Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 76

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 76
416 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Ólafur Ólafsson, landlæknir Kostir og ókostir mismunandi greiðslufyrirkomulags í heilbrigðisþjónstu Inngangur Kostnaður við heilbrigðis- þjónustu hefur aukist. Koma þar meðal annars til vaxandi möguleikar á aðgerðum á eldra fólki og miklir tæknilegir land- vinningar á sviði greiningar og meðferðar. Greiðslufyrirkomu- lagið hefur þýðingu fyrir heild- arkostnaðinn. Taka ber vara fyrir greiðslufyrirkomulagi sem dregur úr hagræðingu og eykur heildarkostnað. Yfirlit Margskonar greiðslufyrir- komulag tíðkast í heilbrigðis- þjónustu. Áður fyrr var læknum eingöngu greitt eftir afköstum en nú hefur verið horfið frá því fyrirkomulagi vegna mikils kostnaðar og misræmis fyrir sjúklinginn nema þá á vissum stöðum í Bandaríkjunum. Á Is- landi og í Hollandi er læknum í heilsugæslu greidd föst laun fyrir að sjá um ákveðinn hóp sjúklinga eða sjúklinga á ákveðnu landsvæði, en að hluta fá læknar jafnframt greitt fyrir afköst samkvæmt samningi við Tryggingastofnun ríkisins á Is- landi og samkvæmt fyrirkomu- lagi tryggingafélaga án ágóða- sjónarmiða í Hollandi. Á sjúkrahúsum fá læknar föst laun. Athyglisvert er að Heilsu- stofnun þjóðanna (WHO. Nýyrði: Þórarinn Guðnason læknir) hefur mjög mælt með þessum greiðslumáta (1). í Danmörku, Svíþjóð og á Englandi er læknum í heilsu- gæslu og á sjúkrahúsum ein- göngu greidd föst laun. I tveim- ur síðastnefndu löndunum er nú gerð tilraun með samnings- bundinn rekstur samkvæmt af- köstum, (sjá síðar). í Þýskalandi og Frakklandi hefur nýlega verið horfið frá því að greiða samkvæmt legudaga- fjölda fyrir legudag í sjúkrahús- um, en þess í stað eru sjúkrahús- um sett föst fjárlög. Tilgangur með þessu er að draga úr kostn- aði sem var talinn of mikill. Heilsugæslulæknar í Þýskalandi fá greitt fyrir fjölda samskipta. I Bandaríkjunum er hluta lækna greidd föst laun en aðrir vinna eftir afkastahvetjandi kerfi. Vegna mikils kostnaðar, sem er 60-70% hærri en í V-Evrópu og á Norðurlöndum miðað við vergar þjóðartekjur, er nú gerð tilraun til umfangsmikilla sparnaðaraðgerða til þess að draga úr heildarkostnaði innan Medicare-kerfisins. Þrátt fyrir flókið eftirlitskerfi og stjórn- kerfi, sem er fjórum til fimm sinnum umfangsmeira og dýr- ara en í Evrópu og á Norður- löndum og átti að koma í veg fyrir oflækningar og aukinn kostnað, hefur heildarkostnað- ur stöðugt hækkað (2). Kostn- aður á hvern legudag minnkaði en innlögnum fjölgaði. Fram- leiðnin jókst vegna fjölgunar sjúklinga en ekki vegna þess að kostnaður lækkaði. Athyglis- vert er að innlagnir á sjúkrahús eru mun færri í fastlaunakerfinu en ef læknar vinna eftir afkasta- hvetjandi kerfi. Sumir hafa talið þessu kerfi til bóta að utanspít- alaaðgerðum hafi fjölgað á kostnað sjúkrahúsaðgerða. Sannleikurinn er sá að sú þróun hefur orðið á öllum Vesturlönd- um aðallega vegna tæknifram- fara, dagdeilda og reksturs nýt- ísku sjúklingahótela. Helstu greiðsluhættir I. Föst fjárlög: Vegna ört hækkandi kostnað- ar í heilbrigðisþjónstu hafa sjúkrahús á Norðurlöndum og víðast hvar í Evrópu verið sett á föst fjárlög. Norðurlönd og Bretland voru í fararbroddi í þessu efni. Reynslan sýnir að rekstur samkvæmt fastri fjár- mögnun hins opinbera er hag- kvæmari og heldur frekar heild- arkostnaði í skefjum en einka- rekstur. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu virðist að- gerðahvetjandi og býður upp á oflækningar (3). Stjórnmálamenn bera ábyrgð á fjármunum og þeim er starfa í heilbrigðisþjónustu og bera því einnig ábyrgð á hagsmunum sjúklinga! Það sem mælir með þessu greiðslufyrirkomulagi er meðal annars: — Auðveldaraðhafaeftirlitog stjórn á heildarkostnaði. — Lágur stjórnarkostnaður.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.