Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 52

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 52
130 NYJAR KVÖLDVÖKUR, þeim. Hjelt hann í vagninn svo hann ylti ekki fram á drengina og bæri þá ofurliði. Pegar þessi iest, sem í fjarlægð virtist allæfintýraieg, kom svo nærri, að jeg gat skoðað hana betur, kallaði annar drengurinn, sem sýnilega var eldri, um leið og hann stökk frá vagninum og iagðist við hlið mjér: »Hjer skulum við hvíla okkur ögn, pabbi? Pað var ljóta erfiðið niður þessa brekku!* Drengirnir voru mjög líkir. Peir voru klædd- ir í treyjur og buxur úr gráu Ijerefti og höfðu á höfðum sjer litlar, grænar vaðmálshúfur. Sá eldri var þó miklu þrekvaxnari og skarpleitari en sá yngri. Andlit hans, sem var reglulegt, bar vott um kjark og festu, en svipur hins, sem var á að giska tveim árum yngri, var miklu fremur barnslegur, nærri því kvenlegur, en þó opinskár, og glaðlegur engu síður en hinn. Hann var bláeygður og Ijóshærður. Mjer leist ekki síður á drengina, þegar mjer varð litið á risavöxt föður þeirra og einbeitnissvip hans. Jeg athugaði nokkuru nánar elsta ferða- manninn. Hann virlist vera miðaldra, og dökk- jarpt hár hans sýndi engin ellimörk. Eins og áður er sagt, var hann bæði hár og gildur, handleggirnir báru vott um sterka vöðva, og einkennileg og nærskorin fötin juku enn meir á fagurt útlit hans. Hann var kiæddur að mestu eins og synirnir, en hafði þó um sig dökkrautt klæðisbelti, allbreitt, sem virtist til þess ætlað að geyma í þvi peninga og skjöl. Andlitið, sem var karlmannlegt, afvarlegt og sólbrent, var alskeggjað. Stóra, skoska, framstæða nefið, setti þann ’nerkjusvip á andlitið, sem er svo algengur meðal Hálendinga, og hefði borið enn meira á honum, ef góðmenskan hefði ekki skinið út úr dökkbláum augunum. Úr þessu merkilega andliti skein einhver töfrakraftur gleði og ein- lægni, sem jafnskjótt dró menn að manninum. Kom það ennþá greinilegar í Ijós, þegar gáð var betur að, og sorgar eða öllu heldur ang- urværðardrættir sáust kringum vel lagaðan munn hans; virtust þeir allgagnstæðir glað- værðinni og vjnna á móti henni. Þannig var útlit mannsins, sem jeg sá svo óvænt, og mjer datt þegar í hug, að innræti hans væri sam- svarandi, að hann væri góðlyndur, heiðarleg- ur og sáttfús, að hann væri ánægður með nú- tíðina og líklega ekki.til fulls búinn að gleyma einhverju sorgaratviki. Á fjórhjólaða vagninum, sem menn þessir dróu til mín var allstór tágakarfa; framhólfið var fult af allskonar smákössum og bögglum, sem voru vafðir í vaxdúk. Regar maðurinn kom til mín, tók hann ofan og sagði vingjarn- Iega, um leið og hann settist við hlið mjer í mosann: »Gott kvöldið, herra! Með yðar leyfi sest jeg við hlið ýðar. Petta er allra skemtilegasta og indælasta kvöld, eftir heitan dag.« »Svo er víst,« svaraði jeg og heilsaði hon- um eins vingjarnlega. »Svo er að sjá, sem þið dragið þungt hlass, því bæði þjer og dreng- irnir eruð rennsveittir.« »Já,« gall í eldri drengnum, »hann er full- erfiður okkur, einkum í svona miklum hita!« Karlinn brosti og virtist horfa með ánægju á hinn djarfa dreng. »Bob,« sagði hann, »nú máttu gjarna|,hvíla þig dálítið, því bráðum er- um við komnir. — Hvert er ferð yðar heitið, herra?« »Til St. James, vinur minn, og mjer væri það einkarkætt, ef þjer gætuð sagt mjer, hvort jeg er á rjettri leið.« Maðurinn leit einkennilega á mig og svaraði strax: «Ágætt, þá erum við samferðamenn, því jeg ælla þangað líka, og mig furðar á því, að þjer hafið einmitt hitt á skemstu leið, fyrst þjer viljandi fóruð út af þjóðvegin- um og eruð hjer þó ókunnugur.« »Mjer þykir vænt um; hvé langt er eftir?« »Aðeins fjórar enskar mílur. Úr dal þessum, sem fólk hjer kallar Buchanandalinn, komuin við fram á velli iðjagræna. Rví næst förum við upp stutta brekku, og komum þá aftur á þjóðveginn, sem liggur rjett hjá húsinu. Hafið þjer ekki enn þá komið til St. James?« »Nei, þetta er í fyrsta sinn, þó jeg hafi með brjefaviðskiftum kynst þar töluvert starfs- mönnunum, og heyrt mikið um hælið.« Sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.