Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 57
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
135
hjúkrunarmenn komu, sem gæta hvers orðs og
atviks eins og sporhundar og síðan allar þess-
ar »vítisvjelar« komu í gang, kemst enginn
lifandi sála hvorki út nje inn, svo henni sje
ekki veitt athygli. En hvað því viðvíkur að
komast inn, þá er það nú ekki svo erfitt, en
að komast útt herra, það er nú erfiðara, ha,
ha, ha.«
»En jeg hjelt, að ekki þyrfti svo mikinn
umbúnað til að gæta vitfirringa; þeir eru þó
engir fangar.«
»Jú, herra, þjer verðið að gæta þess, að við
erum í St. James. Hjer eru því nær fimm
hundruð meira eða minna vitskertir vesalingar,
og þessir karlar og konur verða að hafa um
sig strangan vörð. Þjer verðiðlíka að gæta þess,
að margt efnað fólk er á meðal þeirra, og
stórfje er greitt fyrir það árlega — jú, það
kostar fje, að vera heiðarlegur vitfirringur. Pað
megið þjer vita, að margur maðurinn mundi,
þrátt fyrir alla múra og eftirlitsmenn, reyna
að fá hreyfingu í guðs frjálsri náttúrinni, ef
spjótsoddarnir væru ekki þarna uppi á.« Þess-
um orðum fylgdi aftur hlátur, sem var líkari
niðurbældri ákæru, en beinlínis hæðni. »HalIó,
gamli skrjóður! hve lengi eigum við að standa
utan dyra! »hrópaði hann hátt, um leið og
hann kastaði steinörðu á turngluggann, þarsem
vörðurinn bjó. Inni rumdi í einhverjum, og
rjett á eftir gekk út gamall maður í loðfrakka
og spurði hver þar væri.
»t*að er jeg, Pillips gamli farandsali! og jeg
kem með tóbak til þín á einn skilding pundið,
eins og þú hefir svo oft óskað þjer . . . á
morgun getur þú reynt það . . . hæ?«
»Það var ágætt, Pillips. En hverskonar asna-
tetur eru það, sem þú hefir fengið þjer, og
hvaða körfuhlaði er þetta?«
»Pað geturðu sjeð, þegar birtir, Dick!Ungu
folöldin eru annars báðir synir mfnir, og í
körfunni hefi jeg vörur mínar. Hjer er líka
hefðarmaður, herra O . . ., held jeg, er ekki
svo, herra?«
»AIveg rjett, herra jPillips, og jeg ætla að
heimsækja forstjórann, kæri herra Dick,« bætti
jeg við um Ieið og jeg sneri mjer að hon-
um.
»Þið megið allir koma inn, herrar mínir, svar-
aði maðurinn í loðfrakkanum og lauk upp
hliðinu.
»Þetta var vel mælt, kæri herra læknir,«
hvíslaði Pillips. »Enginn veit hvert gagn hann
síðar getur haft af fólki; vingarnlegt orð kostar
ekki fje og gefur oft góðar rentur . . . Hæ,
hó! Opnaðu, Jenkins minn! Það er jeg Pill-
ips farandsali!«
Jafnskjótt var öðru hliðinu lokið upp og hið
sama endurtók sig. Sama er að segja um þriðja
hliðið, og loksins vorum við komnir inn fyrir
háa múrinn, sem lá umhverfis allan trjágarðinn,
sem hingað til hafði snúið að okkur bakhlið-
inni. Hjer skildi Pillips sonu sína eftir hjá
vagninum, og skipaði þeim að bíða þar, uns
hann kæmi til baka, því hann vildi strax fylgja
mjer til forstjórans. Við hjeldum nú gegnum
trjágarðinn og komum loks að hliði, sem vörð-
ur gætti einnig. Þar fengum við að vita, að
forstjórinn sat að snæðing með fjölskyldu
sinni og nokkrum embættismönnum í garðin-
um framan við húsið. Framhliðið var líka
læst, og við komum nú inn í vel hirtan blómst-
urgarð, með fjölda blómbeða og runna; við
heyrðum gaðværar raddir úr einum laufgang-
inum. Var það f fólkinu, sem naut kvöldverðar
undir berum himni.
»Þetta hljómar vel, þegar þess er gætt að
við erum í vitfirringahæli,« hugsaði jeg, með-
an Pillips gekk til fóksins, til þess að biðja
forstjórann að finna mig eitt augnablik. Hann
kom strax og gekk þegartilmín; en jeg nefndi
nafn mitt og sagði honum I fáum orðum hvern-
ig við Pillips hefðum hitst um daginn og hann
komið mjer á framfæri. Móttakan var, eins og
vinir mínir í London höfðu sagt mjög alúðleg
og blátt áfram, eins og venja er meðal Eng-
lendinga, þegar þeir eru beðnir að greiða götu
einhvérs. Þeir vilja alt gera fyrir menn og
kappkosta, að láta dvölina verða sem ánægju-
Iegasta. Þéir hrósa sjer ekki alveg að ástæðu-
lausu, f þessu falli, af þvf, að vera gestrisnasta