Neytendablaðið - 01.12.1983, Side 35

Neytendablaðið - 01.12.1983, Side 35
sem verkin unnu alls ekki telja sér skilt að leggja neina vand- virkni í það sem var verið að gera. Verkinu var hroðað áfram, ekki þó til þess að stytta vinnutímann að því að vitist, heldur miklu fremur vegna þess að vinnumennirnir gætu tekið sér langa kaffi og matar- tíma, þeir hurfu þá jafnan burt af staðnum og komu aftur að löngum tíma liðnum, of saddir til að geta unnið almennilega. Þrátt fyrir þetta voguðu sumir meistaranna að leggja fram sérstaka reikninga vegna mat- artíma undirmanna sinna. Einstaka meistari fór alla leið. Bauð afslátt af vinnu sinni gegn því að verkið væri ekki gefið upp til skatts. Einn þeirra gerði þeim meira að segja ljóst að ef að þessu tilboði yrði ekki gengið tæki hann verkið ekki að sér. Glottandi sagði hann að þau gætu svo sem reynt að fá einhvern annan til þess. Þau samþykktu kjör hans eftir að hafa árangurslaust reynt að fá aðra í verkið. Reiknuðu líka út að það skipti þau svo sem engu máli, nógur væri víst frádrátt- urinn á skattaskýrslunni. Ég sagði í upphafi að þið þekktuð sögu þessa fólks. Það gerðu allir. Það er vegna þess að svo virðist sem nærri því hver einasti maður sem byggir sér hús lendir í að minnsta kosti einhverri af þessum raunum. Drætti, svikum, hroð- virknislegum vinnubrögðum, svimandi háum reikni'ngum og tilboðum um skattsvik. Alþýða manna hefur uppnefnt þá sem við byggingar starfa og kallað þá uppmælingaraðal. Titill sem þeir eru ekki hrifnir af. En eiga því miður svo margir skilið. Auðvitað eru til menn sem standa sig eins og menn. En þeir hverfa í fjölda hinna sem koma óorði á stéttina. Fólk sem lendir á til dæmis iðnaðar- mönnum sem vinna verk sín vel, fyrir sanngjarna upphæð og á sæmilega stuttum tíma trúir vart heppni sinni. Hróður slíkra manna fer víða, menn tala samt um þetta í hálfum hljóðum því þeir trúa vart heppni sinni. Og þeir sem á frásagnirnar hlýða trúa því ekki heldur. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna heyrir það til undantekninga að menn vinni þau verk sem þeim eru falin skjótt og örugglega fyrir sæmilega sanngjarna þóknun? Við því og fleiru ætlum við að leita svara sem fara hér á eftir. Við ætlum líka að reyna að komast að því hvort einhver vörn er í málinu. Geta þeir sem sviknir eru í viðskiptum leitað eitthvert? Og ef svo er hver er þá von um úrbætur. Áður en lagt er af stað í þessa leit að svörum er best að játa mikla svartsýni um árang- ur. Hér á eftir kemur í ljós hvort hún átti við rök að styðjast. Enginn getur hjálpað nema lögfræðingar segir starfsmaður Neytenda- samtakanna. „Það getur því miður enginn gert neitt fyrir þetta fólk nema það sjálft og lögfræðingar", sagði Guðsteinn V. Guð- mundsson starfsmaður Neyt- endasamtakanna. Hann hafði verið spurður að því hvort samtökin gætu eitthvað gert fyrir fólk sem telur sig hafa verið svikið af fagmönnum í byggingum húsa. „Það eru fagmenn sem vinna þessi verk og til þess að meta þeirra vinnu, hvort hún er nægilega vel unnin og fyrir sanngjarnt fé, verður að fá aðra fagmenn. Þeim getur síðan greint á um það hvað eru eðlileg vinnubrögð. Oft getur það verið mjög teygjanlegt hvað telst eðlilegur vinnutími og eðlilega unnið verk. Dómur getur kvatt til menn til að meta slíkt en slíkt tekur tíma og er dýrt.“ sagði Guðsteinn. Landssam- band Iðnaðar- manna getur lítið gert. Segir Þorleifur Jónsson fram- kvæmdarstjóri. „Sambandið sem slíkt getur ósköp lítið gert í svona málum“ sagði Þorleifur Jóns- son framkvæmdarstjóri Land- sambands iðnaðarmanna. í Landsambandi iðnaðar- manna eru meistarar í hinum ýmsu iðngreinum. í byggingar- iðnaði eru þeir í ýmsum félög- um sem aftur eru í Meistara- sambandi byggingariðnaðar- ins. Það samband er aftur aðili að Landsambandi iðnaðar- manna. Þorleifur var spurður að því hvort sambandið gerði eitthvað í því að bæta vinnu- brögð félagsmanna sinna, aga þá og bæta hið slæma orð sem af þeim fer. Honum fannst reyndar blaðamaður alhæfa nokkuð með þessum spurningum og benti á að ekki væru allir iðn- aðarmenn skúrkar. Ekki frem- ur en hægt væri að skella skuldinni á alla blaðamanna- stéttina fyrir eina vonda grein sem birtist í blaði. „Landsamband iðnaðar- manna er félag sem leggur mikið upp úr því að þeir sem í því eru séu góðir fagmenn. Það á hins vegar erfitt með að dæma um það hvort svo sé. Það er ekki rétta leiðin að kæra félaga fyrir sambandinu þó að það vilji gjarnan vita ef fólk er óánægt. Til þess að leita réttar síns verða menn hins vegar að fara aðrar leiðir" sagði Þorleifur. Almanna- rómur mjög ýktur segir Ingvar As- mundsson skóla- stjóri Iðnskólans „Skólinn hefur helst verið gagnrýndur fyrir það að þeir sem út úr honum koma kunni ekki skil á dagsverki. Þeir kunni ekki að láta vinnuna borga sig. Það þýðir að þeir kunni ekki að skrifa nógu háa reikninga“ sagði Ingvar Ás- mundsson skólastjóri Iðnskól- ans í Reykjavík. Hann var spurður að því 33

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.