Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 47-57 47 Örn Bjarnason Siðamál lækna 9 FORRÆÐISHYGGJA EÐA SAMFÉLAGSSÁTTMÁLI? »Patemalistic« models of doctor-patient relationships are simply not possible at present; that relationship must be govemed by a principle that recognizes the autonomy of both parties. The most reasonable model for the relationship appeares to be the contractual model;... the »contract« by its nature, recognizes the equal dignity, right, and responsibility of the contracting parties, thus honoring the moral assumption for any free relationship as well as the legal requirements (1). Flestar siðfræðilegar ákvarðanir í læknisfræði em af félagslegum toga vegna þess, að þar koma til bein mannleg samskipti. Oftast eru samböndin mjög flókin og ná ekki einungis til læknis og sjúklings heldur einnig til þeirra sem tengjast þeim. Samfélagið tekur stakkaskiptum og siðgæðisvitundin breytist. Læknisfræðin þarf að svara þessum breytingum, en staðhæft hefir verið að læknastéttin hafi of lengi haldið fast í fomar hefðir. I því felst, að hugmyndin í ritum þeim, sem kennd em við Hippokrates, eigi ekki lengur við. Hefir því jafnvel verið haldið fram, að þessi hefð væri dauð: »The professional ethic of the Hippocratic tradition is dead; long live the professional ethic of responsible medicine« (1). HIPPOKRATESARMISSIR Lítum því aftur á eiðinn, sem kenndur er við Hippolo-ates og birtur er í öðmm kafla. Eiðnum má skipta í tvo hluta: A: Annars vegar eru loforð um ýmis atriði: 1) Læknirinn lofar að varðveita sem leyndarmál allt það sem hann kann að komast að, í og utan starfs (2). 2) Læknirinn lofar að eiga ekki hlut að líknardrápi (2). 3) Læknirinn lofar að eiga ekki hlut að fóstureyðingu (2). 4) Læknirinn lofar að fást ekki við skurðlækningar (2). Er hér að finna upphaf skiptingar lækninga í tvær megingreinar, sem enn em við lýði í dag. 5) Læknirinn lofar að virða kennara sinn, að annast um hann og afkvæmi hans og að halda læknisfræðiþekkingunni innan takmarkaðs nærhóps (2). Augljóst er, að þetta ákvæði á ekkert erindi í nútímasiðfræðikenningar, en trúlega gætir áhrifanna enn í þriðja kafla Codex Ethicus frá 1978 (3): Allir læknar, makar þeirra, ekklar og ekkjur og ófullveðja böm eiga rétt á ókeypis læknishjálp af hendi þess læknis, sem hinn sjúki kýs sér. B: Hins vegar er í eiðnum heit um að fylgja tilteknum læknisfræðileggum siðareglum og hegðunarreglum: Tvívegis er vikið að gmnnmeginreglum. Sá sem heitið vinnur, lýsir því fyrst yfir, að hann muni aðeins mæla fyrir um þá meðferð, sem komi hinum sjúku til góða og að hann muni verja þá fyrir skaðræði og misgerð. (I griska textanum mun notað heitið adikíe, sem þýtt er óréttlæti, en mun hafa almennu merkinguna misgerð). Síðar, þegar vikið er að því að vitja hinna sjúku er sama grunnmeginreglan um velgerð orðuð á ný: »Hvar sem ég kann í hús að koma, þá mun ég vera hinum sjúku til gagns og hjálpar...« og þá er aftur áréttuð skyldan um óskaðsemi (2). / þessu felst kjarni Hippokratesarhefðarinnar og þar með kjarni siðfrœði lœkna um langan aldur: Þeir sem aðhyllast þessa hefð, eru skuldbundnir að vinna sjúklingnum gagn og að vemda sjúklinginn fyrir skaðsemi. Læknirinn skuldbindur sig til að gera það, sem hann heldur að verði sjúklingnum til góðs - »eftir því sem fæmi hans og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.