Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Síða 10

Læknablaðið - 15.01.1990, Síða 10
8 LÆKNABLAÐIÐ bræður, og kenna þeim læknisfræði, ef þeir æskja þess, endurgjaldslaust. Fræði mín vil ég kenna sonum mínum, sonum kennara míns, svo og þeim lærisveinum mínum, sem bundnir eru læknalögum og lækniseiði, engum öðrum. * Þær einar fyrirskipanir mun ég gjöra, er séu sjúklingum mínum til gagns og nytsemdar, eftir því sem þekking mín og dómgreind frekast fær ráðið. Forðast mun ég að aðhafast nokkuð illt eða óréttlátt gegn þeim. * Engum mun ég gefa lyf, svo honum verði að aldurtila, þótt farið sé þess á leit við mig, og engum ráð gefa til að stytta sér aldur; enn fremur engri konu fá lyf til fóstureyðingar. * Ég vil lifa hreinu, flekklausu lífi og rækja svo list mína. Skera til steins vil ég ekki; það gjöra þeir, sem þar til eru kallaðir. * Hvar sem ég kann í hús að koma, þá vil ég vera hinum sjúku til gagns og hjálpar, en fjarri mér sé ósanngjam og vítaverður ásetningur; sérstaklega vil ég forðast allt daður við konur og smásveina, frjálsa og þræla. * Á allt það, sem mér kann að bera fyrir augu og að eyrum, þá er ég gegni starfi mínu, mun ég líta sem leyndarmál og þegja yfir, sama máli gegnir um, það er ég kann að frétta um lifnað annarra, þá er ég er utan starfs. * Haldi ég nú þennan eið minn alveg, og bregði hvergi af, þá ætti mér að hlotnast bæði gæfa og gengi, og ég hafa virðingu allra góðra manna. Skyldi það henda mig að ganga á eiðinn og gerast meinsærismaður, þá á ég að hitta fyrir hið andstæða.» Við útskrift úr læknadeild Háskóla íslands hafa læknakandídatar undirritað svofellt heitorð (4) frá árinu 1932: Ég, sem rita nafn mitt hér undir, lofa því, og legg við drengskap minn, * að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samvizkusemi, * að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits, * að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum, * að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli, er lúta að störfum lækna. Árið 1967 voru samþykktar siðareglur (Codex Ethicus) fyrir Læknafélag íslands. í þeim Codex segir: «Heit það, sem kennt er við Genf, en á rót sína að rekja til Hippokratesar, skal hver verðandi læknir festa til að hljóta ius practicandi og leggja við drengskap að halda það ævinlega.» GENFARHEIT LÆKNA (The Declaration of Geneva) (5), sem samþykkt var á öðru allsherjarþingi Alþjóðafélags lækna í Genf í september 1948 og breytt á tuttugasta og öðru þinginu í Sidney í ágúst 1968 og á þrítugasta og fimmta þinginu í Feneyjum í október 1983, er á þessa leið: * Þegar ég nú er tekinn í raðir læknastéttarinnar: * Skuldbind ég mig hátíðlega til þess að helga líf mitt þjónustu við mannkynið. * Ég mun sýna kennurum mínum þá virðingu og það þakklæti, sem þeim ber. * Ég mun rækja starfsgrein mína af samvizkusemi og göfgi. * Ég mun hafa heilbrigði sjúklinga minna í huga framar öllu öðru. * Ég mun virða þau leyndarmál, sem mér er trúað fyrir, jafnvel eftir að sjúklingur er látinn. * Ég mun viðhalda með öllum ráðum, sem mér eru tiltæk, heiðri og göfugum hefðum læknastéttarinnar. * Starfsfélagar mínir munu vera mér bræður. * Ég mun ekki láta umhugsun um trú, þjóðemi, kynþátt, flokkssjónarmið eða þjóðfélagsstöðu hindra mig í skyldum mínum við sjúklinga mína. * Ég mun viðhalda æðstu virðingu fyrir mannlegu lífi allt frá upphafi þess, jafnvel þó mér sé ógnað, og ég mun ekki nota læknisfræðiþekkingu mína andstætt lögmálum manngæzku og mannúðar. * Þessi loforð gef ég hátíðlega, af frjálsum vilja og að viðlögðum drengskap. Ákvæðið um Genfarheit lækna var ekki tekið upp í Codex Ethicus, sem samþykktur var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.