Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 727 venjulegrar þekjufrumu í meinvarpamyndandi krabbameinsfrumu. Þannig koma ákveðnar skemmdir fljótt fram í ferlinu (nauðsynlegar til myndunar krabbameins) og aðrar koma síðar (nauðsynlegar til annarra sérkenna illkynja krabbameins, til dæmis ífarandi vaxtar krabba- meinsfrumna og myndunar meinvarpa) (17, 18). Fyrir nokkrum árum birti Vogelstein (mynd 2) líkan af slíku ferli í myndun ristilkrabba- meins (19). Hann byggði líkanið á rannsóknum sínum á sjúklingum með familial adenomatous polyposis (FAP) sem er sjaldgæf orsök ristil- krabbameins, en slíkir sjúklingar eru yfirleitt komnir með tugi kirtilæxla (adenomatous polyps) í ristil og endagörn (rectum) um fer- tugsaldurinn. Kirtilæxli þessi eru komin mis- langt í þróun að krabbameinsmyndun, allt frá góðkynja æxlum að illkynja krabbameinum. Vögelstein nýtti sér þetta við sameindaerfða- fræðilegar rannsóknir sínar og byggir mynd 2 á niðurstöðum þeirra. Lítil góðkynja æxli (aden- oma) geta verið forstig kirtlakrabbameins (ad- enocarcinoma) í þekju ristilsins. Þessi æxli eru aðeins nokkrir millimetrar að stærð og við smá- sjárskoðun getur verið erfitt að aðgreina frum- ur í þeim frá eðlilegum þekjufrumum. Eftir því sem lengra líður og erfðaefnisskemmdunum fjölgar, taka frumurnar á sig sífellt óeðlilegri nrynd og verður þetta æxli síðar að krabba- nreini og að lokum að krabbameini sem getur nryndað meinvörp (mynd 2). Líkan þetta hefur verið fyrirmynd við rannsóknir og skilning vísindamanna á öðrum krabbameinum. Læknisfræðilegt gildi Hér á undan hefur verið lítillega fjallað um helstu flokka erfðaefnisbreytinga sem eiga sér stað í erfðaefni krabbameinsfrumna. Fjöldi rannsókna hefur beinst að kortlagningu þessara erfðaefnisbreytinga og hafa þær ekki aðeins stóraukið skilning vísindamanna á orsökum krabbameina heldur einnig bætt við vitneskju þeirra um forsendur eðlilegs frumuvaxtar. Ekki er víst að hárnákvæm kortlagning þessara fjöl- mörgu breytinga komi til með að skýra allt um gang hinna ýmsu krabbameina. Eins er enn óvíst hversu mikið læknisfræðilegt gildi þessi nýja þekking muni hafa. Þessar rannsóknir hafa þó opnað eftirfarandi möguleika: I Að greina einstaklinga sem gætu haft hag af fyrirbyggjandi aðgerðum. II Að greina krabbamein fyrr en aðferðir nú bjóða upp á. disease in Iceland 1981-1995 (age corrected). Data from the Icelandic Cancer Society (Krabbameinsfélag Islands) and from the lcelandic Heart Association (Hjartavernd). III Að veita nákvæmari upplýsingar um horfur sjúklinga og gegna þannig hlut- verki í meðferðarvali. Af ofansögðu er ljóst að skilningur læknisins á grundvallaratriðum sameindaerfðafræði krabbameina getur reynst nauðsynlegur. Verð- ur nú fjallað um gildi þessara möguleika í klín- ískri læknisfræði. I. Fyrirbyggjandi aðgerðir: Þrátt fyrir þær miklu framfarir sem hafa átt sér stað á undan- förnum tveimur áratugum í krabbameinsrann- sóknum, þá hefur orðið fremur lítil breyting á dánartíðni af völdum krabbameina (mynd 3). Að einhverju leyti má skýra þetta af lungna- krabbameins-„faraldrinum“. Mynd 3 ber sam- an nýgengi og dánartíðni af völdum kransæða- sjúkdóma annars vegar og krabbameina hins vegar hér á Islandi síðastliðin 15 ár. Eins og myndin sýnir þá hefur lækkun á nýgengi krans- æðasjúkdóma skilað sér í sambærilegri lækkun á dánartíðni. Þetta á aftur á móti ekki við um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.