Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 28
106
NYJAR KVÖLDVÖKUR,
Allir eru því hamingjusamir. Jeg er samj
hræddur um, að þá er jeg var að koma
þessum hjúskap í kring, hafi jeg látið leiðast
til að fremja það verk, sem veldur yður ef
til vill sársauka.
Jeg álít það samt skyldu mína, að skýra
yður nú frá öllum málavöxtum.
Pá er jeg kom til Englands um vorið,
skýrði Milly mjer frá því í trúnaði, að hún
elskaði yður, en að hún væri hrædd um að
þjer elskuðu ungfrú Ahrnell. Hún grátbændi
mig um að hjálpa sjer, því að hún gæti
eigi án yðar lifað. Jeg hjet að gera það sem
í mínu valdi stæði. Yður mundi ætíð hafa
verið það óhagkvæmt að kvongast Gerðu
Ahrnell. Jeg áleit því, að jeg gerði yður
greiða með því að koma henni sem skjótast
frá Englandi eftir ósk Millyar. Pá er jeg fór,
ritaði jeg tengdaföður mínum og sagði, að
jeg hefði í hyggju að biðja hinnar ungu
meyjar.
Par éð það mundi eigi vinna nóg á ritaði
jeg, að eggjan Millyar, annað brjef; þar gat
jeg um að brúðkaupsdagur okkar Gerðu
væri á kveðinn. Árangurinn af því varð svo
hjónaband ykkar eins og Milly liafði ætlast
til. Pjer getið því sagt, að þótt hlutdeild
mín í brögðum Millyar hafi baUað yður sorg,
þá hefir hún samt einnig gert yður ham-
ingjusaman, því að auðurinn er hamingja,
Nú þarfnist þið Milly eigi, að jeg haldi
áfram hlutverki mínu, og leyfi jeg mjer því,
að fá yður í hendur brjef þau, sem 'hún
hefir ritað mjer. Pjer viljið ef til vill einnig
gera svo vel, að skýra tengdaföður minum
frá, hvers vegna eigi hefir orðið neitt úr
hjúskap okkar Gerðu. En látið hann eigi
vita hvaða brögðum dóttir hans hefir beitt
til þess að svala ástarþrá sinni.
Ef að þjer eruð hugsjúkur út af ungfrú
Ahrnell, þá get jeg sagt yður að hún hefir
látið huggast. Ungur listamaður Gústavson
að nafni, æskuvinur hennar, hefir tekist á
hendur að hugga hana. Gústavson er læri-
sveinn föður yðar, og jeg heii komist eftir
því, að hann ætlar að gera ungu saumamær-
ina að listakonu. Hversu það tekst, skal lát-
ið ósagt, en víst er um það, að ungfrú Ahr-
nell er blómleg, glaðleg og ánægjuleg á
svip,
Jafnframt og jeg fel yður, að koma því
svo fyrir að faðir Millyar verði henni eigi
reiður, rita jeg með virðing — vinsamlegast
Pjetur Strömberg.*
Jeg vil eigi lýsa fyrir þjer þeim áhrifum,
sem brjefið hafði á mig. Jeg las brjefin frá
konu minni til mágs hennar. Víða var svo vand-
lega strykað yfir f þeim, að eigi var unt að lesa,
hvað ritað hafði verið. Brjefin ræddu eingöngu
um það, með hvaða ráðum Milly vonaði að
geta bælt niður ást mína á þjer.
Jeg gekk hiklaust inn til konu minnar og
fjekk henni brjefin, sem Strömberg hafði sent
mjer. Milly varð fyrst vandræðaleg, síðan æst,
og spurði, með hvaða brögðum mjer hefði
tekist að ná þeim. Ýms orð fóru á milli okk-
ar, sem jeg vil eigi hafa eftir, og er Miliy gat
eigi varið sig með öðrum hætti, mælti hún í
reiði sinni:
»Ætla mætti af orðum þínum, að þú hefðir
kvæmst mjer af tómri meðaumkvun, Pú mátt eigi
hyggja, að jeg líti svo á. Án mín mundir þú
aðeins vera óbreyttur starfsmaður, sem faðir
minn og bróðir launuðu fyrir að sjá um
verksmiðjuna; jeg hefi gert þig að auðugum
manni, því máttu eigi gleyma.*
Sá einn, sem er drambsamur eins og jeg,
getur skilið, hve orð þessi brendu sig inn í
hjarta imtt. Mjer varð það þegar í stað ljóst,
að jeg hafði leymt því a Miíly var auðug,
þá er jeg kvæntist henni. J g hatði því vikið
af þeirri þraut, sem jeg þegar á unga aldri
hafði markað mjer, sem sje: að komast áfram
af eigin ramleik, en eigi fyrir aðstoð annara.
Jeg fjekk eigi tækifæri til svara; hún hafði
eigi fyr mælt hin hvatvíslegu orð, en fað;r
hennar stóð frammi fyrir henni. Gamli maður-
inn var harður á svip. —
»Hvers vegna, Milly, ávarparðu mann þinn
þannig?* spurði hann. Milly varð náföl. Hún