Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 76

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 76
416 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Ólafur Ólafsson, landlæknir Kostir og ókostir mismunandi greiðslufyrirkomulags í heilbrigðisþjónstu Inngangur Kostnaður við heilbrigðis- þjónustu hefur aukist. Koma þar meðal annars til vaxandi möguleikar á aðgerðum á eldra fólki og miklir tæknilegir land- vinningar á sviði greiningar og meðferðar. Greiðslufyrirkomu- lagið hefur þýðingu fyrir heild- arkostnaðinn. Taka ber vara fyrir greiðslufyrirkomulagi sem dregur úr hagræðingu og eykur heildarkostnað. Yfirlit Margskonar greiðslufyrir- komulag tíðkast í heilbrigðis- þjónustu. Áður fyrr var læknum eingöngu greitt eftir afköstum en nú hefur verið horfið frá því fyrirkomulagi vegna mikils kostnaðar og misræmis fyrir sjúklinginn nema þá á vissum stöðum í Bandaríkjunum. Á Is- landi og í Hollandi er læknum í heilsugæslu greidd föst laun fyrir að sjá um ákveðinn hóp sjúklinga eða sjúklinga á ákveðnu landsvæði, en að hluta fá læknar jafnframt greitt fyrir afköst samkvæmt samningi við Tryggingastofnun ríkisins á Is- landi og samkvæmt fyrirkomu- lagi tryggingafélaga án ágóða- sjónarmiða í Hollandi. Á sjúkrahúsum fá læknar föst laun. Athyglisvert er að Heilsu- stofnun þjóðanna (WHO. Nýyrði: Þórarinn Guðnason læknir) hefur mjög mælt með þessum greiðslumáta (1). í Danmörku, Svíþjóð og á Englandi er læknum í heilsu- gæslu og á sjúkrahúsum ein- göngu greidd föst laun. I tveim- ur síðastnefndu löndunum er nú gerð tilraun með samnings- bundinn rekstur samkvæmt af- köstum, (sjá síðar). í Þýskalandi og Frakklandi hefur nýlega verið horfið frá því að greiða samkvæmt legudaga- fjölda fyrir legudag í sjúkrahús- um, en þess í stað eru sjúkrahús- um sett föst fjárlög. Tilgangur með þessu er að draga úr kostn- aði sem var talinn of mikill. Heilsugæslulæknar í Þýskalandi fá greitt fyrir fjölda samskipta. I Bandaríkjunum er hluta lækna greidd föst laun en aðrir vinna eftir afkastahvetjandi kerfi. Vegna mikils kostnaðar, sem er 60-70% hærri en í V-Evrópu og á Norðurlöndum miðað við vergar þjóðartekjur, er nú gerð tilraun til umfangsmikilla sparnaðaraðgerða til þess að draga úr heildarkostnaði innan Medicare-kerfisins. Þrátt fyrir flókið eftirlitskerfi og stjórn- kerfi, sem er fjórum til fimm sinnum umfangsmeira og dýr- ara en í Evrópu og á Norður- löndum og átti að koma í veg fyrir oflækningar og aukinn kostnað, hefur heildarkostnað- ur stöðugt hækkað (2). Kostn- aður á hvern legudag minnkaði en innlögnum fjölgaði. Fram- leiðnin jókst vegna fjölgunar sjúklinga en ekki vegna þess að kostnaður lækkaði. Athyglis- vert er að innlagnir á sjúkrahús eru mun færri í fastlaunakerfinu en ef læknar vinna eftir afkasta- hvetjandi kerfi. Sumir hafa talið þessu kerfi til bóta að utanspít- alaaðgerðum hafi fjölgað á kostnað sjúkrahúsaðgerða. Sannleikurinn er sá að sú þróun hefur orðið á öllum Vesturlönd- um aðallega vegna tæknifram- fara, dagdeilda og reksturs nýt- ísku sjúklingahótela. Helstu greiðsluhættir I. Föst fjárlög: Vegna ört hækkandi kostnað- ar í heilbrigðisþjónstu hafa sjúkrahús á Norðurlöndum og víðast hvar í Evrópu verið sett á föst fjárlög. Norðurlönd og Bretland voru í fararbroddi í þessu efni. Reynslan sýnir að rekstur samkvæmt fastri fjár- mögnun hins opinbera er hag- kvæmari og heldur frekar heild- arkostnaði í skefjum en einka- rekstur. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu virðist að- gerðahvetjandi og býður upp á oflækningar (3). Stjórnmálamenn bera ábyrgð á fjármunum og þeim er starfa í heilbrigðisþjónustu og bera því einnig ábyrgð á hagsmunum sjúklinga! Það sem mælir með þessu greiðslufyrirkomulagi er meðal annars: — Auðveldaraðhafaeftirlitog stjórn á heildarkostnaði. — Lágur stjórnarkostnaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.