Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 9
NYJAR KVOLDVÖKUR. 87 »Pað var bróðir minn,« svaraði Kari. »Jeg var þá við nám hjá honum.« »Pað eruð þá víst þjer, sem segið dóttur frú Ahrnell til í dráttlist?« Karl stokkroðnaði, en svaraði spurningunni. »Mig hefir furðað á þvf, hvernig að unga stúlkan getur sjeð fyrir þeim mæðgum,« mælti Strömberg. sRað er óskiljanlegt, þar eð móð- irin er veik og getur eigi unnið. Jeg hefi að vísu hjálpað þeim stundum, en vegna dóttur- innar, sem er mjög fríð sýnum, hefi jeg eigi viljað heimsækja þær. Rað gat auðveldlega orðið til þess, að rýra álit hinnar fátæku meyjar.« »Hvað ungfrú Ahrnell snertir,« sagði Karl, sem fanst orð Strömbergs særa sig, »þá held jeg, að enginn geti fundið henni neitt til lasts. Allir kunuugir henni vita, hve vinnugefin hún er og hve prúð og óaðfinnanleg hegðan henti- ar er í alla staði.« »Qetur vel verið, en eitthvað hlýtur hún að hafa fyrjr stafni til þess að framfleyta sjer.« »Svo er því einnig varið. Síðan saumarnir minkuðu starfar hún að afritun og hefir ofan af fyrir sjer með því. Sá, sem nennir að vinna og er þolgóður, skortir sjaldan daglegt brauð,« mælti Karl. Háskólakennarinn hafði með hinu hvassa augnaráði sínu athugað bæði Strömberg og Karl og getið sjer til margs, sem furðu mikill sannleikur var í. Komumenn hjeldu nú burt úr myndastof- unni, og þeir voru eigi fyr komnir út úr dyr- unum en Karl hætti vinnu sinni og þaut upp á herbergi sitt. Rá er Strömberg og háskólakennarinn voru aftur komnir í herbergi hins síðarnefnda, mælti Strömberg: »Hefir Gústavson hinn ungi verið iengi hjá háskólakennaranum?« »í níu ár.« »Mikils má af honum vænta —« »Mjög tnikils.* Háskólakennarinn hafði ákveðið, að svaia að eins stuttlega, en láta Strömberg tala. Rá er tveim kænum lendir saman, reyna þeir að sjálfsögðu að beita hvorn annan sem me^- um brögðum. Svo fór einnig hjer. Sá grun- ur hafði kviknað hjá háskólakennaranum, að Karl væri tilefni komu Strömbergs, og nú vildi hann, að Strömberg staðfesti þennan grun með spurningum sínum. »Rað væri mjög illa farið,« mælti Strömberg, »ef hanii yrði of snemtna ástfanginn f éinhverri ungri stúlku. Slík kynni, einkunt ef mikil gjöld eru þeim samfara, hindra venjulega þroska listamannsins.« »Satt er það, en hjer er eigi um slíkt að ræða.« »Afsakið, en jeg álít hið gagnstæða. Gúst- avson er að líkindum mjög ástfanginn í ung- frú Ahrnell. Pað verður lionum dýrt. Hann er sem sje neyddur til að styrkja þær mæðg- ur með fjárframlögum.« »Eruð þjer viss uth þetta?« spurði háskóla- kennarinn. . »Já, og jeg kenni sárt í brjósti um hinn unga listamann. Hann hefir utinið þeim báð- um tjón með þessum kynnttm. Fyrst að hann hefir styrkt hana hefir hún mist vinntt þá, sem hún hafðí áður og einnig hið góða álit sitt.« Strömberg sá það á háskólakennaranum, að honum þótti nú nóg komið, en samt hnýtti hann við nokkrum siðferðislegum athugasemd- um, og kvað það skoðun sína, að það væri skylda hinna eldri, að benda æskulýðnum á glöp þau, sem hann gerði. Að svo mæltu fór hann. Háskólakennarinn gekk lengi um gólf og særandi hugsanir virtust sækja á hann. Að klukkustund liðinni tók hann hatt sinn og yfirhöfn og fór að heiman, Hann settist upp í ljettivagn og ijet aka sjer til Hökens- strætis. Hann ætlaði að sjá þessa'unga stúlku og dæma sjálfur um það, hvort hún væri ein af konum þeim, sem fæddar eru til þess að ger- spilla ungum mönnum. Háskóiakennarinn gekk upp á þrióju hæð og barði að dyrum. Karl lauk upp. Hantt var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.