Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 66

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 66
60 LÆKNABLAÐIÐ hvað heilbrigðisyfirvöld eru að reyna að gera, er forsenda þess að þeim takist það. Einkaheilbrigðissamtökin aðstoða við það með framtaki sínu« (4). Karl Evang segir enn fremur: »Samtök áhugamanna um heilbrigðismál hafa reynzt mjög mikilvæg í Noregi vegna þess brautryðjendastarfs og þeirrar tilraunastarfsemi, sem þau hafa staðið fyrir og gera enn. Oft er auðveldara að koma á og reyna nýja starfsemi undir vemdarvæng einkasamtaka, heldur en á vegum ríkisins eða sveitarfélaga, með sín hæggengu stjómkerfi og stífu fjárhagsáætlanir. I mörgum tilvikum hafa heilbrigðisyfirvöld beinlínis leitað til heilbrigðissamtaka um hjálp, til þess að leita lausna á vandamálum, sem ekki var hægt að leysa á þeim tíma, með þeim ráðum sem ríkið hafði tiltæk. Aftur og aftur hafa samtök af þessu tagi ein sér eða fleiri saman tekið upp nýja hugmynd, komið henni í verk, sannfært almenning og stjómvöld um gildi hennar og hún fengið slíkt brautargengi, að stjómvöld hafa tekið þjónustuna inn í heilbrigðiskerfið« (4). Karl Evang var framkvæmdastjóri heilbrigðisþjónustunnar - helsedirektör - í Noregi í fjóra áratugi og þótti engu minni sósíalisti en Archibald Cochrane. Evang (5) skildi vel nauðsyn þess, að fólkið sjálft fengi að ráða stefnunni í heilbrigðismálunum og hlúði að starfi áhugamannasamtaka. Því eru orð hans tilfærð hér, að lýsing hans á vel við Island í dag. Vaxandi hlutdeild ríkisins í útgjöldum og aukin miðstýring fjárstreymis þarfnast þess mótvægis, sem felst í öflugu starfi félagasamtaka. Er þá komið að því að kanna stöðu lækna í kerfinu. SAMKOMULAG LÆKNA OG SAMFÉLAGSINS * Staðfestur er einkaréttur þeirra manna, sem lokið hafa prófi frá læknadeild Háskóla Islands og viðbótamámi á heilbrigðisstofnunum hér á landi til að stunda lækningar og gangast jafnframt undir tilteknar skyldur (6). Aðrir geta komið inn í þetta samkomulag hafi þeir aflað sér sömu þekkingar og fæmi og sanni kunnáttu í mæltu og rituðu íslenzku máli (6). * Allir landsmenn em sjúkratryggðir og skal læknishjálp greidd samkvæmt samningi við Tryggingastofnun ríkisins (7). * Læknar, sem starfa við heilsugæslustöðvar, skulu taka laun með tvennu móti: a) Föst laun fyrir gegningarskyldu, vaktþjónustu, heilsuvemdarstarf og ráðgjafarþjónustu við heilbrigðiseftirlit og b) laun samkvæmt samningi stéttarfélags lækna og Tryggingastofnunar ríkisins fyrir almenn læknisstörf (8). * Læknir getur við störf sín notið aðstoðar annars heilbrigðisstarfsfólks, að svo iniklu leyti sem slíkt er nauðsynlegt og forsvaranlegt vegna hæfni þess og sérkunnáttu. Starfar það þá á ábyrgð læknis nema önnur lög bjóði annað (6). * Lækni er heimilt að skorast undan störfum, sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf hans, séu störfin ekki framkvæmd í lækningaskyni (6). * Læki ber að sinna störfum sínum af árvekni og trúmennsku, halda við þekkingu sinni og fara nákvæmlega eftir henni (6). * Læknir ber ábyrgð á greiningu og meðferð þeirra sjúklinga sem til hans leita eða hann hefur til umsjónar (6). * Lækni ber að sýna varkámi og nákvæmni við útgáfu vottorða og annarra læknayfirlýsinga. Skal hann votta það eitt er hann veit sönnur á (6). * Lækni er skylt að láta hinu opinbera í té vottorð um sjúklinga er hann annast þegar slíkra vottorða er krafist vegna viðskipta sjúklinga við hið opinbera (6). * Lækni ber, sé hann nærstaddur eða sé til hans leitað, að veita fyrstu nauðsynlega læknishjálp í skyndilegum sjúkdóms- eða slysatilfellum nema þeim mun alvarlegri forföll hamli (6). * Lækni, sem stundar almennar lækningar, er skylt, þótt hann sé ekki opinber starfsmaður, að gegna aðkallandi sjúkravitjunum í því heilsugæsluumdæmi, þar sem hann starfar nema þeim mun alvarlegri forföll hamli (6). * Lækni ber að gæta fyllstu þagmælsku og hindra það að óviðkomandi fái upplýsingar um sjúkdóma og önnur einkamál er hann kann að komast að sem læknir. Þetta gildir ekki bjóði lög annað eða sé rökstudd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.