Neytendablaðið - 01.12.1983, Side 74

Neytendablaðið - 01.12.1983, Side 74
Neylendafélag Borgarfjarðar hcfur í samvinnu við verkalýðsfélögin á staðnum, haldið fjölmörg námskeið um ýmsa þœtti neytendamála. Hér að ofan er má sjá hluta þátttakenda á einu þeirra. Kvörtunarþjónusta hefur verið í gangi allt frá stofnun deildarinnar, en verið tiltölu- lega lítið notuð. Aðalstarfs- þátturinn er fræðslustarfið, - neytendafræðslan. I samvinnu við MFA og stéttarfélög í hér- aðinu, hefur félagið staðið að þremur námskeiðum um neyt- endamál. Þau eru: „Nám- skeið um neytendavernd,“ „Námskeið um húsnæðismál“ og Námskeið um opinbera þjónustu.“ Þá héldu Neyt- endasamtökin ráðstefnu í Borgarnesi undir heitinu „Vísitala og verðlag,“ og á aðalfundum félagsins hafa alltaf verið flutt crindi um ein- hvern þátt neytendamála. Hreppsnefndirnar á félags- svæðinu hafa flestar styrkt starf félagsins með fjár- styrkjum. Það hefur gert félag- inu kleyft að standa að nám- skeiðunum. Neytendafélag Borgarfjarð- ar hefur á ýmsan hátt verið lánsamt í starfi. Fyrst má til nefna fyrsta formanninn. Jóhanncs. Hann var - og er - fullur áhuga á neytendamál- um, og átti stærstan þátt í því, hversu vel tókst til með deild- arstofnunina. Jóhannes var formaður deildarinnar þar til 1980. Þá flutti hann til Reykja- víkur, og hóf störf hjá Verð- lagsstofnun. Síðan er það skilningur fólksins á starfinu, - og alveg sérstaklega hreppsnefndanna, - og fjárstyrkir sveitarfélag- anna. Og síöast - en ekki síst - er það samstarfið við Verka- lýðsfélag Borgarness. Frum- kvæðið kom frá Verkalýðs- félagi Borgarness, formanni þess Jóni A. Eggertss. Og hann hefur unnið manna mest að málinu. Neytendafélag Borgarfjarð- ar og Verkalýðsfélag Borgar- ness hafa unnið saman að neyt- endamálum um 2ja ára skeið. Og á 30 ára afmælisdcgi Neyt- endasamtakanna, - 23. mars 1983 - gerðu félögin samstarfs- samning um neytendamál. Samingurinn er merkur áfangi í neytendastarfi á íslandi, því þetta er fyrsti samstarfssamn- ingurinn, sem gerður er á milli launþegafélags og neytenda- félags. Vonandi er þessi samn- ingur, aðeins byrjunin á form- legu samstarfi neytendafélaga og launþegafélaga. Þessi félög eru á vissan hátt tvær greinar á sama meiði, og þurfa því að vinna að mörgum málum í sameiningu. Neytendafélag Borgarfjarð- ar er með skrifstofu í Snorra- búð, húsi stéttarfélaganna í Borarnesi. Félagar eru nú um 300. Aðalstjórn skipa: Bjarni K. Skarphéðinsson, form., Ágúst Guðmundsson, vara- form., Jón Finnsson, ritari, Ragnheiður Jóhannsdóttir, gjaldkeri og Sigríður Finn- bogadóttir, meðstjórnandi. Neytendafélag Borgarfjarð- ar lítur björtum augum til starfsins framundan. Megin- áherslan verður - hér eftir sem hingað til - lögð á fræðslustarf- ið. Reynt verður að byrgja brunninn áður en barnið er dottið í hann. Góð þekking hins almenna neytanda á vörum og rétti sínum og skyldum í viðskipum hjálpar honum til þess að gera betri kaup en ella, - og minnkar hættuna á deilumálum. Gagnrýnir neytendur efla sanngirni í viðskiptum. Bjarni K. Skarphéðinsson Stjórn Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis. Talið f. v.: Hákon Jóhannesson, Friðrik Baldursson, Lára V. Júlíusdóttir, María Magnúsdóttir, Bergþóra Gísladóttir, Jóhannes Gunnarsson, Sigrún Agústsdóttir, Kristín Guðbjörnsdóttir, Erna Hauksdóttir og Anna Kristbjörnsdóttir. Á myndina vantar Dröfn Guðmunds- dóttir, Sigurð Sigurðsson og Gunnþórunn Jónsdóttir. 72

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.