Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 50

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 50
128 NYJAR KVÖLDVÖKUR. átta ára gömlum syni sínum sögu. í keltu henn- ar sat þriggja ára telpa, sem starði á móður sína meðan hún var að segja frá. Drengurinn hlýddi mjög eftirtektasamur á orð móður sinn- ar. Úti var regn og stormur, en inni var kyrð og friður. Skyndilega kallaði litla telpan: »Pabbi kemur! Pabbi kemur!« Hún stökk niður úr keltu móður sinnar og hraðaði sjer fram að dyrunum. Gerða stóð einnig á fætur og gekk móti manni sínum: »Guði sje Iof, að þú ert kominn heim, kæri Richard,* sagði hún, »jeg hefi verið dálítið kvíðafull þín vegna; veðrið er svo slæmt.« »Jeg ók í luktum vagni,« svaraði Richard og kysti konuna sína. »En þú ert svo fölur, svo hrærður að sjá,« mælti Gerða, og kvíði var í rómnum. »Ertu veikur?* «Nei, kæra Gerða, mjer Iíður ágætlega; en atburður nokkur hefir komið mjer í geðshrær- ingu, Á Ieiðinni mættum við tveimur betlur- urum, gömlum manni og ungri stúlku. Hinn fyrnefndi var veikur og gat eigi gengið, en þau sátu við vegbrúnina í þessu veðri. Eins og sjálfsagt var, tók jeg þau upp. í vagn minn, og ók með þau hingað. Gamli maðurinn er sjúkur og þarfnast kjúkrunar; mærin er svöng og þarfnast matar.« »Hvar eru þessir vesalingar?« hrópaði Gerða og flýtti sjer til dyranna. »Bíddu stundarkorn, Gerða,« mælti Richard. »Jeg hefi látið fara með þau inn í gula gesta- herbergið; en áður en þú ferð, verð jeg að búa þig undir að þú hittir þar gamla kunn- ingja.« Gerða leit spyrjandi á mann sinn. »Gamli maðurinn er Strömberg, fyrrum járn- námueigandi, og stúlkan er Elísa dóttir hans.« »Guð minn góður! er hann beiningamaður orðinnU hrópaði Gerða og flýtti sjer til þeirra. Richard hafði Iátið afklæða gamla manninn og leggja hann í hlýtt rúm. Þegar Gerða kom inn í herbergið stóð ung, tötraleg stúlka við rámið og grjet, því gamli maðurinn átti mjög erfitt með andardráttinn. Sjúklingurinn opnaði augun og Ieit með hræðslusvip á hana og tautaði: »Gerða, ertu komin til að formæla mjer? Hef jeg þá eigi hlotið næga refsingu? Er eigi nóg hefnd fram komin? Kendu heldur í brjósti um mig, Gerða!« Gerða gekk til hans og ávarpaði hann blíð- lega. Hún kom sem friðarins engill til að birta að alt væri gleymt og fyrirgefið. Meðan verið var að færa EIísu í þur föt, sat Gerða hjá Strömberg, sem þjáðist afsamvisku- biti og líkamlegum kvölum. Hún reyndi að sefa hann, og þegar Elísa kom inn aftur hafði andlit föður hennar breyst svo, að auðsætt var að dauðinn var búinn að setja innsigli sitt á það. Richard hafði sent eftir lækni, en áður en hann kom, var veslings betlarinn — fyrrum auðmaðurinn, búinn að taka síðasta andvarpið. Hann tók með sjer í gröfina fyrirgefningu Gerðu og Ioforð um að hún skyldi annast dóttur hans. Jarðarför Strömbergs var Iátlaus og tildurlaus, og dóttir þess manns, sem hann hafði leitt inn á braut glæpanna, annaðist um Elísu eins og hún væri dóttir hennar. — Pað var kristileg hefnd, sem Gerðu sæmdi. Ef þig, lesari góður, langar til að vita, hvern- ig Strömberg var orðinn svona fátækur ræfill, þá er það kunnugt, að »illur fengur illa for- gengur.* Strömberg hafði breytt öllum eign- um sínum í reiðufje, þá er hann fór frá Stokk- hólmi; en er til Parísar kom, fór hann að taka þátt í fjárglæfrum. Fyrst gekk alt að óskum, en svo sneri hamingjan við honum bakinu og stöðug ógæfa elti hann. Honum misheppnaðist alt, hann misti hverja fjárupphæðina á fætur annari. Pá er hann að lokum var orðinn nærri eignalaus, fór hann til Englands til þess að fá hjálp hjá mági sínum. Mágur hans vildi enga ásjá veita honum og þar eyddi hann síð- ustu eignum sínum. Veikindi lögðust á hann í viðbót, og hann varð fátækur ræfill, sem átti engan annan að en dóttur sína, og áttu þau við hina mestu örbyrgð að búa. Loks ljet mágur hans honum svo mikið fje f tje, að þau gátu komist til Svíþjóðar, en þar áttu þau sjálf að sjá sjer farborða. Pá er þau komu til Gauta- borgar varð Strömberg veikur aftur, og er hann komst á fætur, áttu þau engan eyri. Hann varð nú að þola allar þær þjáningar, sem hrundið höfðu Ahrnell inn á lastabrautina. Pau voru á leið til Stokkhólms, þá er Strömberg varð fár- veikur og Richard hitti þau hjá veginum og skaut skjólshúsi yfir þau. Pakklæti Elísu og ást hennar á Gerðu var jafn mikil og hlýja sú, sem Gerða sýndi henni. Og Elísa varð fyrsta kenslukona dóttur hennar, þá er stundir liðu fram^ Og lif nú heill, lesari góður. Auðæfi, vel- líðan, virðing og traust eru hnoss þau, sem starfið veitir og þess vegna er starfsástin mesta hamingja vor.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.