Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 7 Örn Bjarnason Siöamál lækna 2 SIÐFERÐISVIÐHORF OG SIÐAREGLUR The ethos comprises those distinctive attitudes which characterize the culture of a professional group in so far as this occupational subculture fosters adherence to certain values and the acceptance of a specific hierachy of values (1). SIÐFERÐISVIÐHORF OG SIÐAREGLUR Það ethos, sem hér er lýst og nefna má siðferðisviðhorf stéttar, felur í sér tiltekna arfieifð, hlutdeild í venjum og sameiginlegri reynslu, svo og fylgi við ákveðið gildiskerfi. Siðferðisviðhorf stéttar eiga upptök innan stéttarinnar sjálfrar og eru einkum og sér í lagi mótuð af þeim, sem á framúrskarandi hátt eru tákn þessara viðhorfa, þeim sem hafa verið fyrirmynd stéttar sinnar. Siðferðisviðhorf þarf að greina frá siðareglum, sem ætlað er að hlúa að og tryggja þessi sömu viðhorf. Siðareglur staifsstéttar eru vel orðaðar yfirlýsingar um starfssiðgæði, eins og það horfir við stéttinni. Siðareglumar fá aftur þrótt sinn úr þeim siðferðisviðhorfum, sem þeim er sjálfum ætlað að dýpka og styrkja. Um þær siðareglur, Codex Ethicus, sem samþykktar voru 1978, er fram tekið að þær séu ætlaðar læknum til leiðbeiningar og stuðnings í daglegu starfi. SIÐFRÆÐI OG SIÐFERÐI Siðfrœði lækna getur ekki verið í andstöðu við þá siðfræði, sem samfélagið hefir tileinkað sér. Læknavísindin og læknislistin eiga sín sérstöku siðfræðilegu vandamál og þau verður að skoða í ljósi almennrar siðfræði. Siðfræði lækna er kerfisbundin viðleitni til að varpa ljósi á siðferðisviðhorf og gera ítarlega grein fyrir heildarsýn og hegðunarreglum læknastéttarinnar. Auðvitað verður siðfræði lækna að taka tillit til ríkjandi siðferðisviðhorfs: Hún leitast við að styrkja siðferði, siðræna dómgreind og siðferðilegar ákvarðanir lækna. Siðferði læknisins liggur í vitund hans um það, hvemig hann geti bezt nálgazt það verkefni sem felst í starfsgrein hans, að lifa að fullu samkvæmt siðferðisviðhorfunum. Siðferði læknisins er geta hans til þess að breyta samkvæmt samvizku sinni og til þess að taka ákvarðanir með heiðvirð viðhorf að leiðarljósi og af innsæi og skarpskyggni (2). Frábmgðið því, sem er um siðfræði lækna, em siðareglur lækna dæmi um raunhæfa tilraun til þess að tryggja ákveðnar hegðunarreglur. Ekki er þó ætlunin að staðhæfa þar um allar siðferðilegar meginreglur, sem um er að ræða og þar er heldur ekki ætlunin að þróa siðfræðikerfi, eins og gert er í læknisfræðilegri siðfræði. Siðareglur lækna eiga að tryggja læknum, sjúklingum og öllum almenningi stéttarstaðal fyrir mannleg tengsl. Þær þarf að greina frá landslögum. Reglumar eru fremur leiðbeiningar en hömlur, en þær em einnig notaðar af læknafélögunum til þess að tryggja lágmarkshömlur og siðareglumar bægja oft frá þörf ríkja til þess að setja lög um eða hafa afskipti af læknisfræðilegum úrlausnarefnum 0). SIÐAREGLUR LÆKNA Læknastéttin eignaðist fyrstu siðareglumar fyrir um 2400 ámm, trúlega fyrst allra stétta. Ekki þarf að eyða mörgum orðum um Hippokrates frá Kos, sem fæddist um 460 ámm fyrir Krists burð, enda þekkir hvert mannsbam til hans. Sá eiður, sem við hann er kenndur, hefir haft áhrif á allar siðareglur, sem síðar hafa komið fram. Textinn er svohljóðandi í þýðingu Valdemars Steffensens læknis (3): * Ég vil virða læknisfræðikennara minn sem foreldra mína, taka þátt í lífskjömm hans og, ef nauðsyn krefur, ala önn fyrir honum; ennfremur vil ég virða afkvæmi hans sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.