Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 739 lings fór hratt versnandi næstu tvo daga. Hann missti fljótlega meðvitund og andaðist fimm dögum eftir innlögn. Umræða Við innlögn hafði sjúklingur sögu um mörg af þeim einkennum sem sjást í bráðu rugl- ástandi (acute confusional state) svo sem skerta athygli, minnistruflanir, talörðugleika og breyti- legt meðvitundarástand (1). Fjöldi heilasjúk- dóma getur valdið þessum einkennum svo sem æxli, sýkingar og æðasjúkdómar og einnig þarf að hafa í huga efnaskipta- og innkirtlasjúk- dóma, eitranir og lyfjafráhvarf (1). Við líkams- skoðun fannst greinilegur hnakkastirðleiki sem ekki hafði verið til staðar stuttu áður, en verkir í hnakka höfðu verið taldir stafa af slitbreyting- um í hálsliðum. Mænuvökvarannsókn leiddi í ljós hækkun á prótínum, lækkun á glúkósa og tiltölulega væga aukningu á frumum. Þessi mænuvökvamynd sést einkum við langvinna heilahimnubólgu af ýmsum orsökum eins og vegna sýkinga, svo sem berkla, ýmissa sveppa- sýkinga (til dæmis cryptococcosis, histoplasm- osis, candidiasis) og sýfílis. Aðrar orsakir geta verið sarklíki (sarcoidosis) í miðtaugakerfi og meinvörp í heilahimnuin (2,3). Við meinvörp í heilahimnum er dæmigert að í mænuvökva finn- ist á bilinu 10-100 hvít blóðkorn í míkrólítra og eru einkirndar frumur þá jafnan í meirihluta. Magn glúkósa er gjarnan lækkað og prótín eru hækkuð. Einkenni langvinnrar heilahimnubólgu eru mjög margbreytileg en þau algengustu eru höfuðverkur, slappleiki, rugl, ógleði, uppköst og hnakkastirðleiki. Hiti sést oftast við sýking- ar en er sjaldan til staðar við meinvörp í heila- himnum (2). Aðrir sjúkdómar sem valdið geta svipuðum klínískum einkennum eru til dæmis heila- og heilahimnubólga af völdum veira, ígerðir í heila, æðabólgur (vasculitis) og mein- vörp eða æxli í miðtaugakerfi (3). Grunur um meinvörp í heilahimnum jókst verulega þegar grunur vaknaði um lungnakrabbamein og því var mænustunga endurtekin og mikið magn mænuvökva eða 20 ml teknir til rannsóknar. Þá sáust í einfaldri Papanicolaou litun fjöldi ill- kynja kirtilmyndandi frumna (mynd 3). Dreif- ing æxlisfrumna frá föstum illkynja æxlum til mænuvökva var löngum talin vera fremur sjald- gæf (4-7). Nokkrar rannsóknir benda til þess að tíðni meinvarpa í heilahimnum fari vaxandi en líklega tengist það að verulegu leyti lengri lifun krabbameinssjúklinga (8). Þessi dreifing æxlis- Fig. 3. Markedly degenerated hyperchromatic malignant cells forming a small gland in cerebrospinal fluid. Note the signet ring cell configuration with flattening ofthe nucleus at the periphery within one of the cells. Amorphous debris is seen in the background (Papanicolaou x 400). frumna virðist vera algengust hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein einkum í brjóstum og lunguin (6,7). Tíðni meinvarpa í heilahimnum hjá konum með brjóstakrabbamein er á bilinu 1-5% (9). Einnig sjást meinvörp í heilahimnum alloft í tengslum við smáfrumukrabbamein í lungum, magakrabbamein og sortuæxli í húð. Meinvörp til heilahimna eru einnig vel þekkt í ýmsum illkynja blóðsjúkdómum (6,7). Ekki er vitað með hvaða hætti æxlisfrumur komast inn í mænuvökvann. Ymsar tilgátur hafa verið sett- ar fram, svo sem að frumurnar brjóti sér leið í gegnum æðaveggi í plexus choroideus, þær fari í gegnum veggi lítilla bláæða í heilahimnum eða komist undir heilahimnur við mænutauga- rætur (7,10). Höfuðverkur er algengasta ein- kennið hjá sjúklingum með meinvörp í heila- himnum og er hann fyrsta einkennið hjá um þriðjungi sjúklinga (5,8). Höfuðverkurinn er oft mjög sár og sjaldan bundinn við eitt ákveð- ið svæði höfuðsins. Einkenni vitrænnar skerð- ingar eru algeng og í rannsókn á 50 sjúklingum fundust einkenni um minnistruflanir, rugl og tímabundið meðvitundarleysi hjá yfir 80% sjúklinga (5). Þessi vitrænu einkenni geta verið breytileg og versnað og batnað til skiptis (2). Önnur algeng einkenni eru almennur slapp- leiki, óstöðugleiki, hnakkastirðleiki og skert meðvitund. Stundum sjást krampar bæði stað- bundnir og dreifðir. Flestir sjúklinganna fá ein- kenni um truflun á starfsemi heilatauga eins og heyrnartap, suð fyrir eyrum, svima, sjóntap, tví- sýni, andlitslömun og kyngingar- og taltruflan- ir. Oft koma fram einkenni um skemmdir á mænutaugarótum, svo sem verkir, máttleysi og dofi í útlimum, verkir í baki og truflanir á starf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.