Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1990, Page 21

Læknablaðið - 15.01.1990, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 19 Síðari röksemdafœrslan til stuðnings sálfræðilegri sérdrægni, að til allra frjálsra gerða sé hvatt af löngunum og menn muni ávallt bregðast við til þess að fullnægja eigin óskum, er byggð á rangri notkun orðsins fullnægja. Þetta orð getur haft tvœr merkingar: 1. Maður fær fullnægju vegna ánægjunnar af því, að fá það sem hann sækist eftir. En hér er sá hængur á, að ekki fara alltaf saman ánægja og fullnægja. 2. Þannig verður síðari merking orðsins sú, að við uppfyllum óskir okkar, þegar við fáum það sem við sækjumst eftir. Víkjum þá aftur að röksemdafærslunni um það, að vegna þess að til allra frjálsra gerða sé hvatt af löngun eftir einhverju, hljóti menn ávallt að leitast við að fullnægja þessum óskum. Þetta virðist fela í sér, að það sem sýndist ósérplægin breytni væri raunverulega til komin til þess að fullnægja óskum gerandans. Ef fullnægja væri hér notuð í seinni merkingunni, segir þessi röksemd okkur það, að þegar maður fer eftir löngun sinni, leitast hann við að fá það sem hann óskar eftir. Sá eigingjami getur fallist á þetta, með því að benda á, að eitt af því sem maður getur óskað sér er velgengni annarra. Þessi merking orðsins styður því ekki sérdægnina. Þegar sérdrægni er sett fram í fyrstu merkingunni fer á sama hátt, eins og við höfum þegar séð. Niðurstaðan verður því sú, að sálfræðileg sérdrægni er líklega röng. GAGNRÝNI Á SIÐFRÆÐILEGA SÉRDRÆGNI En hvað þá með siðfræðilega sérdrægni, sem segir, að þegar upp koma árekstrar milli hagsmuna manns og hagsmuna annarra, á sá hinn sami rétt á að velja eigin hag? Fyrsta atriðið sem leggja ber áherzlu á, er það, að núgildandi siðareglur krefjast þess ekki af einstaklingum, að þeir fómi ávallt eigin hag í þágu annarra. Okkur ber ekki að gefa allt fé okkar til góðgerðarstarfsemi, ekki einu sinni stóran hluta þess. Við eigum oft rétt á því að leita persónulegrar ánægju, jafnvel þótt aðrir gætu haft hag af því, að við litum til með þeim. Reyndar er það svo, að hefði maður ekki rétt til þess að huga oftast að eigin hag, væri ekki hægt að krefjast þess af öðmm mönnum, að koma stundum fram við hann af ósérplægni. Það er einmitt vegna þess að eiginhagsmunir manns em siðferðilega dýrmætir, að öðrum mönnum ber að virða þá. Hins vegar kemur upp siðferðilegt ágreiningsefni, þegar maður getur ekki fengið eitthvað, sem hann langar í, nema með því að brjóta einhverja þá reglu, sem krefst þess af honum, að hann verði öðrum að gagni eða að hann forðist að valda öðrum skaða. Hafi hann til dæmis lofað að borga skuld á tilteknum tíma, þá er honum siðferðilega skylt að standa við það, jafnvel þó að hann þyrfti sjálfur á peningunum að halda á þeirri stundu. Jafnvel þó maður sé að verða seinn fyrir, ber honum að haga akstri sínum þannig, að hann skaði ekki fótgangandi vegfarendur, sem tefja för hans. Þannig krefjast margar siðareglur þess, að við virðum hag annarra, jafnvel þó að það feli í sér, að við verðum að fóma okkar eigin hag. Sá sérdrægni svarar því til, að menn séu aldrei siðferðilega skyldir að fara eftir þessum reglum, þegar það er mönnum óhentugt (3). Til þess að varpa ljósi á þetta ágreiningsefni, verður að gefa því gaum, að hugtakið siðferðileg regla hefir að minnsta kosti tvœr merkingar. * í fyrsta lagi er siðferðileg regla = regla um hegðun og þar með hluti af siðareglum hóps. Þannig er hægt að tala um siðareglur Islendinga, Inúíta eða Sama. I því felst ekkert um það, að siðferðilega reglan sé rétt, hún er aðeins viðtekin regla. Reyndar getur verið, að sú regla, sem okkur er sérlega ógeðfelld og fjarri siðferðisvitund okkar, sé í öðru samfélagi siðferðileg, eins og henni er beitt. * I öðm lagi felst í því, þegar við segjum, að regla sé siðferðileg, að reglan sé rétt og að við séum siðferðilega skyld að fara eftir henni. Noti áhangandi sérdrægnikenningarinnar hugtakið siðferðileg regla í síðari merkingunni, er kenningin komin í mótsögn við sjálfa sig. Það er vegna þess, að með þessu væri hann að segja, að í hvert sinn, sem maður er siðferðilega skuldbundinn til að gera eitthvað öðmm í hag, en þarf jafnframt að taka af sínu, er hann ekki skuldbundinn til þess að gera það. Við getum þannig hafnað þessari útgáfu sérdrægninnar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.