Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 66
144
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
og stökk og köll um hjálp, máttu vita . . . Já,
þjer hlægið.! En þjer hefðuð bara sjálfur átt
að vera viðstaddur, þá hefðuð þjer vafalaust
hlaupið líka.c
»Pað held jeg ekki, herra Derby.«
»Jú, þjer getið sagt það. Loksins kom
hjálp, og okkur hepnaðist loksins með miklum
liðstyrk að vinna bug á honum . . , Já, herra,
þarna getur inaður sjeð, hvað það heíir að segja,
að ráða yfir hlekkjuni og tríssum, yfir steypi-
og kerböðum . .. Já, herra, það er hin sanna
list.c
Nú varð stutt þögn.
»Hefir þá enginn nálgast hann með biíðu
og einlægni?* spurði jeg.
»Pú! hvað ætli það þýddi! Við þurfum líka
að vera varkárir, og gefa gætur að köstum
hans . . . Eg man annars, að hann í byrjun
ætlaði að segja forstjóranum einhverja sögu —
ha, ha, ha! Allir vitfirringar hafa sína sögu
— en nú þegir hann alveg, og virðist ekki
kæra sig um einlægni nokkurs manns. Þvert á
móti, ef einhver brýtur upp á slíku, brosir
hann aðeins, og á þann hátt, að okkur virðist
altaf, eins og hann hafi eitlhvað á bak við
eyrað. Nú lifir hann hjer glöðu lífi, Par sem
hann (hefir herbergi út af fyrir sig, hefir hann
ýms forrjettindi, og hann hefir lag á því, að
útvega sjer fleiri og fleiri. Hann hlýtur líka að
eiga ríka að, því svo virðist, sem hann geti
notað fje til hvers sem er ... Hann hefir nóga
peninga og lifir eins og greifi, á sjálfur hest,
hefir heilt bókasafn, leikur á hljóðfæri og les
allan daginn, þegar hann fær leyfi til þess.
Jú, jú, hann lifir hreinasta sællífi.*
»En hann er lokaður inni og vitfirtur.c sagði
eg fremur við sjálfau mig.
»Hm, já! Peir eru hjer fimm hundruð. —
Hann hefir annars sínar góðu hliðar, það verð
jeg að játa. Hann segir hinum sjúklingunum
til, alveg samkvæmt reglum okkar. Hann kennir
þeim ekki aðeins að sitja hest, skilmast og
glíma, heldur líka í að teikna, lesa og skrifa,
og hverju sem þeir annars vilja, því hann er
greindur vel. Pess vegna elta þeir hann
líka allir, og því fremur sem hann er hjarta-
gæskan sjálf. Hann hefir ætíð á höndum vinar-
orð til þeirra, og stundum penínga, en það er
enn þá betra. — Já, þjer munið sjálfir fá nóg
tækifæri, til að komast að raun um þetta.c
»Þeita er undarlegur maður.c' sagði jeg, og
varð aftur hugsi.
»Pjer virðist fullir áhuga fyrir Sidney, herra
minn?« sagði aðstoðarlæknirinn alt í einu dá-
lítið skrækróma og starði um leið rannsóknar-
augum á mig. Jeg varð allhissa á þessu óvænta
tilliti; jeg lærði af því, að maður á ekki
jafnskjótt að gera ókunnugum manni uppskáar
allar tilfinningar sínar, og jeg ákvað með sjálf-
um mjer, að jeg framvegis skyldi vera varkár-
ari. Er hann hjelt áfram að horfa spyrjandi á
mig, neyddist jeg til að svara: Jeg hefi áhuga
fyrir öllum, sem að einhverju eða öllu leyti eru
rændir vitinu, og meðal þeirra er Sidney. Par
sem jeg hefi, gert brjálsemina að námsgrein
minni, getur yður ekki furðað á því, að jeg
hefi áhuga á henni.c
»Þjer hafið alveg á rjettu að standa! og mjer
þykir fyrir, að jeg get engar upplýsingar gefið
yður; en spyrjið þjer Elliotson sjálfan! ef til
vill veit hann meira en honum hefirfundist á-
stæða til að segja mjer.c
»Pað skal jeg gera við tækifæri,« svaraði jeg
kæruleysislega og kveikti í vindli. Hér endaði
heimsókn Derbys. Hann fór á burt og skildi
mig eftir í sálarástandi, sem jeg gat ekki gert
mjer fullkomlega Ijóst, því jeg var fremur reið-
ur en meðaumkvunarfullur og sorgbitinn. Og
hversvegna var jeg reiður og hverjum?
Æ, sá, sem gæti áttað sig á straumhvörfum
og sveiflum tilfinninga sinna, hann mundi eig
lengur vera sjálfum sjer gáta; en þannig er
maðurinn: Jafnframt því, sem hann af drambi
sínu og mikillæti, vill ráða löndum og þjóðum,
er hann því nær aldrei fær um að dæma sjálf-
ið í brjósti sjer, og því síður getur hann dæmt
kosti þess og lesíi, sem í dag reka það til
göfugra, en á morgun til hlægilegra verka.
Fjöldi hugmynda, ýmisleg lagaðra, flugu um
heila minn og reyndu að finna þá leið, sem