Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 44

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 44
122 NÝJAR KVÖLDVÖKÖR. »Aldrei,« éndurtók Richard með ákefð, »og hvers vegna? Er ást þín á mjer kulnuð?« »Nei, hún kulnar aldrei, meira að segja eigi í dauðanum; en hún getur aldrei gert mig að- njótandi allrar jarðneskrar sælu, þar eð jeg mun baka þjer þá smán, sem hvílir yfir nafni föður míns.« »Hvernig gætir þú, Gerða mín, gert það?« »Richard, minstu þeirra atburða, sem gerst hafa. Nafn mitt er tengt við glæp. Jeg er dótt- ir þess manns, sem alkunnugt er, að iifað hef- ir fjölkvæni, sem jeg veit að framið hefir enn meiri glæp.« Gerða fól andlitið í höndum sjer og mælti hrærðum róm: »F*að er glæpur. gegn þjer, sem brotið hefir þjer braut með atorku þinni og dugnaði, ef jeg hjeti' þjer eiginorði, nú er jeg veit alla sekt föður míns. Skuggi glæpsins hvílir yfir nafni mínu; öll viðleitni mín í þá átt, að afla mjer frægðar hefir verið árangurslaus, því að afbrot föður míns hefir felt allar vonaborgir mínar í rústir. Pað er mikil ógæfa, ógæfa, sem jeg verð ein að bera, og eigi leggja á herðar þjer, sem glæsileg lífsbraut blasir framundan.« »Breytni þín, Gerða, er annað tveggja sönn- un hins mesta göfuglyndis eða kaldlyndis og kæruleysis. Hvernig er hægt að elska og leggja samt æðstu sælu lifsins í sölurnar fyrir slíka hluti. Kona eins og þú, sem þrátt fyrir ör- byrgð, andstreymi og allskonar torfærur hefir komist í þann sess, sem þú skipar, og aflað sjer álits og frægðar, verður eigi svift þeim hnossum sakir afbrota og galla föður hennar. Lít þú á, Gerða, frægð sú, sem vjer höfum hlotið sakir dygða vorra, verður aldrei frá oss tekin, meðan vjer viðhöldum henni með hreinu Iíferni. A þjer Gerða hvílir enginn flekkur, því að þú ert hjúpuð þeim dýrðarljóma, sem starfsemin og dygðin skapa, Heldurðu að sst mín kulni, þótt faðir þinn væri glæpamaður? Hvaða hlutdeild áttir þú í glæp hans? Sjerðu þá eigi, að starfsins barn, muni hrósa happi yfir því, að hljóta að eiginkonu, konu, sem af eigin ramleik hefir haft sig upp úr örbyrgð og raunakjörum. Nei, Gerða í augum manna ert þú og verður hin frábæra listakona, og mjer framúrskarandi og ástúðleg kona. Brott með allar efasemdir og hindranir, sem bægja ham- ingju okkar á braut.« Astin ber venjuiega sigur af hólmi í viður- eigninni við áhýggjuefni vor og svo fór hjer. Daginn eftir kynti Richard Edith Gerðu sem unnustu sína. Hátíðleg gleði ríkti nú í heim- kynnum þeim, sem sorgaratburðirnir höfðu áður gerst í, og sæll friður fylti hjörtun. Fastráðið var að Richarð færi næstu viku til Englands og kæmi aftur um haustið til að halda brúðkaup sitt; ætluðu brúðhjónin síðan að ferðast til Italíu og vera ár í ferðinni. Pá er verið var að ræða um framtíðina, kom Karl inn í herbergið, Edith áleit hann jafnan einn ættingja sinn. Myndhöggvarinn frægi virt- ist einnig meta vináttu þá, sem hann naut hjá Sylvíu og Edith, meir en alla frægð og frama, sem listgáfa hans hafði aflað honum. Hann var aldrei eins hýr í bragði í nokkurri af veislum þeim, sem haldnar voru honum til heiðurs, og þá er hann kom til Edithar og hún og Sylvía buðu hann hjartanlega velkominn. Pá er Karl gekk inn í stofuna kallaði Edith til hans: »Jeg hefi marg-sent eftir þjer til þess að spyrja, hvort þú vildir ekki eftir alla þessa raunalegu atburði taka þátt í fagnaðarhátíð með okkur; en sendimaður minn fjekk jafnan það svar, að þú værir eigi heima. Pað gleður mig nú að þú ert komin.« Hún rjetti honum hönd sina; hann kysti hana og mælti: »Undireins og jeg kom heim var mjer sagt, að þjer óskuðuð eftir að finna mig að máli og hjer er jeg kominn til að hlýðnast skipun- um yðar. Jeg læt fúslega eitt ganga yfir mig og vini mína.« Hann heilsaði hinum; kysti hönd Oerðu, þrýsti hönd Richards og hjelt stundarkorn í mund Sylvíu og leit á hana með sama augna. ráði og listamaðurinn lítur á fegursta listaveik- ið, sem borið hefir fyrir auga hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.