Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 77

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 77
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 155 Brúðkaupsdagurinn hennar Hönnu. Eftir Richard Braune. Ríkisbóndinn Morten Ram hjelt brúðkaup og næstum því öilinn ^orpsbúum var boðið. Hljóðfæraleikararnir bljesu og Ijetu bogann dansa á fiðlustrengjunum, prúðbúin börn sungu og dönsuðu á götunni, meðan hinir eldri í hátíða- búningum hsegt og með jöfnum skrefum nálg- uðust veislustaðinn. Frá næstu sveitaþorpum komu einnig vagnar fullir af skrautklæddum brúðkaupsgestum. Öku- mennirnir Ijetu smella í svipum sínum og hest- arnir hneggjuðu, prýddir mislitum böndum og blómum. Alstaðar var glaumur og gleði. Brúðguminn, hár og grannur, með grá, hygg- indaleg augu, stóð inni í dagstofunni og beygði sig ofan yfir vöggu, þar sem lítil og veikleg þriggja ára gömul stúlka blundaði. »f dag gef jeg þjer móður, vesalingurinn Iitli,« sagði hanii lágt. »Hún mun vernda þig og annast þig betur en vandalausir hafa gert, og betur en faðir þinn hefir gert, enda ber hann nú ekki mikið skyn á slíkt. — Hvað hún er lík- móður sinni eins og hún liggur þarna!« Hann þagnaði, niðursokkinn í að horfa á barnið og minnast liðinna tíma. Smástúlkan, sem gætti barnsins, kom inn. »Ja, herra Ram,« sagði hún, »þjer eruð þá enn þá á skyrtunni og hringjarinn er þegar far- inn að hringja! Heyrið þjer! Brúðurin er búin að búa sig og gestirnir eru við vínið og kök- urnar.« Hann hrökk upp úr hugsunum sínum. »Berið vögguna inn í yðar herbergi,« sagði hann við stúlkuna. »Hjer verður enginn friður í dag, en Emtna þarfnast svefns. Læknirinn heldur að það sje það eina, sem muni geta styrkt hana.« Stúlkan gekk út í anddyrið og gaf einum af vinnumönnunum bendingu og síðan báru þau vögguna inn í stúlknaherbergið. Á meðan hafði Morten Ram tekið svartan, heldur forneskjulegan, kjól, út úr skápnum; hann hafði verið saumaður fil fyrsta brúðkaups hans og nú átti að nota hann við annað brúðkaupið. Svo tók hann hattinn sinn og reyndi að fága hann með því að strjúka hann með kjólerminnk En svo var eins og alt í einu kæmi óstyrkur á hann. Pessi sterki maður hneig niður á stól, faldi andlitið í höndum sjer og reyndi þannig að dylja tárin, sem læddust niður eftir kinnunum. Yfirí hinum enda hússins, í herbergjunum, sem ætluð voru gömlu lífeyris-ætlfólki — þegar eitthvað af því var á heimilinu, stóð brúðurin, tæplega tvítug, með stór, brún augu og lítið lag- legt andlit, sem .sjaldgæft er þó um sveitabú- ana. Hún var í svörtum silkikjól og gildvaxin, þrekleg kona var einmitt að setja á hana brúð- arkransinn. Við hiið hennar stóð bróðir hennar, ungur bóndi, sem nýlega hafði keypt sjer bæ í næsta þorpi. »Ja, fyrst þú vilt hreint ekki vera leng- ur hjá mjer,« sagði hann, hálfgert í gamni og hálfgert í alvöru, »þá hefir þú breytt hyggilega í því að velja þjer Morten til eiginmanns. Hann er álitlégur maður á góðum aldri, og engar skuldir hvíla á jörðinni eða áhöfninni. Það er líklega ekki um annað að gera fyrir mig en að fara að dæmi hans; því bóndi án konu og heimili án húsmóður er ósköp óverulegt.« Brúð- urin setti gullfesti með litlum krossi um háls sjerogsagði vingjarnlega: »Það er betra að jeg fari sjálfviljug nú, heldur en að ung kona hvetji mig til þess eftir nokkurn tíma.« »Þaðskyldi aldrei verða,« sagði bróðirinn ákafur. Systirin hló og lagði höndina á munn honum. »Hægan þú; jeg veit það betur,« sagði hún. »Nýgift hjón þurfa að fá að vera ein« — hún sneri sjer að konunni, sem hjálpaði henni. »Er það ekki rjett, Anna-Soffia?« »Pað er vel skiljanlegt, ungfrú Verner,« svar- aði hún hásum róm, sem Ijet illa í eyrum. »Pess vegna ætla jeg líka að átta dögum liðn- um að búa niður faraugur minn og yfirgefa 20'

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.