Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 22
100
NYJAli KVÖLDVÖKUR.
sem varpaði dimmum skugga á andlit hans
og jók enn nieir suðræna litarháttinn. í hnepsl-
unni var heiðursmerki.
Meðan menn voru að strrafa um Gústavson,
gekk hann fram og aftur um þilfarið og reykti
vindil sinn, en ’nirti eigi um, þótt allra augu
störðu á hann. Pá er hann var búinn rneð
vindilinn, settist hanfi á bekk hjá útlendingn-
um með heiðursmeirkið. Hinn síðarnefndi fór
og bað' skipstjórann að segja eigi nafn sitt,
þótt spurt væri eftir því af forvitni.
Hann hefði getað sparað sjer þessa fyrir-
höfn, því að enginn hirti hót um hann.
Karl fjekk eigi að vera í næði lengi, því að
Svíarnir komu hver um annan þveran og kyntu
sig honum, og brátt höfðu allir landar hans
þyrpst í kringum hann og var hann kominn í
ýmsar samræður við þá.
Þá er kvöld var komið, var Karl, sem var
látlaus og miklaðist eigi af frægð sinni, orð-
inn dauðleiður á öllum gullhömrunum. Hann
gekk fram á skipið, kveikti í viridli, hallaði
sjer úi-að öldustokknum og horfði yfir spegil-
sljettan sæinn.
»Fagurt kvöliá, herra minn,« var mælt við
hlið hans á frönsku.
Karl sneri sjer við og hörundsdökki útlend-
ingurinn stóð hjá honum.
»F*að líkist jöfnum og værum svefni, en óró
og æsingafull vaka getur farið á eftir.«
»Satt er það, en hún getur einnig verið
eins róleg og svefnmn. Það er komið undir
eðli þess, er sefur og aðstæðunum.*
»Maðurinn líkist hafinu; hann er fullur kenja
og mislyndis. Hann er eins og hafið að því
leyti, að hann sjálfur rænir sig oftast ró og
friði sínum; hann ber rót ókyrðarinnar og
stormsins í brjósti sjer.«
Hægur vindblær gáraði skyndiiega hafflöt-r
inn og andvarp leið um géiminn, en hvarf
jafnfljótt og það kom. Særinn var aftur tær
og lygn.
»Vindblær þessi,« mælti útlendingurinn, »líkt-
ist, svo að jeg haldi áfram samlíking yðar,
fyrstu hræringunum í sál vorri, sem gefa í
skyn, að í henni búi öfl, er einhvern tíma tor-
tími henni og eftir skilji að eins leifar þeirra
fjársjóða, sem vjer eitt sinn áttum.«
»Heyra má, að þjer eruð Suðurlandabúi,«
mælti Karl og brosti. »Vjer Norðurlandabúar
geymum eigi svo ofsakend öfl í barmi. Storm-
urinn í brjósti voru getur hrist og lagt að velli
ýmsar plöntur í sál vorri, en megnar eigi að
tortíma henni. Hann styrkir sálarþrótt vorn
og eykur orku andans, svo að vjer öðlumst
hugarró og lífsgleði.«
»þjer eruð líklega skáld, herra menn,« mælfi
útlendingurinn, »en skáldið og rithöfundurinn
skilgreinir alt með huganum, en eigi hjartanu.
Sh'kir eru eigi færir að dæma um það, hve
gereyðandi ástríðurnar geta verið. Sá einn
er að eins fær um það, sem hefir lifað, ítrftt
og þjáðst í raun og veru.«
»Yður skjátlast,* sagði Karl, »jeg er eigi
skáld; jeg er verkamaður.*
Útlendingurinn brosti með efasemdarsvip.
Karl hjelt áfram:
»Sæla mín, sorg mfn og alt líf mitt hafa
verið tengd starfinu, og jeg held, að stormar
ástríðanna muni aldrei reynast þeim manni tor-
tímandi, sem helgar sig því. T’eir vekja oss
að eins til meðvitundar um það, hvað vjer er-
um í raun og veru.«
»Lánið mjer vindil yðar,« mælti útlending-
urinn og kvefkti í sínum, án þess að svara
síðustu athugasemdinni. Pá er hann hafði
kveikt í vindlinum, spurði hann:
»Hafið þjer nokkurn tíma dvalið í Suður-
Evrópu?*
»Jeg kem frá Ítalíu, þar sem jeg hefi nú
dvalið í þrjú ár.«
»Hvernig geðjast yður að ítölum?«
»Vel, en jeg tel Norðurlandabúa fremri bæði
ítölum og Frökkum. F*jer verðið að fyrirgefa
mjer það, því að jeg er sjálfur Svíi.«
Útlendingurinn leiddi talið að listum og
spurði:
»Er margt listamanna meðal Svía?«
»Já, niiðað við fólksfjölda eru þeir margir,«
svaraði Karl. Haun nefndi nokkra hina ágæt-