Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 75

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 75
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 16Í3 Bravó! Petta er htín, herrar mínir.* Hann tók tappan úr með svo mikilii velþóknun, að hún virtist hafa áhrif á aðra, þvi allir gestirnir urðu eins eftirvæntingarfullir á svipinn; það var auð- séð, að þeir þektu þennan drykk, sem forstjór- inn skenkti, því brátt var orðið mjög glatt á hjalla. Menn svelgdu í sig eftir nótum, ef svo mætti segja; jeg var sá eini, sem ekki gat fylgst með, því þegar jeg hefi drukkið vísan glasafjölda, getur besla vín ekki freistað mtn svo, að jeg drekki meira. »Við skulum skála!* hrópaði forstjórinn ofsa- kátur, »og þar sem við erum nú einu sinni eigingjarnir, skulum við fyrst drekka skál okk- ar; en við þurfum engum að segja það, því við erum hjer meðal sjálfra okkar.* »Jeg klingi gjarna,* sagði jeg, »en jeg drekk ekki meira, með yðar leyfi.« »Jeg skal segja yður eitt, þjer getið verið bezti Þjóðverji, en þjer kunnið ekki að drdtka,* Klukkan var því nær sex, þegar jeg fór aft- ur upp á herbergi mitt. Jeg hafði heyrt svo margt sem jeg þurfti að íhuga og var einmitt að skrifa það niður, þegar barið var að dyrum hjá mjer, fyrst lágt og því næst hærra. Jeg kallaði: »Kom inn!« og eldri sonur Phillips kom strax inn úr dyrunum, og leit varlega í kringum sig. Pegar hann var viss um að jeg var einn, tók hann hvatlega brjef nr barmi sjer, fjekk mjer það og sagði: »Gott kvöld, herra! faðir minn sendir mig með þetta brjef, og gætið þess vel og látið engan sjá það.« Án þess að bíða eftir svari, var drengurinn eins fljótt horfinn og hann kom. Brjefið, sem jeg hjelt á i hendinni, var á þýsku og hljóðaði þannig: »Herra minn! Jeg get ekki heimsótt yður án þess að vekja eftirtekt, og það verð jeg um fram alt að varast; jeg sendi yður því skrif- lega kveðju, um leið og jeg fer frá St. James, þar sem jeg hefi lokið erindi mínu. Hafi drott- inn valið yður til að þess að framkvæma góð- verk, þá grátbæni jeg yður að eyða ekki tíma og kröftum, þegar þjer getið hjálpað ógæfu. sömum manni — blessun Guðs mun launa yður fyrir það. Mjer er bannað að segja meira í svipinn, en ef til vill fáið þjer brátt að vita það, sem jeg neyðist til að dylja yður. Enn þá einu sinni lifið heilir, og fyrirgefið vealings farandsala, sem gerist svo djarfur að vilja leggja á yður leyudarmál, sem þjer sjátfið ekki þekklð. Emmanuel Phillips.« Sem þrumu lostinn lagði jeg brjefið frá mjer. Mig hafði þá grunað rjett, og jeg var flæktur í leyndarmáli, sem óljós grunur hafði látið mig eygja, en semvjeg ekkj þekti i insta eðli. Hvaða leyndarmál var það, og hvern SHerti það? Vafalaust »vitfirringinn frá St. James«, því mjer var það ljóst strax um morguninn, aff hann stóð í einhverju sambandi við samferðaraann minn. Pað var ætlun mfn að haida loforð mitt og heimsækja Sidney í herbergi hans. En jeg fann, að jeg mátti ekki vekja eftirtekt með heim- sókninni. Jeg gekk því í hægðnm mínum Upp breiðu steintröppurnar á aðalhúsinu, og ljet sem jeg íhugaði byggingarlagið og umbúnað allan, sýndi dyravörðunum, sem stóðu á sjer- hverri pallskör, aðgangsmiðann, sem foratjórinn hafði fengið mjer, fann án þess að spyrjast fyrir dyrnar á öðru lofti, sem mjer hafði verið vísað á, opnaði þær og gekk inn í herbergið, sem ágæt útsýn var úr yfir trjágarðinn. Jeg varð rajðg undrandi, er jeg sá að þetta var herbergi, búið öllum þægindum, í stað venju- Iegrar sjúkrastofu. Mislit, Ijósröndótt glugga- tjöld úr þykku efni, silfurgrátt veggfóður, raarg- lit ullargólfábreiða, dökkrauður legubekkur beint á móti breiðum spegli í gullnri umgjðrð, þægi- legur hægindastóll framan við skrifborðið, sem var alþakið bókum og skriffærum, stofuhar- moníum af beztu og fegurstu gerð og háir bókaskápar fullir af ritverkum frægustu skálda, heimspekinga og náttúrufræðinga — þannig var umbúnaðurinn í herberginu, þar sem sá mað- ur bjó, sem jeg átti eftir að kynnast nánar á vitfirringahæli. Tveir stórir gluggar voru í herberginu. Úti fyrir þeim voru vafningsvið- ur og ýms blómstrandi trje, ef til vill til að hylja járnstengurrtar, sem voru fyrir gluggan- um að utanverðu, og skildi íbúann frá öllum 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.