Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 4
82 NÝJAR KVÖLDKUVÖR. stæðing og vinavana; annars mun mjer eigi takast að vinna bug á [irályndi hennar. Við skulum sjá, hvort hún heldur áfram að neita mjer, þegar hún getur eigi með neinu móti sjeð fyrir sjer eða móður sinni.« f vinnustofu Schneiders háskólakennara voru allir starfsmennirnir saman komnir á mánudag- inn og unnu af kappi. Karl var að taka mót af mynd eftir háskóla- kennarann. Hinir starfsmennirnir rendu til hans öfundaraugum vegna þess, að honum voru ætíð fengin þau störf, sem háskólakennarinn trúði eigi öðrum fyrir. Öfund þeirra var ef til vill enn meiri af því, að hann verðskuldaði fyllilega traust það, sem til hans var borið, því að enginn rækti starf sitt með meiri ná- kvæmni og kostgæfni. »Jeg hefði gaman af að vita,« sagði einn þeirra, »hvernig hágkólakennaranum yrði við, ef að Gústavspn skemdi myndina. F’á myndi dálætið verða á förum.« »Og það rjettilega,« svaraði Karl stillilega. »Rað er eigi eins auðvelt að gera myrtd eins og að taka mót af henni, og mjer er óhætt að segja, að sá yrði óvinur minn, sem skemdi mynd fyrir mjer.« »Heyr á endemi! En það drembilæti,* mælti annar starfsmaður. »Það er rjett eins og Gústavson hefði gért slíka mynd.« »Vissulega hefir hann gert það. Hefirðu gleymt skrautinu og heiðurspeningnum? Hann verður myndhöggvari síðar; máske eigi eins m.kill listamaður og gamli maðurinn, svo mik- illi háfleygi er Gústavson eigi gæddur.« »Hver veit,« mælti Gústavson brosandi, »nema að jeg fari síðar að höggva úr marm- ara.« »Höggva úr steini vildirðu sagt hafa. Stein- höggvari geturðu orðið, en eigi myndhöggv- ari. Gamli maðurinn er of hygginn til þess að gera örn úr spörfugli.* »Ef háskólakennarinn hjeldi, að örn gæti úr mjer orðið, þá Ijeti hann svo verða,« mælti Karl og hjelt áfram vinnu sinni og svaraði eigi hæðiyrðum fjelaga sinna. í myndastofunni, sem lá að vinnustofunni, var enn enginn lærisveinanna, en háskólakenn- arinn var kominn þangað öllum að óvörum. Hann heyrði sumt af samræðunni, en ljet ejgi á sjer bær-a. Hann reyndi jafnan að kynna sjer skaplyudi hjúa sinna og starfsmanna. F*á er starfsmennirnir höfðu breytt um um- talsefni, ^gerði hann háreysti nokkra, svo að þeir hjeldu, að hann væri nú að koma inn í myndastofuna, og síðan tók hann til starfa. — F*á varð óðar þögn í vinnustofunni. Allir vöruðust óþarfa mælgi. Allir vissu, að há- skólakennaranum var hún hvumleið og þeir vildu eigi mis5a hylli hans. — Klukkan 10 komu lærisveinarnir. F’á er þeir voru teknir til starfa, kallaði háskólakennarinn á Karl. »Er mótið tilbúið?* spurði hann. »Jeg er rjett búinn með það,« svaraði Karl. »Pá verðurðu undir eins að byrja á teikn- ingunum.* Karl ætlaði að fara og hafa svuntuskifti og koma svo aftur í myndastofuna og byrja að teikna. »Pað er rjett,« hjelt háskólakennarinn áfram. »Hjema er frummynd, sem jeg vil að þú dragir fyrst.« Háskólakennarinn gekk að stóru borði, sem stóð á miðju gólfi. Hann benti Iærisveinun- um að koma til sín og mælti um leið og hann benti á pappírsbiað á borðinu: »F*etta er fögur hugmynd; finst ykkur það eigi? Húu myndi verða prýðisfögur væri hún höggvin í marmara. Biðjandi barn. Jeg hefi Iengi hugsað um það, en í gær dalt mjer i hug, að gera frummynd að því. Jeg ætla að móta hana og höggva síðan í marmara.« Lærisveinarnir tveir dásörr.uðu frummýndlna. Síðan rjetti háskólakennarinn myndina að Karli og sagði; '»Hvað segir Gústavson um frummynd þessa? Sýnið, að þjer dragið hana með vanalegum dugnaði.«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.