Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 40
118 NYJAR KVÖLDVÖKUR. Litlu síðar þyrptust menn að bústað Oerðu. Fregnin um morðið hafði breiðst víðsvegar um. Rætt var um hver valdur mundi að verk- inu og grunur fjell á Gerðu, því að hún var fjærverandi. Strömberg hafði haldið til borgarinnar til þessa að skýra lögreglunni frá málavöxtum, að því er hann sagði. Edith og Sylvía voru mjög skelfdar vegna þess hvimleiða atburðar og hvíðafullar um málalokin. En mitt í þessari háreysti áður en lögreglan kom, nam skrautvagn staðar úti fyr- ir hliðinu, og maður nokkur steig út úr hon- um. Hann ætlaði að ganga upp að stærra hús- inu, en þá er hann sá mannfjöldann við minna húsið nam hann staðar, og spurði mann einn, sem var að ræða við gamla konu: »Hvað er hjer um að vera?* »Ó, eigi annað en að maður hefir verið myrtur,* svaraði sá, sem spurður var. »Hvar hefir þetta morð verið framið?« »Parna,« svaraði maðurinn og benti á bú- stað Gerðu. »Hjá ungfrú Ahrnell,* hrópaði ungi mað- urinn. »Já, hann fanst dauður i rúmi hennar með gapandi sár á hálsi.« »Og hvar er ungfrú Ahrnell?* »Pað veit enginn, og fullyrt er að verið geti að hún hafi framið morðið, því að bæði hún og vinnukona hennar eru horfnar.« »En hvað hann getur skrafað,* mælti kona í hópnum. »Hamingjan má vita hver hefir framið morðið, en jeg er sannfærð um að ungfrú Ahrnell hefir eigi gert það. Pað er sjálfsagt Ijóti karlinn, sem var að Iæðast hjer umhverfis í gær, rjett um leið og ungfrúin og frú Sjöberg fóru út. leg sat þarna niðri við ströndina og var að þvo mjer um fæturna; þá sá jeg þær halda til borgarinnar. Pá er jeg fór út um hliðið skreið karlinn niður á bak við gerðið. Jeg varð hrædd og fór leiðar minnar. Pað er auðsjeð að enginn annar getur verið valdur að vérkinu en þessi þorpari. Richarð sneri sjer við og ætlaði að ganga upp til Edith en stóð þá augliti til auglitis við — Gerðu. »Guð minn góður — Richarð hafa þeir tekið hann?« stamaði Gerða og titraði svo mjög, að hún varð að styðjast við handlegg Richarðs svo að hún hnigi eigi niður. í sama bili hrópaði frú Sjöberg gjallandi röddu: »Eruð þið frávita?« Hefir maður verið myrt- ur í svefnherbergi ungfrú Ahrnell? Pað eru ósannindi, svívirðileg ósannindi. Gerða slepti handlegg Richarðs. Hatin ætlaði að halda henni en hún reif sig af honum, og var á svipstundu komin inn í svefnherbergi sitt. Menn gáfu henni rúm. Richarð fylgdi henni eftir. »Pabbi!« hrópaði Gérða og rak upp níst- andi óp, þá er hún kom auga á hinn myrta. »Faðir hennar!« tautaði Richarð og reyndi að styðja hatta, ef hún kynni að hníga í ómegin. En hún stóð upprjett og ekkert hljóð heyrðist af vörum hennar. »Faðir hennar!« var hvíslað víðsvegar um- hverfis hana. Richarð fór með Gerðu frá þessari sorgar- sýn inn í salinn. Hún fylgdi honum ósjálfrátt og var agndofa af skelfingu. Loksins kom Iög- reglan. Gerða hafði farið upp til Edithar. Par hjelt lögreglustjórinn fyrstu yfirheyrslu yfir henni, eftir nákvæma rannsókn í híbýlum henn- ar; en allur silfurborðbúnaður, fjármunir og dýrgripir voru horfnir. öllu hafði verið stolið nema gamalli silfurklukku, sem frú Sjöberg átti. Qerða hafði nú náð sjer aftur og sagði, sem satt var, að faðir hennar hefði farið burt úr föðurlandi sínu fyrir sextán árum og ferð- ast til Vestur-Indlands og tekið þar upp nafn- ið Bernharð. Hann hafði kvöldið áður komið til Gerðu og beðið hana að koma brjefi til Strömbergs, var það áríðandi mjög. Hún hafði komið heim til Strömbergs um miðnætti og fengið þá fregn, að hann væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.