Neytendablaðið - 01.12.1983, Page 62

Neytendablaðið - 01.12.1983, Page 62
röngum eða ófullnægjandi upplýsingum í auglýsingum eða með öðrum hætti, leið- beiningarskyldu seljenda o.fl. í sænsku lögin hafa verið tekin upp ákvæði, sem miða að þvf að stöðvuð verði sala á vörum, sem kunna að valda tjóni á mönnum eða munum (pro- duktsákerhet). Ekki eru slík ákvæði í lögum hinna þjóð- anna. Margt bendir til þess, að nauðsynlegt sé að hafa meira eftirlit með slíkum vörum en gert er. Ósanngjarnir samningsskil- málar. Svo sem áður segir hafa stöðluð samningsform mjög rutt sér til rúms í viðskiptalíf- inu á síðari tímum. Oftar en ekki eru skilmálar slíkra samn- inga sniðnir eftir hagsmunum annars aðilans. Neytendur hafa verið varnarlausir gagn- vart þessu og orðið að sæta þeim kjörum, sem seljendur ákveða þeim í hinum margvís- legu samningsformum. Þetta hefur leitt til þess, að talið hefur verið nauðsynlegt að vinna gegn notkun slíkra samningsskilmála af opinberri hálfu víða um lönd. Nokkur al- þjóðleg samvinna mun hafa verið um þetta. Sett hafa verið sérstök lög til þess að uppræta samningsskilmála, sem óhæfi- legir teljast gagnvart neytend- um, m.a. í Svíþjóð og Finn- landi (sænsk lög frá 1971 með síðari breytingum „om förbud mot otillbörliga avtalsvillkor" og 3. kafli finnsku laganna um neytendavernd, sem ber yfir- skriftina „reglering av avtals- villkor“). Neytendaumboðsmennirnir fylgjast með framkvæmd lag- anna og fylgja málum fram samkvæmt þeim. Ekki eru sér- stök lög um þetta efni í Dan- mörku, en svonefnd almenn regla í lögum um markaðs- starfsemi er talin ná til óhæfi- legra samningsskilmála og á þeim grundvelli er unnið gegn notkun þeirra. Sala í heimahúsum o.fl. Á Norðurlöndum hafa verið sett lög, sem veita kaupendum í „neytendakaupum" rétt til þess að segja sig frá kaupum innan tiltekins frests, þegar viðskiptin fara fram utan starfsstöðvar seljenda, þ.e.a.s. við sölu í heimahúsum, á vöru- sýningum, o.fl. Hér er um að ræða svonefnd „hemförsáljn- ingslag" í Svíþjóð, lög um „angrefrist ved visse avtaler om forbrukerkjöp“ í Noregi og 6. kafla finnsku laganna um neytendavernd, en þessi kafli ber yfirskriftina „hem- og post- försáljning av konsumtion- svara“. í Danmörku mun sölu- starfsemi við heimili svo og símaprang nú vera óleyfilegt með nokkrum undantekning- um. Samningalög. Ógildingará- kvæði almennra samningalaga hafa verið rýmkuð þannig, að einstökum viðskiptum, sem fara í bága við allsherjarréttar- legar reglur til verndar neyt- endum, er nú hættara við ógildingu en áður. Neytendakaup. Sökum þess, að talið var, að almenn lög um lausafjárkaup veittu neytend- um ekki nægilega vernd vegna mikilla breytinga á öllum við- skiptaháttum, var í það ráðist að setja sérstök ákvæði til þess að tryggja hagsmuni kaupenda í svokölluðum „neytendakaup- um“, sem nánar eru skilgreind í lögunum. Nokkuð misjafn- lega hefur verið staðið að laga- setningu um þetta á Norður- löndum. Sérstök lög hafa verið sett um þetta efni í Svíþjóð, en í Noregi hefur gildandi lögum um lausafjárkaup verið breytt. Fleiri leiðir hafa verið farnar í þessum efnum, en allt að einu eru þessar reglur svipaðar, enda er stefnt að sama marki. Of yfirgripsmikið yrði að gera hér grein fyrir þessum reglum í einstökum atriðum. Verður látið nægja að lýsa þeim almennt svo, að aðal- áherslan sé lögð á að tryggja kaupendum í „neytendakaup- um“ viss lágmarksréttindi með ófrávíkjanlegum reglum, en eins og kunnugt er þá eru ákvæði laga um lausafjárkaup frávíkjanleg eða með öðrum orðum þau gilda aðeins sé ekki sérstaklega um annað samið. Þessar nýju reglur hafa skipt miklu máli fyrir réttarstöðu neytenda í einstökum við- skiptum þeirra. Afborgunarkaup o.fl. Lög um afborgunarkaup voru fyrst sett á Norðurlöndum í byrjun þessarar aldar. Lögin voru síð- ar endurskoðuð og endurbætt. Þessi málefni hafa á síðustu árum enn verið í endurskoðun og ný lög sett. Þau lög taka ekki aðeins til afborgunar- kaupa eins og áður heldur einnig kaupa, sem fjármögnuð eru með lánsfé frá 3ja aðila fyrir tilstuðlan eða milligöngu seljenda eða samkvæmt samn- ingi milli kaupanda og lánveit- anda um lánsheimild að Neytenciur hafa misst fótfestu og tapað allri yfirsýn í stórauknu vöruframboði, lækninýjungum og auglýsing- arskrumi.

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.