Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 67

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 67
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 145 jeg á braut minni hafði enn ekki Iagt inn á og jeg ekki þorði að Ieggja inn á. Mjer fanst herbergið mitt orðið bæði of þröngt og loft- laust, einmanalegt og dimt, og jeg þráði guðs ljómandi sól og skundaði út í trjágarðinn. Rjett þegar jeg var kominn á langan og breiðan veg tók jeg eftir háum og grönnum manni, sem kom sama veg á móti mjer, og var það eng- inn annar en »vitfirringurinn frá St. James.« Jeg ætlaði að ganga til hans, en rjett í því varð annar á undan mjer; það var Phillips farandsali, samferðamaður minn, sem kom eftir hliðargötu og nálgaðist hann hægt og kæru- leysislega. Peir voru ekki einir, því auk ann- ara sjúklinga sem voru þarna á gangi, voru þar margir eftirlitsmenn nálægt. Jeg sá að Sidney nam staðar og horfði rólegur á far- andsalann. Phillips gekk til hans og heilsaði hæversklega, en stuttlega. Vitfirringurinn kink- aði til hans koili — en meira sá jeg ekki, því jeg stóð alt of langt í burtu, til þess að geta veitt þeim báðum frekari athygli. Og hvi þá, að athuga þá báða? Hvað kom mjer við sam- tal þeirra eða samband, og hvers vegna skyldi jeg hafa áhuga fyrir því? Jeg veit ekki hvers vegna það var? En mjer var undarlega órótt innan brjósts og skundað hið bráðasta í aðra átt í garðinum, þar sem jeg blandaði mjer innan um Ieikandi, hlaup- andi og vinnandi menn. En mjer leið þar ekki vel, svo jeg leitaði brátt til afskekts staðar, þar sem jeg gat óáreittur hugsað og látið hugann þjóta um það, sem jeg enn þá hafði engan rjett til að hugsa um. Þriðji kafli. Samtal við vitfirring. Pegar jeg hafði ráfað um í hálfa stund, nálg- aðist jeg aftur leikvellina, og ætlaði mjer inn á keiluflötinn, þegar jeg var lokkaður til skeið- vallarins af háværum röddum, og blandaðist inn í þær óp og köll hásrar karlmannsraddar. Pegar jeg nálgaðist varð fyrir sjónum mjer skringileg, en jafnframt barnaleg og hrærandi sjón. Fram með veggjum skeiðvallarins var komið fyrir einskonar svölum, sem allmargir áhorfendur hjeldust við á, vafalaust sjúklingar með eftirlitsmönnum sínum. Hjer um bil á miðjum vellinum, sem var sendinn, stóð reið- kennari hælisins og hjelt í tauminn á sauð- gæfum skólahesti. Alt í kringum hestinn stóð allstór hópur af forvitnum karlmönnum á ýms- um aldri, sem allir virtust bíða þess með óþreyju, að fá að stíga á bak hestinum. Sá, sem á hestinuin sat, var orðinn aldraður, al- sköllóttur og gráhærður; slóst hárið fram yfir andlitið, sem virtist hafa verið fallegt og göf- ugt á sínum tíma, en sem brjálsemin hafði nú sett hrukkur sínar á. — Hann hafði sýnilega fyrir nokkrum mínútum lokið við sinn tíma og átti nú að fara af baki, svo næsti maður kæmist að, sem þóttist nógu lengi vera búinn að bíða eftir merkinu. En honum fjell svo vel að sitja á baki þessa þolinmóða dýrs, að hann neitaði að hlýða og sat kyr. Kennarinn kallaði nú á þrjá umsjónarmenn, sem komu hlaupandi og reyndu fyrst til að fá sjúklinginn með góðu til að fara af baki. En það dugði ekkert; hann sat við sinn keip, og þegar þeir ætluðu að beita valdi, tók hann til að æpa og stimpast við. Eftirlitsmennirnir þrifu nú til hans og ætl- uðu að neyta krafta. Af ótta við að verða rif- inn af baki og með þeim ásetningi að halda sætinu, beygði hann áfram, greip dauðahaldi með höndunum um háls hestsins og krepti báða fæturna að síðurn hans. Svo var að sjá, sem hann í þessari örvæntingarstöðu ætlaði að bjóða ofureflinu byrginn. Á þessu tvíræða augnabliki, þegar enginn yfirmaður var við- staddur og eftirlitsmennirnir vissu ekki hvort þeir áttu að beita valdi eða blíðu, kom hin virðulega persóna Sidneys í ljós í opnum dyr- um reiðvallarins. Andlit hans var, að því er jeg best sá í svo mikilli fjarlægð, venju frem- ur raútt af einhverri innvortis hræringu, en höfuðið bar hann hátt og tígulega, og svipur hans lýsti þeirri hátignarlegu ró og stillingu, sem aðeins finst í svip göfugra og frjálsra 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.