingar séu á öllum vörum og matseðill með verði í veitingahúsum. e) Draga athygli neytenda (t.d. í Neytendablaðinu) að byggingareglugerð sem gekk í gildi 16. maí 1979. Til að forða slysum er í grein 6.3.4. gert ráð fyrir að ör- yggiskeðjur séu á gluggum. í gr. 6.1.1. er gert ráð fyrir að læsanlegir skápar séu í hverri íbúð, svo læsa megi inni sterk efni og meðöl. f) Gera athugun og taka á móti ábendingum um skort á öryggi neytendavarnings. Tilkynna Hollustuvernd ríkisins um slíkan varning. Birta allar upplýsingar frá Hollustuvernd um hættu- legar vörur og athuga hvort slíkar vörur séu til sölu hérlendis. g) Aðstoða skólarannsókna- deildina o.fl. við skipulag neytendafræðslu á öllum stigum menntakerfis frá grunnskólum og upp í háskólastig. Neytendafræð- sla er kennd í Húsmæðra- skólum. Fróðlegt væri að fá grein í Neytendablaðið eftir Margréti Sigbjörns- dóttur kennara um þetta efni. h) Fá tíma bæði hjá sjónvarpi og útvarpi fyrir neytenda- mál og reyna að sýna myndir um þetta efni frá ýmsum löndum t.d. Frakk- landi, Norðurlöndum og ís- rael. i) Styrkja stöðu aldraðra og fatlaðra með því að lækka félagsgjöld þeirra (t.d. í 100 kr. og gefa þeim tæki- færi á að kvarta ef nauðsyn- legt er (250 kr. eru sama og 4ra daga matarkostnaður). Eiríka A. Friðriksdóttir 29

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.