Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 72

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 72
412 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Sótt um stöðu Þegar sótt er um stöðu er al- gengast að skrifað sé bréf til við- komandi stofnunar. Einnig má benda á að til eru stöðluð um- sóknareyðublöð og fást þau í flestum bókabúðum í Svíþjóð. Umsóknirnar er best að stíla á yfirmenn (klinikchef) deilda eða heilsugæslustöðva en nöfn þeirra og heimilisföng er hægt að fá hjá sænska sendiráðinu í Reykjavík. Einnig er hægt að leita til Læknafélags íslands eða lækna sem eru nýkomnir heim frá Svíþjóð til þess að fá gefin upp nöfn og heimilisföng. Oft vísar yfirlæknirinn umsóknun- um til umsjónarlæknis deildar- innar (schemalággare) en hann sér um að skipuleggja vaktir og halda utan um umsóknir. í umsókninni (bréfinu) er æskilegt að fram komi hvaða stöðu og sérnám umsækjandi hefur í huga, frá hvaða tíma og hversu lengi. Oft er getið stutt- lega um menntun, fyrri störf og vísindavinnu en að öðru leyti eru slíkar upplýsingar (ítarlegri) að finna í afrekaskrá (sjá síðar). Flestum ber saman um að það sé til góðs að nefna strax að um- sækjandi stefni heim til íslands að námi loknu. Til þess að minnka líkur á því að umsókninni sé hafnað er vænlegast að hafa upp á íslensk- um læknum sem eru eða hafa verið í námi á viðkomandi stað og hafa sambönd og þekkja til yfirmanna. Einnig getur verið sterkur leikur að senda strax með umsókn meðmælabréf frá yfirmanni/prófessor auk afreka- skrár, sérstaklega ef umsækj- andi hefur lagt stund á rann- sóknir. Oft eru fyrstu svörin „Tyvarr....“ (=því miður) en sjálfsagt er að skrifa aftur ef um- sækjandi hefur mikinn áhuga á viðkomandi stað. Eitt ráð til að sýna áhuga er að bjóðast til þess að koma út í viðtöl, annars eru viðtöl ekki venja við ráðningar í Svíþjóð, gagnstætt því sem tíðk- ast í Bandaríkjunum og Eng- landi. Fáist jákvætt svar (eða svar sem ekki er neikvætt!) er mikil- vægt að svara fljótt. Oft er um- sækjandi beðinn um frekari gögn, svo sem afrit af prófskír- teini, einkunnum og lækninga- leyfi auk afrekaskrár og með- mæla hafi þau ekki verið send áður. Afrit af latneska hluta prófskírteinisins er hægt að fá á skrifstofu læknadeildar í Læknagarði en einnig afrit af einkunnum á ensku auk útskýr- inga á einkunnagjöf. Staðfest afrit af íslensku lækningaleyfi á sænsku („Kopia av bevis om lakarlegitimation“) eða ensku er hægt að fá í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og kostar það 5000 krónur. Einnig er oft beðið um vottorð frá Læknafélagi íslands („Intyg frán Islands lakarförening“) til staðfestingar á því að umsækj- andi hafi ótakmarkað lækninga- leyfi á íslandi og fæst það ókeypis á skrifstofu læknafélag- anna. í suntum tilvikum getur þurft að sýna afrit af stúdents- prófsskírteini, til dæmis vegna vinnu í háskóla. Ef maki hyggur á nám í Svíþjóð er skynsamlegt fyrir hann að taka með sér afrit af einkunnum og prófskírteini á sænsku eða ensku. Þegar komið er til fyrirheitna landsins Eftir að komið er út er mikil- vægt að leita strax á næstu skattaskrifstofu (Skattmyndig- heten) til að fá sænskt nafnnúm- er (personnummer), en það verður maður að hafa til þess að fá síma, barnabætur og fleira sem tengist félagslega kerfinu. Til þess að geta fengið nafn- númerið verður að framvísa samnorrænu flutningsvottorði (Internordisk flytteattest), auk hjúskapar- og fæðingarvottorðs fyrir alla fjölskylduna en þessi vottorð fást á Hagstofunni. Stundum þarf að bíða í eina til tvær vikur uns nafnnúmerið fæst og því er skynsamlegt að leita sem allra fyrst á næstu skattaskrifstofu eftir að komið er út. Eftir að nafnnúmerið hefur borist er hægt að sækja um nafn- skírteini (legitimation). Það fæst í næsta bankaútibúi og verður að fylgja með ein passa- mynd. í sömu ferð er hægt að stofna bankareikning (launa- reikning) og sækja um greiðslu- kort. Ef menn þiggja bætur frá sjúkrasamlaginu eða eiga von á bótum er rétt að verða sér úti um flutningstilkynningu frá sjúkrasamlagi. Islenskar konur hafa til dæmis fengið greidd mæðralaun í samræmi við fyrri tekjur á íslandi. Eftir að EES samningurinn tók gildi 1. janúar 1994 hafa ákvæði um ýmsar fé- lagslegar bætur verið í lausu lofti. Þannig hafa þeir sem flytja á milli Norðurlanda ekki lengur gilda sjúkratryggingu fyrstu sex mánuði dvalarinnar og hafa því þurft að kaupa sér tryggingu í viðkomandi landi fyrir þann tíma. Þetta gildir einnig um Is- lendinga sem flytja heim eftir dvöl á Norðurlöndunum. Áður en flutt er út er rétt að kynna sér þessi mál til hlítar en ekki er ólíklegt að þetta ósamræmi í sjúkratryggingum EES-landa verði lagfært innan tíðar. Hægt er að fá bónus af bfla- tryggingum yfirfærðan og þarf vottorð frá viðkomandi trygg- ingafélagi á Islandi. Töluverðu getur munað á iðgjöldum ef bónus fæst yfirfærður en annars eru bifreiðatryggingar ódýrari í Svíþjóð en á íslandi. í flestum tilvikum dugar íslenskt ökuskír- teini en þó eru dæmi þess að Islendingar hafi þurft að verða sér úti um sænskt ökuleyfi. Hægt er að sækja um sænskt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.