Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 83

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 83
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 785 eigi ætíð óheftan aðgang að upplýsingum úr gagna- grunninum geta stjómvöld ekki eingöngu reitt sig á upplýsingar úr honum. Hluti þjóðarinnar kann að hafna því að upplýsingar fari í grunninn. Heilbrigðis- stofnanir og sjálfstætt starf- andi læknar kunna að hafna því að senda upplýsingar í grunninn og engin trygging er fyrir því að gæði upplýs- inganna verði viðunandi. Stjórnvöld eiga því ekki að vera háð markaðsaðila með sérleyfi um heilsufarsupp- lýsingar. Vakin skal athygli á því að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, 2. mgr. 3. gr. skal landlæknir skipuleggja skýrslugerð heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisstofnana og inn- heimta þær. Tryggja þarfað landlœkni verði auðveldað að sinna sínu lögbundna hlutverki. • Ekki á að veita markaðsað- ila sérleyfi til gerðar og reksturs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Almennar athugasemdir Tilgangurinn með þessu frumvarpi er óljós enda vantar markmiðslýsingu. Bollalegg- ingar í athugasemdum um gagnsemi heilsufarsupplýs- inga eru vel kunnar. Þess vegna hafa fjölmargir aðilar unnið að uppbyggingu gagna- grunna á heilbrigðissviði á Is- landi sem ætlað er að svara til- teknum spurningum og rnark- mið gagnagrunnanna eru Ijós- ir. Jafnframt hefur landlækn- isembættið unnið að því að þróa staðla til að auðvelda samskipti hinna dreifðu upp- lýsingakerfa og ráðuneyti heilbrigðismála hefur þegar markað metnaðarfulla stefnu í upplýsingamálum. Hvers vegna þarf nú að setja sérstök lög um miðlægan gagnagrunn með það að mark- miði að veita einum aðila leyfi til að reka slíkan grunn? Sam- kvæmt athugasemdum við endurskoðaða lagafrumvarpið má greina eftirfarandi megin- ástæðu fyrir þessari lagasetn- ingu en þar segir um slíka meðferð heilsufarsupplýs- inga: „Hins vegar er bæði rétt og skylt að nýta þær til framgangs heilbrigðisvís- indunum og til eflingar lýð- heilsu. Það verður best gert með því að ríkisvaldið heim- ili gerð og starfrækslu eins miðlægs gagnagrunns, þar sem þessum upplýsingum væri safnað saman og úr þeim unnið.“ Hér er því slegið föstu að það sé vænlegast til árangurs við framgang heilbrigðisvís- inda og til eflingar lýðheilsu að stofna til eins miðlægs gagnagrunns án þess að það sé skýrt frekar. Landlæknir vill því benda á að fullyrðingar á borð við þessar hafa verið gagnrýndar. Á það hefur verið bent að ekki sé fýsilegt að nota sjúkraskrá í margnota til- gangi, - í viðskiptum, læknis- þjónustu, vísindarannsóknum og til eflingar Iýðheilsu! (N Engl J Med 1995;333; 1419- 22). Það er grundvallaratriði í vísindalegri aðferð að fyrir liggi einhverjar tilgátur, sett séu markmið og tilgangi lýst og lögð sé fram áœtlun um framkvœmd hinnar vísinda- legu vinnu. Hvað varðar vís- indavinnu á mönnum hefur þótt eðlilegt að leggja rann- sóknaráœtlun fyrir siðanefnd og Tölvunefnd. Frá þessu sjálf- sagða vinnuferli á nú að víkja. Krafan um einn miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hlýtur því að vekja upp spurn- ingar um það hvernig á að nýta hann. Ef hann nýtist lítt eða ekki við vísindavinnu er þá hugsanlegt að hann muni nýtast fyrst og fremst sem markaðs- eða viðskiptagagna- grunnur til markaðssetningar á vörum, fyrst og fremst lyfj- um? Ef svo er vekur það upp spurningar hvort verið sé að færa til eins aðila yfirburða markaðsstöðu þrátt fyrir hin miklu siðferðislegu álitamál og áhœttu varðandi gagnaör- yggi miðlœgs gagnagrunns. Þá segir í athugasemdum: „Ljóst er að verulegur kostnaður er samfara smíði gagnagrunns af því tagi sem hér um ræðir. Oraunhæft er að nefna einhverja ákveðna fjárhæð í því sambandi en nefndar hafa verið tölur allt frá 3-4 milljörðum króna til 12 milljarða króna. Ljóst er því að áhætta þess er kostar gerð slíks gagnagrunns yrði veruleg. Á undanförnum árum hefur talsvert verið unnið að þróun hugbúnaðar fyrir heilbrigðiskerfið hér á landi og á sl. ári var samþykkt stefnumótun í upplýsinga- málum innan heilbrigðis- kerfisins (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, rit 1 1997). Þar er gert ráð fyrir að byggt verði upp samhæft upplýsingakerfi fyrir heilbrigðisstofnanir. Fyrir liggur að framkvæmd af því tagi yrði gífurlega kostnaðarsöm og ekki fyrir- sjáanlegt að af henni geti orðið á næstu árum, nema til komi fjármögnun einka- aðila.“ Af þessum texta virðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.