Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 12
10 LÆKNABLAÐIÐ nánari grein fyrir þessum hugtökum í næsta kafla. Slíkar siðareglur mega ekki geyma svo mörg fyrirmæli eða undantekningar frá reglum, að mörgum fari svo, að þeir nái ekki að hafa yfirsýn yfir siðareglumar eða hreinlega geti ekki munað þær. Dæmi um almenna siðareglu er þessi: «Þegar þú hefur lofað að gera eitthvað, ertu skyldugur að standa við það.» A hinn bóginn leggja siðareglur starfsstétta áherzlu á afleiddar siðferðilegar reglur, sem nefna sérstaklega kvaðir og skyldur fyrir afmarkaðan hóp, svo sem lækna. Þessar siðferðilegu reglur eru réttlættar með skírskotun til almennari undirstöðureglna, sem verið getur að ekki verði ljóslega greindar í siðareglunum sjálfum. Gildir hér það sama og hið fyrrgreinda, að siðareglumar verða ekki virkar, ef atriðin verða of mörg eða of flókin. Sumar siðareglur lækna verða mjög tæknilegar og fagmannlegar: Göngum út frá reglu, sem er að finna í Codex Ethicus: «Samhengi í meðferð sjúklinga er æskilegt og ber að stefna að því» (7). Brezkar reglur nálgast þetta með eftirfarandi orðum: «It is good medical practice for one doctor to be responsible for the overall management of a patient’s illness» (8). Til þess að tryggja þetta betur, má setja reglur um það, að læknir megi ekki taka til meðferðar sjúkling, sem þegar er í meðhöndlun hjá öðmm lækni við sama sjúkdómi, nema með tilteknum undantekningum (7, 8). Aðra nálgun er að finna í bandarískum siðareglum: «Once having undertaken a case, the physician should not neglect the patient, nor withdraw from the case without giving notice to the patient, the relatives, or responsible friends sufficiently long in advance of withdrawal to permit another medical attendant to be secured» (9). Á þessa siðareglu má hins vegar líta sem útlistun á siðfræðilegri meginreglu: «A physician shall respect the rights of patients...» (10). Siðareglan á sér einnig augljóslega rætur í meginregunni um að standa við orð sín - orðheldnireglunni, í almennu siðareglunni. KOSTIR OG ÓKOSTIR SIÐAREGLNA STARFSSTÉTTA Þegar kannað er hvert hagræði eða óhagræði er af siðareglum starfsstétta, þarf fyrst af öllu að hyggja að því hvað er starfsstétt. í Ensk-íslenzkri orðabók með alfræðilegu ívafi (11) eru gefnar tvær þýðingar á enska orðinu profession: 1. starfsgrein\ hvert það starf, sem útheimtir tiltekna sérmenntun og 2. starfsstétt, stétt. Þetta sýnir okkur greinilega, að þegar við erum að skilgreina siðareglur lækna, erum við að fást við tvö hugtök, sem í raun felast bæði í erlenda heitinu: Annars vegar erum við að víkja að læknum sem hóp, læknastéttinni, einni heilbrigðisstétta. Hins vegar erum við að tala um læknisstarfið sem hlutverk. Starfsgrein hefir verið skilgreind þannig, að hún sé «samansafn starfa, en þeir sem gegna þeim, inna af hendi viss verkefni, sem almennt eru metin í þjóðfélaginu og með þessari starfsgrein afla þeir sér lífsviðurværis á dæmigerðan hátt í fullu starfi» (12). Af þessum ástæðum auðkenna félagsfræðingar starfsskyldur oft sem «starfsstaðla». Læknar eru þá samkvæmt framansögðu stétt, annars vegar vegna þess að þeir hafa svipaða menntun og hins vegar vegna þess að hlutverk þeirra hafa ákveðna þætti sameiginlega. Stéttir takmarka aðgang að störfum með því að láta staðfesta, að umsækjendur hafi aflað sér þeirrar hæfni og þekkingar sem krafist er. Því til viðbótar að reyna að tryggja starfshæfni, framfylgja starfsstéttir því, að dæmigerðum skyldum og ábyrgð er sinnt, þannig að þeir sem taka upp tengsl við stéttaraðila, geti treyst þeim. í siðareglur starfsstétta eru stundum settar umgengnisreglur, sem varða samskipti aðila innan stéttarinnar. í Codex Ethicus frá 1916 sagði í annarri grein: «1 viðurvist sjúklings eða annarra en læknis, skal enginn læknir fara niðrandi orðum um stéttarbræður sína, jafnvel þótt ástæða kynni að vera til slíks» (13) . Þessi grein var óbreytt í siðareglunum frá 1918. í reglunum sem samþykktar voru 1944 er tilgreint atriði komið í fyrstu grein svohljóðandi: «Læknum er ósæmilegt allt niðrandi tal um lækningar stéttarbræðra sinna, nema við lækna eina, en einkum þó í viðurvist sjúklinga og vandamanna þeirra» (14) . I reglunum, sem samþykktar voru 1967 segir síðan: «011 gagnrýni á þekkingu eða læknisstörfum stéttarbróður er ósæmileg nema við lækna eina» (15) og í núgildandi Codex Ethicus segir, að lækni «ber að forðast að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.