Neytendablaðið - 01.12.1983, Page 78

Neytendablaðið - 01.12.1983, Page 78
Neytendablaðið 30 ára „HEKLU“ veitt viðurkenning Um leið og Sveinn Ásgeirs- son afhenti viðurkenningar- skjalið, sagði hann m. a.: Neytendasamtakanna íyrir verömerkingar NEYTENDASAMTÖKIN hafa veitt Véla- og raftækja- verzluninni Heklu viðurkenningu fyrir verðmerkingar. Hef- ur Hekla merkt allar vörur, sem hún hefur á boðstólum. Sveinn Ásgeirsson, formaður neytendasamtakanna, afhenti Sigfúsi Bjarnasyni, forstjóra verzlunarinnar, skrautritað viðurkenningarskjal 26. marz s.l. Viðurkenning fyrir rétta afgreiðsluhætti. „Neytendasamtökin til- kynntu í des. s.l., að þau myndu veita þeim verzlunum viðurkenningu, sem sköruðu fram úr um verðmerkingar, notkun afgreiðslunúmera og annað, sem mætti stuðla að bættum afgreiðsluháttum. — Markmið neytendasamtak- anna er að gæta hagsmuna neytenda almennt, og það á að sjálfsögðu jafnt við um vörur sem þjónustu. Við álít- um, að neytandinn eigi kröfu á að fá eins sannar upplýs- ingar og unnt er um þær vör- ur, sem á boðstólum eru, að öryggi í viðskiptum sé aukið á þann hátt og annan, og að nægar og hentugar neyzlu- vörur séu jafnan á markaði.“ Hekla fær viður- kenningu. ,,Við höfum ákveðið að veita Véla- og raftækjaverzl- uninni Heklu, Austurstræti 14, viðurkenningu fyrir verð- merkingar. Hún hefur frá upphafi merkt allar vörur, sem hún hefur haft á boð- stólum, og það auk þess mjög smekklega. Við hefðum gjarn- an viljað veita fleiri verzlun- um slíka viðurkenningu, en því miður verður það að bíða, vegna skorts á verðmerking- um í bænum. Ég vil nú fyrir hönd Neytendasamtaka Reykjavíkur afhenda Sigfúsi Bjarnasyni forstjóra þetta skrautritaða skjal, sem lista- maðurinn Sigfús Halldórsson hefur gert, og vona að það verði öðrum hvatning og megi þannig stuðla að bættum af- greiðsluháttum." (í.tbl. 1954) Nær allir kaffipakkar dagsettir fyrir tilmæli Neytendasamtakanna Svo sem kunnugt er, skipaði stjórn NSR matvælanefnd fyrir nokkru, og hefur hún þegar fengið miklu áorkað. Fyrsta verk- efni hennar var að athuga mögu- leikana á dagsetningu ýmissa vara, sem seldar eru í umhúðum, og miklu ski[)tir fyrir kaupand- ann, að séu sem nýjastar. Tók hún fyrst fyrir kafji og átti viðræð- ur við framleiðendur þess hér- Iendis. Áran2urinn var skjótur og góður. Kaffiframleiðendur tóku málaleitun nefndarinnar vel, og ákváðu nær allir að taka upp þann hátt að stimpla á kaffi- pakka, hvenær kaffið sé brennt brennt og malað, frá næstu ára- mótum. Kunna Neytendasamtök- in kaffiframleiðendum sinar beztu þakkir fyrir undirtektirnar. (2. tbl. 1953) 76

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.