Læknablaðið - 15.06.1997, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
413
ber ályktanir aðalfundar LÍ 1982 um sjálf-
stæðar læknastöðvar, 1987 um heilsugæslu- og
heimilislæknaþjónustu, nr. 12 1995 og nr. 12
1996 um heilsugæslu- og heimilislækna og nr.
14 1996 um sjálfstætt starf og atvinnufrelsi allra
lækna).
Flestir eru sammála því, að íslensk heilbrigð-
isþjónusta sé í grundvallaratriðum góð og sam-
rýmist markmiðum lækna, því hún tryggi rétt
sjúklinga til greiðs aðgangs að allri læknisþjón-
ustu og tryggi frjálst val á þeim læknum sem
sjúklingarnir sjálfir kjósa. Þessi höfuðeinkenni
heilbrigðiskerfisins eru til staðar fyrir baráttu
og tilstilli meirihlutavilja lækna og læknasam-
takanna. Aðalfundir Læknafélagsins hafa á
undanförnum árum ítrekað mikilvægi þessara
þátta heilbrigðiskerfisins (samanber ályktanir
aðalfunda LI nr. 10 1995 og nr. 15 1996).
Baráttan fyrir frjálsu vali og aðgengi hefur
oft verið erfið enda er ljóst að meðal lækna er
skoðanaágreiningur um rétt og frelsi sjúklinga
til þess að velja og hafna læknum í hinum mis-
munandi sérgreinum. Hópur lækna hefur bar-
ist fyrir tilvísanaskyldu, það er hliðvarðahlut-
verki heilsugæslulækna, með það að yfirlýstu
markmiði að tryggja samfellu í þjónustu og
minni kostnað heilbrigðiskerfisins vegna beit-
ingar ódýrari úrlausna á stigi frumheilsugæslu.
Annar hópur hefur á móti fært rök fyrir því að
tilkostnaður gæti aukist og að réttur sjúklinga
yrði takmarkaður í miðstýrðu kerfi, sem gæti
hindrað aðgang sjúklinga að viðeigandi sér-
þekkingu.
4. Rekstrarform og fjármögnun
Heilbrigðisþjónusta getur verið fjármögnuð
af sjúklingum sjálfum eða tryggingaaðilum
sjúklinga. Á íslandi gilda Lög um almanna-
tryggingar og samkvæmt 41. grein laganna um
almannatryggingar “er Tryggingastofnun ríkis-
ins heimilt að semja við stofnanir, fyrirtœki eða
einstaklinga um þá þjónustu sem henni ber að
veita...“. Innan tryggingakerfisins er mismun-
andi heilbrigðisþjónusta fjármögnuð á mis-
munandi hátt. Þannig getur greiðsla sjúklings
úr eigin vasa verið frá 100% (til dæmis fegrun-
arskurðlækningar) niður í 0% (til dæmis
sjúkrahúsvistun). Greiðsluþátttöku þriðja að-
ila má almennt flokka á eftirfarandi hátt:
a. Fastar fjárveitingar: Fastar fjárveitingar
sem ákvarðaðar eru á Alþingi eða í ráðuneyti
samkvæmt heimild Alþingis og eiga einkum
við legustofnanir (sjúkrahús) og fjármögnun
tryggingakerfisins. Efasemdir hafa komið fram
um að föst fjárlög tryggi að fagleg sjónarmið
ráði, það er að þjónusta batni í samræmi við
framfarir í læknavísindum hverju sinni (sam-
þykkt aðalfundar LÍ nr. 6 1987).
b. Viðvikagreiðslur frá tryggingum (til dæm-
is í samræmi við læknisverk eða sjúkdóms-
greiningu): Viðvikagreiðslur eru alfarið undir-
staða sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa.
c. Blanda af a. og b.: Á við heilsugæslu-
stöðvar, sjálfstætt starfandi heimilislækna og
ákveðin sérfræðingsverk (ferliverk), sem unn-
in eru á sjúkrahúsum. I tilfelli ferliverka-
greiðslna er til dæmis fjárhagsleg áhætta veit-
enda þjónustunnar lítil eða engin af því að
ríkisvaldið (eða Tryggingastofnun ríkisins)
tryggir rekstargrundvöll jafnframt með föstum
greiðslum.
Almennt um starf lækna utan stofnana/
sjúkrahúsa og rétt sjúklinga utan sjúkrahúsa:
Samkvæmt Lögum um heilbrigðisþjónustu gr.
11.1 er heilsugæsla „heilsuverndarstarf og allt
lœkningastarf sem unnið er vegna heilbrigðra
og sjúkra, sem ekki dvelja á sjúkrahúsum“.
Samkvæmt gr. 16.1 í sömu lögum „...skulu
íbúar einstakra landssvœða eiga rétt á að leita
lœknishjálpar til þeirrar heilsugœslustöðvar eða
lœknismóttöku, sem þeir eiga auðveldast með
hverju sinni“, en þetta ákvæði tryggir í raun
sjúklingum frjálst val og aðgang að hvaða lækni
sem er. Þessi lagaákvæði eru í fullu samræmi
við stefnu Læknafélags íslands, en hún er sú
„aðfarsælsamskipti sjúklings og lœknis byggist
á frjálsu vali sjúklings á þeim lœkni sem hann
kýs“ (samþykkt aðalfundar LÍ 1995) en þessi
stefna var ítrekuð á aukaaðalfundi LÍ1996 (nr.
2) og aðalfundi LÍ 1996 (nr. 15 um héraðs-
stjórnir) þegar varað var við hliðvarða/tilvís-
anaskyldukerfum, sem byggja öll á því að
skerða valfrelsi sjúklinga.
Það hefur lengi verið stefna LÍ að æskilegt sé
að samhliða starfi ólík rekstrarform innan heil-
brigðisþjónustunnar og hafa aðalfundir álykt-
að sérstaklega um það (samanber ályktanir að-
alfundar LÍ 1987 um heilsugæslu- og heimilis-
læknaþjónustu, nr. 12 1995 og nr. 12 1996 um
heilsugæslu- og heimilislækna, og 14 1996 um
sjálfstætt starf og atvinnufrelsi allra lækna).
Það er einnig stefna LÍ „að allir lœknar eigi rétt
á að skapa sér starfsvettvang með eigin stofu-
rekstri eða rekstri lœknastöðva... “ eins og
áréttað var á síðasta aðalfundi (nr. 14 1996). í
reynd hafa hins vegar verið aðgangshindranir á