Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 68

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 68
146 NVJAR KVÖLDVÖKUR. manna. Varla sá hann, hvað fram fór á miðju vallarins, fyr en hann með ástríðulausri og skærri röddu, sem setti yfirburði þessa ein- kennilega manns langt yfir hina sjúklingana, kallaði þetta einaorð: — »Willy!« Regar eftir- litsmeHnirnir heyrðu hljóminn í þessu kalli, sleptu þeir tökunum af manninum og hann leit upp frá makka hestsins. Pegar vitfirringur- inn sá hver kallað hafði, slepti hann hestinum samstundis. »Hvaö er að?« spurði Sidney blíðri og al- varlegri röddu. »Willy,« var svarið, »vill ríða enn þá leng- ur; WiIIy hefir ekkir riðið nóg — það er svo gaman!« Eftir stutta þögn hjelt hann áfram með ákafa: »Jeg vil ríða til kvölds, alveg til myrkurs, þó jeg fái engan miðdagsmat!* Hár og ruddalegur hlátur fylgdi þessum orðum, en »vitfirringurinn frá St. James« brosti aðeins, gekk feti nær og sagði, um leið og einn eftirlitsmaðurinn sagði hvað um var að vera, í enn þá rólegri róm: »Farðu af baki Willy! jeg skal segja þjer hvers vegna.« Willy fór strax af baki og eftirmaður hans stje á bak. Hann nálgaðist Sidney og hallaði eyranu barnalega að honum. »Pú hafðir rangt fyrir þjer,« hjelt Sidney áfram, »því hesturinn er ekki eingöngu handa þjer; fjelagar þínir vilja líka ríða; á morgun eða hinn daginn kemur röðin sennilega aftur að þjer.« »Herra Sidney hefir á rjettu að standa,* svaraði sá, er af baki stje kjökrandi; »herra Sidney hvorki slær nje bindur mig, nei! hann gefur mjer skildning.« Og eins og hann væri alveg viss um þetta, rjetti hann hægri lófann að Sidney. — Og hann var líka viss um það, því hann fór ofan í vasa sinn og gaf honum það sem hann krafðist án þess að mæla orð frá vörum eða sýna nokkur svipbrigði. Um leið dreyfðist hópurinn og reiðarnar hófust aftur, eins og ekkert hefði í skorist. í sama bili kom hann auga á mig, sem stóð nokkuð afsíðis — augu hans hvíldu á mjer örlitla stund og virtust glampa enn þá meira. Hann heilsaði mjer, með því að kinka kolli og veifa þendinni, eins og hann vildi fá mig með sjer út í garðinn. Jeg fór eftir bend- ingunni; við fórum báðir út í garðinn, og nú hafði jeg í fyrsta skifti fengið tækifæri ti! að skoða hið fagra andlit hans í næði. En jeg vil þó ekki reyna að lýsa áhrifunum, sem hið merkilega andlit hafði á mig; jeg hefi áður drepið á það og mun síðar koma nánar inn á það. Pess skall jeg aðeins geta, að við skæra dagsbirtuna virtist mjer það enn þá fegurra, karlmannlegra og svipmeira en við hálfdimt lampaljósið, og að jeg gleymdi því nær öllu því æfintýralega, sem mjer hafði verið sagt um manninn, er jeg sá það; það hafði beinlínis sefandi og fullvissandi áhrif á mig, því á and- liti þessu Ijómaði vissulega geðró og innri friður, eins og tærandi eldur brjálseminnar hafði aldrei snert sálina, sem undir slíku and- liti bjó. Pegar við voruro komnir nokkur skref frá dyrum skeiðvallarins ieit hann við eins og hann vildi forvitnast um, hvorí okkur væri veitt eftirför; en bleikur roði færðist snöggvast yfir andlit hans, eins og hann skammaðist sín fyrir þetta, og hann leit á mig um leið og hann brosti vandræðalega. Pegar hann sá, að enginn var nálægt, sagði hann, mjer til mikillar undr- unar á þýsku, sem hann talaði svo hreint og reiprennandi, að jeg heyrði engan útlendings- blæ á framburðinum: »Góðan daginn, herra minn! Jeg verð að biðja yður afsökunar á því, að jeg svaraði ekki í gærkvöldi hinu vingjarnlega ávarpi yðar; en hafi yður í gær furðað á þögn minni, þeg- ar þjer þektuð mig ekki, þá furðar yður ekki á henni í dag, þegar þjer vafalaust vitið, hver og hvernig jeg er.« Mjer varð ekki aðeins svar vants, vegna gleðinnar sem jeg naut við að heyra móðurmál mitt talað svo vel; nei! jeg var hissa á því að heyra hann segja þetta svo opinskátt og hjartanlega, sem jeg sfst hafði búist við, því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.