Neytendablaðið - 01.12.1983, Side 75

Neytendablaðið - 01.12.1983, Side 75
Stjórn Neytendafélags ísafjarðar og nágrennis. Talið f.v.: Jón Jóhannesson, Sigríður Ragnarsdóttir, Hrafn- hildur Jóakimsdóttir og Ragnheiður Gunanrsdóttir. Á myndina vantar Rebekku Magnúsdóttir. Kælivaran fryst, á meðan þiðnar frystivaran í kælinum Neytendamál hafa alltaf átt erfitt uppdráttar á Islandi, og neytendasamtök verið fámenn og kraftlítil lengst af. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að farið er að taka tillit til hagsmuna neytenda við lagasetningar. Við íslendingar erum í þessum efnum ansi miklir eftirbátar annarra þjóða báðum megin Atlantshafsins. Samtök neytenda á íslandi eru orðin 30 ára, en hafa aldrei orðið þau fjöldasamtök, sem þau þyrftu að vera til að veru- legur árangur næðist með starfi þeirra. Að undanförnu hefur neyt- endafélögum fjölgað og starfa þau nú víða uin land. Neyt- cndafélag Isafjarðar og ná- grennis telur nú 120 félags- menn, sem flestir eru búsettir á ísafirði en einnig eru fáeinir úr nágrannabyggðarlögum. Félagið hefur starfað í hálft annað ár og félagatalan fjór- faldast frá stofnfundi. Starfsemi félagsins hefur aðallega verið með tvennu móti. Einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina situr einn félagi úr stjórninni til viðtals á Bæjar- og héraðsbókasasafn- inu, tekur við kvörtunum og veitir upplýsingar, og gefið er út smáritið Barningur á þriggja mánaða fresti að meðaltali. Birtist þar bæði aðsent cfni og ýmislegt það, sem stjórn félagsins hefur unnið. Því mið- ur er það svo að oftar eru það aðfinnslur en hól, sem birtist í því blaði. Ástandið í ýmsum þáttum verslunarmála er nánast fyrir neðan allar hellur hér víðast hvar um Vestfirði og þokast lítið í rétta átt, gott ef ekki versnar hvað varðar matvöru- verslunina. Vöruskortur er mikill, algengustu matvörur fást með höppum og glöppum, síðastliðinn vetur fékkst mjólk stundum, var oft skömmtuð og þá fá að sjálfsögðu þeir, sem síðastir koma ekki neitt. Rjómalaust var fyrir fleiri en eina stórhátíð, einn daginn vantar lauk annan daginn kart- öflur og svona mætti lengi telja. Verðlag á matvöru er mjög hátt, verðtilboð sjaldgæf, og árstíðabundnar verðlækkanir, sem verða á vörum, t.d. tómötum og gúrkum, skila sér mjög illa hingað vestur. Af- leiðingin af hinu háa verði er sú að Vestfirðingar kaupa í sí- auknum mæli matvæli, þegar þeir bregða sér til Reykjavík- ur, panta að sunnan og biðja vini og ættingja að kaupa og senda sér. Það er hins vegar umhugsunarvert að á meðan máttinn dregur út matvöru- versluninni hefur tala hús- gagnaverslana fjórfaldast, hljómflutningstæki fást á hverju horni og það er jafnvel hægt að fara út í búð og kaupa sér bíl. Matvöruskorturinn leiðir það af sér, að minna er hugsað um meðferð vörunnar en skyldi. Kælivaran er fryst með- an frystivaran þiðnar í kæl- inum. Varan er boðin til sölu eftir síðasta söludag, viðkvæm vara eins og jógúrt seld á niðursettu verði komin 10 daga framyfir. Þetta virðingarleysi við neytandann á sennilega stærri þátt í því hvað erfiðlega gengur að fá fólk til að setjast að hér um slóðir, en menn hafa viljað viðurkenna hingað til. Við í neytendafélaginu trú- um því ekki að ástandið þurfi að vera svona. Við viljum berj- ast fyrir bættum hag neytenda og. þó að matvöruverslunin sé það, sem við teljum brýnast að bætt sé úr má telja upp ýmis- legt fleira. Útvarp heyrist og sést oft illa eða alls ekki dögum saman, orkuverð er með því hæsta á landinu, en þrátt fyrir það er spennan oft lág og skað- ar það heimilistæki. Að framantöldu má sjá að ekki vantar verkefnin og nauð- syn er að byggja upp sterkt neytendafélag á Vestfjörðum, sem gæti, ef til vill í samvinnu við önnur félög, unnið að bætt- um kjörum félagsmanna sinna. 73

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.