Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 38
748 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Umræða og fréttir Formannsspjall Er gagn að gagnagrunni? Miðlægur gagnagrunnur sem inniheldur heilsufarsupp- lýsingar um alla íslendinga gæti verið til margra hluta nytsamlegur. Frumvarp til laga um gagnagrunn á heil- brigðissviði hefur ekki litið dagsins ljós í endanlegri mynd þegar þetta er ritað. Þær til- lögur sem fyrir liggja gera ráð fyrir víðtækum gagna^runni um öll heilsufarsgögn Islend- inga, tengjanlegur erfðafræði- legum upplýsingum auk ættar- tengsla, lífs og liðinna. Ætla má að allar persónubundnar upplýsingar yrðu skráðar og þeim viðhaldið í gagnagrunni á heilbrigðissviði, einnig upp- lýsingar úr skrám landlæknis- embættisins, atvinnusjúk- dómaskrá, krabbameinsskrá, kynsjúkdómaskrá, skrá yfir lyfjakort, skrá yfir útgefna lyf- seðla, hvaða læknar ávísuðu þeim og svo mætti lengi telja. Við þetta bætast svo væntan- lega tiltækar erfðafræðilegar upplýsingar auk ættartengsla. Helstu rök fyrir gerð mið- lægs gagnagrunns eru heilsu- hagfræðileg og markaðsleg, en ekki hefur verið sýnt fram á svo óyggjandi sé hvert sé hið vísindalega gildi hans. Ljóst er að umtalsverð áhætta skapast verði gagnagrunnurinn að veruleika. Um er að ræða áður óþekkt magn og gerð upplýs- inga sem geta skaðað einstak- linga, þar er einnig um að ræða mjög mikil verðmæti sem leitt geta óprúttna einstaklinga út í innbrot og fjárkúgun. Greining- arlykill verður til staðar og upp- lýsingarnar þar með persónu- greinanlegar - ein af grundvall- arspurningunum verður hversu vel hans verður gætt. Flestir upplýsingalekar úr gagna- grunnum gerast innan frá. Löggjöf hefur verið sett hér- lendis og víða um lönd til að vernda persónuupplýsingar. Ljóst er að frumvarp um gagna- grunn á heilbrigðissviði brýt- ur í meginatriðum í bága við tölvulögin. Tölvulög eru talin vera einn af hornsteinum lög- gjafar til að vernda persónu- friðhelgi nú á tímum um öll vestræn lönd. Verndun per- sónugagna er ekki tryggð í frumvarpinu. Þá verður vænt- anlegum starfsleyfishafa frjálst að selja allar þær upplýsingar eða samkeyrslur þeirra - án eftirlits, því litið verður á gögnin sem persónuaftengd. Tölvunefnd og fyrirhuguð rekstrarnefnd hafa ekki hlut- verk í því sambandi. Agrein- ingur er um hvort frumvarpið brýtur gegn stjómarskrá Lýð- veldisins íslands (71 gr.) „All- ir skulu njóta friðhelgi einka- lífs, heimilis og fjölskyldu...". Helsinkiyfirlýsing Alþjóða læknasamtakanna (WMA) og reglur Evrópusambandsins gera ráð fyrir upplýstu sam- þykki sjúklinga til vísinda- rannsókna. Frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigð- issviði hlýtur að stríða gegn núverandi löggjöf í meginat- riðum. Læknafélag Islands hefur ákveðið að taka afstöðu til frumvarpsdraganna nú, eins og þau liggja fyrir, enda hefur verið um það beðið af hálfu Heilbrigðisráðuneytisins. Fé- lagið byggir umsögn sína á áliti sérfræðinga sem leitað hefur verið til og á vinnu 10 manna nefndar lækna sem fjallað hefur ítarlega um drög að frumvarpinu. Það var sam- hljóða niðurstaða nefndarinn- ar að hafna frumvarpsdrögun- um eins og þau eru í núver- andi mynd þar eð hvergi nærri hafi í þeim eða greinargerð fylgt með nægilega vönduð umfjöllun um mikilvæg atriði og margar spurningar hafa vaknað. Læknafélag Islands telur afar mikilvægt að trúnaðar- sambandi læknis og sjúklings sé ekki stefnt í hættu. Heilsu- farsupplýsingar sem varð- veittar eru í sjúkraskrám hafa í lögum um réttindi sjúklinga verið skilgreindar sem við- kvæmar persónupplýsingar. I þeim lögum er gert ráð fyrir að sjúkraskrá sé varðveitt hjá viðkomandi heilbrigðisstofn- un eða starfsstöð læknis og á ábyrgð viðkomandi læknis. I lögum um skráningu og með-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.