Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 85

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 85
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 787 efnisákvæði tilskipunarinnar, og gildir hið sama einnig um sérlöggjöf á þessu réttarsviði, ef frá eru talin þau tilvik, þar sem tilskipunin sjálf heimilar frávik frá ákvæðum hennar. II.2. Frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði er að mati Tölvunefndar viða- mesta málið, sem komið hefur til kasta Alþingis síðustu ára- tugi og snertir skráningu og meðferð persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs. Fyrir þessari skoðun eru tvær ástæður. Fyrri ástæðan er sú, að mál- ið varðar ekki aðeins skrán- ingu og varðveislu heilsufars- upplýsinga um eina tiltekna ætt í landinu, einn tiltekinn sjúklingahóp, einn liltekinn árgang þjóðarinnar eða eina tiltekna starfsstétt, eins og hingað til hefur yfirleitt verið, þegar skráðar hafa verið heilsu- farsupplýsingar í vísindaskyni hér á landi, heldur snýst málið um miðlæga skráningu og varðveislu upplýsinga um alla íslensku þjóðina nokkra ára- tugi aftur í tímann, og hagnýt- ingu þeirra upplýsinga í marg- víslegum tilgangi, m.a. við- skiptalegum. Umfang skrán- ingarinnar er því stærra í snið- um en áður hefur sést hér á landi, og hagnýting skráning- arinnar verður í öðrum til- gangi en áður hefur tíðkast. Seinni ástæðan er sú, að þau atriði, sem stendur til að skrá, samkeyra og varðveita í slíkum upplýsingabanka, eru upplýsingar, sem flestum mönnum eru viðkvæmari en aðrar upplýsingar, sem þá varða. Málið snýst um skrán- ingu upplýsinga um sjúkdóma og orsakir þeirra, sjúkdóms- meðferð og árangur hennar, lyfja-, áfengis- og vímuefna- notkun, og upplýsingar, sem lúta að ættfræði og sameinda- erfðafræði. Þá girðir frum- varpið ekki fyrir, að við slíkar upplýsingar séu tengdar aðrar viðkvæmar persónuupplýs- ingar, t.d. upplýsingar um fé- lagsleg vandamál manna, skólagöngu þeirra, starfsferil, brotaferil o.s.frv. Þegar horft er á framan- greindar staðreyndir, er það mat Tölvunefndar, að fara beri gætilega við undirbúning máls, sem hefur slíka skrán- ingu að markmiði, svo tryggt sé að málið fái sem vandað- astan undirbúning og ná megi sátt um það. Þar hlýtur hvað mestu máli að skipta, að þann- ig sé staðið að málum, að stjórnarskrárvarinn réttur manna til að njóta friðhelgi um einkalíf sitt sé ekki fyrir borð borinn. II.3. Við undirbúning að lagasetningu um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði telur Tölvunefnd að hafa beri í huga, að stórir, miðlægir gagnagrunnar, sem hafa að geyma umfangsmiklar og við- kvæmar persónuupplýsingar um heilar þjóðir eða þjóðar- brot, eru af mörgum taldir var- hugaverðir vegna þeirrar hættu, sem getur verið sam- fara stofnun þeirra og starf- rækslu. Tölvunefnd tekur því undir það sjónarmið, sem fram kemur í almennum at- hugasemdum með frumvarps- drögunum, að áhættan af grunninum felist aðallega í inöguleikum á misnotkun upplýsinga og því sé vernd persónuupplýsinga mikilvæg- asta viðfangsefnið við setn- ingu reglna um gerð og starf- rækslu gagnagrunns á heil- brigðissviði. Af þessu má ráða, að þegar ákveðið er að stofna til miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði, er tekin ákveðin áhætta. Með setningu lagareglna um stofn- un og starfrækslu slíks grunns metur löggjafinn það hins vegar svo, að verkefnið sé áhættunnar virði. Jafnframt telur Tölvunefnd rétt að benda á, að í löggjöf bæði hérlendis og erlendis hefur verið tilhneiging til þess að sporna við myndun mið- lægra gagnagrunna með við- kvæmum persónuupplýsing- um og byggja á því sem grundvallarreglu, að slíkar upplýsingar beri fyrst og fremst að varðveita, þar sem þær verða til, og að þær beri fyrst og fremst að nýta í þeim tilgangi, sem var upphaflegur með söfnun þeirra og skrán- ingu. Þó má ljóst vera, að aldrei verður alveg komist hjá því, að slíkir gagnagrunnar verði til, t.d. verður að halda miðlæga sakaskrá, svo ein- hver dæmi séu nefnd. Hún hefur þó afmarkað umfang og varðar eingöngu upplýsingar um brotaferil manna. Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði er annars eðl- is en sakaskráin svo áfram sé stuðst við þann samanburð. I grunninum tengjast saman upplýsingar, sem til verða á mismunandi stöðum í þjóðfé- laginu og í ákveðnum til- gangi, sem yfirleitt tengist heilsufarsþjónustu við þá ein- staklinga, sem upplýsingarnar varða, og myndar úr þeim einn allsherjar gagnagrunn. Slíkir gagnagrunnar gera það betur kleift en ella að kort- leggja einstaklingana, þ.e. að ná fram ákveðinni heildar- mynd af þeim einstaklingum, sem skráningin nær til, heild- armynd sem viðkomandi gat alls ekki átt von á að hægt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.