Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 74
68 LÆKNABLAÐIÐ læknakandídötum eða læknanemum, sem lokið hafa fjórða árs námi, að gegna tilgreindum læknisstörfum um stundarsakir og hefur viðkomandi þá lækningaleyfi á meðan hann gegnir þeim störfum. I slíkum tilvikum skal læknanemi starfa með lækni, en frá þessu má víkja telji landlæknir sérstakar ástæður mæla með því. Starfsheitin eru fleiri, enda ráð fyrir því gert í lögum (6), að ráðherra setji reglur með nánari ákvæðum um nám og menntunarskilyrði fyrir hverja stétt, er hann ákveður að fella undir þessi lög, að fengnum tillögum viðkomandi starfsstétta og umsögn landlæknis og gerist Island aðili að milliríkjasamningi um gagnkvæma viðurkenningu á starfsréttindum heilbrigðisstétta, er undir lög þessi falla, skal fara eftir ákvæðum þessarar greinar eftir því sem við getur átt og samrýmst viðkomandi milliríkjasamningi. Tengist þetta og því, að ekki er hægt að koma á námi hérlendis, fyrri en búið er að kenna kennurunum og því, að íslendingar fara víða um lönd til náms. í upptalninguna vantaði til dæmis augnþjálfa og hnykkja. Af listanum hafa fallið tannsmiðir (42), sem teljast iðnaðarmenn, enda er tannsmíði nú löggilt iðngrein (42). Endanlega eru svo sálfræðingar, sem sækja starfsleyfi sitt til menntamálaráðherra (43) og eru þar með ekki heilbrigðisstétt, þó margir þeirra vinni á sjúkrahúsum. SAMNINGSGRUNNURINN Nokkrar siðferðilegar meginreglur mynda undirstöðu samningsins milli læknis og sjúklings. Röðun þeirra er ekki tilviljun háð, því hún er í samræmi við þann anda regluskyldusiðfræði, sem hugsanlegt er að hafi komið fram í þessum skrifum. Á síðari stigum verður fjallað nokkuð um hverja meginreglu fyrir sig. * Meginreglan um sjálfsforrœði sækir styrk sinn í hugtak Kants um manninn sem skynsama veru (verunftiges Wesen), búna dómgreind og frjálsum vilja. í Grundlegung zur Metaphysik der Sitten segir hann: «Því að skynsamar verur eru allar undir lögmálið settar, til þess að hver þeirra skuli aldrei fara með sjálfa sig eða allar aðrar sem meðal, heldur ávallt samtímis sem markmið í sjálfri sér» (44). Sjálfræðisreglan gildir þannig ávallt bæði fyrir lækni og sjúkling. * Meginreglunni um réttlæti voru gerð nokkur skil, þegar rætt var um sáttmálann um heilbrigðisþjónustuna, svo og í frásögninni af kenningum Rawls. * Meginreglan um orðheldni er svo ofarlega á blaði, vegna þess að samningurinn byggist á gagnkvæmu trausti. * Meginreglan um sannsögli: Þar eð maðurinn er sjálfráða vera, fær um að taka skynsamlegar ákvarðanir og gera samkomulag við aðra menn, hlýtur sjúklingurinn að eiga rétt á því að fá þær upplýsingar, sem hann þarf til þess að geta verið virkur þátttakandi í ákvarðanatökunni um rannsóknir og meðferð. Af þessu leiðir hins vegar ekki, að læknar hafi rétt til eða séu skyldugir að troða upplýsingum upp á aðra gegn vilja þeirra. Þar sem einstaklingamir eru frjálsar sjálfráða verur, hafa þeir rétt, sem sóttur er í meginregluna um sjálfsforræði til þess að hegða sér andstætt því sem okkur virðist ákjósanlegt. Þeir geta því frábeðið sér upplýsingum, sem þeim þykja lítilvægar eða upplýsingum, sem þeir telja, að séu óviðkomandi því að ákvarða eigin heilbrigðisþjónustu og hafa þeir þá hliðsjón af trú sinni og gildismati. Þeim ætti að vera gerlegt að ganga jafnvel lengra: Þeir ættu að geta frábeðið sér mikilvægar upplýsingar. Þetta getur að sjálfsögðu leitt til þess, að sjúklingurinn taki óskynsamlegar ákvarðanir, en þrátt fyrir það ber okkur skylda til að virða þær. Ber að sama brunni að meginreglunni um sjálfræði var raðað fyrr. * Meginreglan um velgerð kom til umræðu þegar forræðishyggjan var rædd í fyrri kafla og í sömu andránni var rædd: * Meginreglan um óskaðsemi. Að gefnum þessum forsendum, er nú hægt að gera tilraun til þess að þýða uppkast að samningi læknis og sjúklings. UPPKAST AÐ SAMNINGI A. Um skyldur læknis (45)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.