Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 51
Vitfirringurinn frá St, James. Eftir Philip Galen. Fyrsti kafli. Phíllips farandsali, synir hans og vitfirr- ingurinn frá St, James. Pað tvarí byrjun júnímánaðar árið 1843. Jeg var, eftir ferð *um Skotland, kominn svo langt suður eftir fjölium Englands, að þeim var farið að halla mjög til suðurs og fjalla- tindarnir voru flestir horfnir að baki mjer, en í stað þeirra voru fram undan mjer grasi grón- ar hæðir, sem fóru lækkandi, uns þær í suð- vestri urðu að flatlendi þvíf sem gróðursælast er á öllu Englandi. Dagurinn hafði verið afar heitur. Og þar eð jeg að venju var fótgang- andi, hlakkaði jeg til kvöldkulsins, því hitinn hafði tekið mjög á mig. Jeg hafði verið fylgd- armannslaus alla heiðina og var það enn; en hugur minn hvarflaði til hins hrikalega lands- lags, sem jeg var að yfirgefa, og við og við brá fyrir augu mjer hrífandi fögru landslagi. Jeg hafði ekki aðeins heimsótt fjarlæg lönd, til þess að geta sagt, að jeg hefði verið þar, heldur hafði jeg sem læknir reynt að kynnast fólkinu sem allra best og í þetta sinn hafði jeg einsett mjér, að heimsækja öll fræg sjúkra- hús, en þó sjerstaklega vitfirringahæli, sem er svo vel fyrir komið í Englandi, að þau hafa hlot- ið frægð um heim allan. Og nú var jeg á leiðinni til eins af þessum hælum, til þess að dvelja þar alllengi, Það var vitfirringahælið í St. James. Par sem jeg var hlaðinn meðmæla- brjefum og koma mín h*fði verið tilkynt fyrir nokkru, hafði jeg sent farangur minn á undan mjer og vænti jeg þess, að geta komist á ákvörðunarstaðinn um kvöldið. Pó jeg væri ekki þreyttur, þar sem jeg hafði farið stutta dagleið, þráði jeg að setjast að, þegar degi tók að halla. Jeg gekk út af þjóðveginum, og lagði leið mína, eftir gömlum vana, um götu- troðning, sem lá í ótal krókum niðurNí lítið dalverpi, grasi gróið, umlukt skógivöxnum hæð- um. Jeg nam staðar og horfði upp eftir hasð- inni, sem jeg var að skilja við. Sólin hnje hægt til viðar á alheiðum himninum og varp- aði rauðleitum geislum sínum á trjátoppana efst á brúninni, en skuggar trjánna teygðu sig niður eftir dalnum. Niðursokkinn í athuganir mínar lagðist jeg niður í mosann við rætur grenitrjes og tók frarn landabrjef mitt, til þess að íhuga, hve langt væri en til St. James. En eins og oft hafði áður hent mig, gekk mjer illa að finna staðinn, sem jeg var staddur á, og jeg var orðinii hálfhræddur um, að jeg væri kominn alveg af rjettri leið, þegar jeg heyrði mannamál ofan af fyrnefndri hæð. Við nánari athugun heyrði jeg tvær drengjaraddir, sem sungust á og virtust keppast um, að Iáta hreina brjósttónana hljóma sem hæst í kvöld- kyrðinni. Rjett á eftir sá jeg, eins og mig hafði grunað, tvo drengi koma varlega niður hæðina og spyrna á móti byrði, sem virtist ætla að velta fram á þá. Pað var vagn, ein- kennilegur í lögun og líkur þeim, sem farand- salar á Englandi nota mikið, og hundar eða smáhrstar draga venjulega. Pair nálguðust hægt og hægt, og aldraður maður kom í Ijós á eftir 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.